Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Qupperneq 96
74
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
seig hefir hún reynst, harðgerð og
rótföst, svo sem rauðaviður hjá
bjargi eða reynir í gljúfrum. f fáu
einu minnir hún á risafurur Cali-
forníu eða Rússlandsskóga. En þó
hefir hún borið hróður þessarar fá-
mennu og örsnauðu þjóðar um víða
veröld. Einstæðar bókmentir hennar
hafa veitt miljónum manna, heima og
erlendis, ógleymanlegar unaðar-
stundir, lyft hugum þeirra í hæðir
óviðjafnanlegrar listnautnar. Ástin
á þeim og trygðin við þær og þá
staði, sem eru þeim tengdir, hefir
gert kynslóðirnar á undan oss að
betri mönnum og göfugri en ella,
landið flugríkt í fátækt sinni. Eng-
in aðflutt verðmæti komast til jafns
við þenna heimafengna auð.
Sú er æðsta skylda vor að varð-
veita hann og ávaxta. Það er varnar-
styrjöld vor. Eg er ekki svo bjart-
sýnn að trúa á sókn á þeim vettvangi
að sinni. Ef vér vinnum þar, verða
það varnarsigrar, og má vel við una,
ef vér höldum öllu voru landi, þegar
flóttinn úr sumum sveitum er svo
ákafur, að nærri liggur, að hálfar og
heilar kirkjusóknir leggist í auðn.
Hver á þá að gæta að grafarrónni?
Útverðir íslenskrar menningar verða
enn sem fyr bændurnir, dalbúarnir á
takmörkum öræfanna og mannabygða
í nyrsta þjóðríki veraldarinnar. Með-
an þeir halda velli með heiðri og
sóma, er öllu óhætt. — “Faðir minn
átti fagurt land”. Áar vorir og ömm-
ur áttu landið, þrátt fyrir stjórnlegt
og viðskiftalegt ófrelsi. Þau bjuggu
á landinu, ræktuðu það að nokkru
kringum bæina, höfðu gróna jörð
undir fótum. Þau bygðu landið, lifðu
á því, þar sem lifað varð, að vísu, oft
við sult og ógnir, en háðu sitt stríð á
vettvangi héraða og afdala, jafnvel
heiða og öræfa. Kappsmál þeirra
var að viðhalda bygðinni. Og þar
sem þau gátu ekki búið sjálf, bólfestu
þau álfa og hollvættir í hömrum og
klettum.
Nýja tímans menn, veruleikans fólk
og vísindanna, fulltrúar félagshyggju
og heimsviðskifta fagna því, að þess-
ir fornu hættir atvinnulífs, hjátrúar
og hindurvitna séu að líða undir lok-
Þeir biðja kotbúskapinn, sem svo ex
kallaður, aldrei að þrífast. — Látum
svo vera, að álfatrú og fleira séu
hindurvitni. En jafnvel framsýnast'
maður þessarar þjóðar að fornu og
nýju taldi hana vera samfara andlegu
fjöri og skáldlegri tilfinningu, sem
ekki finst hjá þeim, er þykjast svo
upplýstir að trúa engu. Og án þesS
ara eiginleika megum vér síst vera
Segjum, að afdalakotin og nesjabý'
in eigi að verða úr sögunni með oH
um sínum raunalegu atburðum, t>aS^
og bágindum. En vér megum ekk'
við því að missa þau verðmæti, sem
eru ávöxtur hetjulegrar baráttu
þeim vettvangi. Einu gildir, hvorr
þau ágæti eru falin í gullvægum orð
um tungunnar, þjóðsagnaperlu111'
listahaglegum hlutum, helgum óom
um og táknum eða þeim föguu
sjálfsþekkingar og speki, æðruleyslS
og prúðmannlegrar göfgi, er Þr°
hafa í nábýlinu við heiðarnar og fju '
ín.
Margir eru hættir að trúa á lanC^
og heilladísir þess, en teknir að tign^
hafið. Þökk sé Ægi konungi f^! j
allar hans ríkulegu gjafir oss
handa, þó að sumar þeirra séu he
argjafir. En vér megum ekki m'
trúna á landið, enda þótt örlæti þe ^
sé minna en sjávarins. Traus