Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 103
KYNNI MÍN AF VESTUR-ÍSLENSKRI HLJÓMLIST
81
olboði framhjá heimilinu sínu. En
þess ber að gæta að Jóhann hafði lítt
eyra fyrir söng og sagði að alt væri
sawa, harmonika, horn og hárgreiða.
Eftir þetta consert skrifaði Sigurð-
ur mér bréf og bað mig að rita um sig
grein í viðurkenningarskyni og birta
hana í Heimskringlu. Eg benti hon-
Um á, að þar væri maður söngvinn í
ri'tstjórasessi, skyldi hann fara þar
inn og syngja “Heiðstirnd bláa”, hvað
Sem ritstjórinn segði; og ef hann
kæmist upp með það, mundi ritstjór-
lnn fara að hlusta og sennilega skrifa
uni hann ritstjórnargrein. Um það
leyti sagði ritstjórinn stöðu sinni
iausri og hvarf mjög skyndilega til
íslands.
Okkar einkennilegustu og eftir-
tektarverðustu söngkonu sá eg á dög-
Um séra Bjarna Thorarensens fara
með “Soda biscuit box” upp á söng-
Pallinn í Tjaldbúðarkirkju í Winni-
Peg, um hámessu og syngja með
sóngflokknum og éta soda biscuit
með.
■^étt er að geta þess, að sjálfur var
eg einu sinni beðinn að koma fram
°Pmberlega og syngja einsöng, og
gerði eg það fyrir fullu húsi, en hef
aldrei verið beðinn um það síðan.
í Winnipeg var maður sem Jó-
annes hét, eg veit ekki hvers sbn
ann var og eg ímynda mér að fáir
Vltl það. Hann bjó í Heilagsanda
terracinu á Kate. Eg nefni hann af
Pví að hann var líklegur til frægðar
°S frama, lék vel á píanó en ekki
nema eitt lag: Paderewskys Menuet,
alúrei annað. Hann hefir gert sér
Srein fyrir því að lífið er stutt og
e^ki tími til að æfa nema eitt lag til
a gera því sæmileg skil.
Prú Láru Bjarnason gætti mjög í
sönglífi íslendinga í Nýja-íslandi á
landnámsárunum og síðar í Winni-
peg. Hún var góð söngkona og lék
vel á guitar. Hún er ef til vill fyrsta
íslenska kona í Canada, sem eignað-
ist piano og lærði að leika á það. Sé
það rangt hjá mér skal hafa annað
sem réttara þykir. Mun Gunnsteinn
Eyjólfsson, afburða sönglistarmaður
og tónskáld hafa fengið sína fyrstu
tilsögn hjá henni.
Gunnsteinn var maður sem ekki
lét mikið yfir sér, en gerðist strax á
unga aldri víðkunnur fyrir hæfileika
sína. Sagði Sigurður tónskáld Helga-
son mér, er eg hitti hann í Blaine, að
hann tæki Gunnstein sem tónskáld
langt fram yfir alla íslendinga sem
við tónsmíði hefðu fengist í Vestur-
heimi. Fékk Gunnsteinn fyrstu verð-
laun sem íslendingadagsnefndin
veitti fyrir besta lagið í samkepninni
um árið, en Hjörtur Lárusson önnur.
Þeir sem um dæmdu voru Gísli Jóns-
son og prófessor Steingrímur Hall.
Samtíða Gunnsteini voru margir
merkismenn á tónlistarsviðinu þ. á
m. Haraldur Sigurgeirsson sem hefir
ef til vill tekið öllum fram að leika á
stofuorgel. Eg skil ekki enn í dag,
hvernig hann gat gert svo ómerki-
legt hljóðfæri dýrlegt. Fékst hann
og við tónsmíði, kom eitt lag út eftir
hann sérpentað og hét það: Frelsis-
söngur.
Sönglist á Gimli annaðist um tíma
frú Kr. Paulson og var mælt, að henni
færist það vel. Þar var og Sigurður
Thorarensen ágætur gáfumaður,.
söngelskur og hafði á hendi söng-
stjórn.
Stefán E. Davíðson, sem lengi hef-
ir átt heima í Selkirk, lagði mikla
stund á sönglist, lék vel á cornet, lék