Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Síða 97

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Síða 97
“FAÐIR MINN ÁTTI FAGURT LAND—” 75 landinu er undirstaða þess, að vér höldum eignarrétti vorum yfir því. Og þar er ekki einungis átt við mold þess heldur og alt, sem úr henni vex °g hefir þróast, frá beitijurtum og túngrösum til bókmentagimsteina og fegurstu þjóðlaga, frá litlum skari- fíflum að limauðugum björkum, frá vængjasmáum villibýflugum til há- fleygustu höfuðgarpa þjóðarinnar. Aðdáun vor á höfðatölu hersins í ^neginlöndunum og glæstum búningi hans má ekki villa oss sýn og rugla dpmgreind vora á verðgildi eigin ’nyntar. Lengi var hún miðuð við vaðmál, kýr og skinn. Sauðarbjórum °g heimafengnum fjöðrum eigum vér að þakka varðveislu margs þess dýr- n^ætasta, er vér eigum og getið hefir °ss alheimsfrægð. Orðið gæruskinn hefir sjaldnast verið neitt virðingar- heiti.- En hvað hefir til síns ágætis nokkuð. Mér er deginum ljósara, að sjón- armið það eða mark, sem hér hefir verið bent á, á lítilli hylli að fagna °g niun síst vera talið eftirsóknar- Vert af sumum helstu fulltrúum vís- Jnda og atvinnulífs í voru landi. — Skoðanir sem þessar telja þeir bera v°tt um rómnatíska hugaróra, sem í ^áu eigi skylt við staðreyndir, og lít- ^nn hafi rétt á sér, framtíðarlandið Se fjarri, að því beri að stefna, en SeSja skilið við allar huldufólks- ^ygðir og heiðabýli. ^ei, vér höfum ekki efni á því. Vér ^egum ekki tapa landinu, heldur Verðum vér að vinna það. Skylda vor er að tefla menningunni gegn sið- eysinu, trygð gegn ræktarleysi, V!sku gegn vanþekkingu, trú gegn 0rnlæti, sannleika gegn svikum, bók- ^entum gegn blaðri, þjóðhollustu gegn þýlyndi, tignun og aðdáun gegn lítilsvirðingu og óskammfeilni, kærleika, festu og frelsi gegn óvild, rótleysi og ánauð. Takist þeim jákvæðu öflum að sigra hin, þá vegnar oss vel. En lúti viðreisnaröflin í lægra haldi, er ó- gæfan vís. Á þessu veltur sjálfstæði vort, farsæld vor og framtíð. “Faðir minn átti fagurt land— Já, víst er það fagurt og óviðjafnan- legt, var og verður. Óhappaverk er að ræna það fegurð sinni. En hitt er ekki heldur giftusamlegt að svifta það menningu og minningum. Þau ódæði eru framin með því að van- rækja skyldurnar við góðar arfleifðir og vanhelga dýra dóma. Þeir, sem trúa á sjóinn einan, harma það ekki, þó að eitthvað af kotbæjum fari í auðn. Vér hinir, sem trúum á landið, söknum þess, og vitum, að við hverja eydda jörð minkar ísland, nema önnur ný sé bygð í staðinn. Oss er það ljóst, að menningarleg verðmæti fara forgörð- um í hvert skifti, þegar skilið er við býli í heiðadalnum og á ströndinni við ysta haf í hinsta sinni. Jafnframt því að seinustu heimamennirnir fara úr gamla bænum, hverfa þaðan og fyrnast þjóðlegar minningar og sér- kenni, sem eiga hvergi sína líka full- komlega. Örnefni glatast; munn- mæli rofna úr tengslum við upphaf sitt; lífshættir, bundnir staðnum, ganga úr gildi; vissar lyndiseinkunn- ir veslast upp; jafnvel ákveðin sér- kenni tungunnar, orða og hreims, þurkast út. Á þessu verða síðla ráðnar bætur til fulls. En vér þörfnumst rækilegr- ar endurskoðunar á öllum þeim gull- um, sem vér erum að týna; gildi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.