Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 137
ÞINGTÍÐINDI
115
bjóðum hina nýju deild hjartanlega vel-
komna í félagið. Jafnframt því, sem vér
óskum henni langra og blessunarríkra
starfsdaga, vil eg í félagsins nafni þakka
próf. Oleson ötula forgöngu í þessu máli
og öllum þeim vinum félags vors og
styrktarmönnum, sem studdu hann að
starfi, en meðal þeirra var fyrv. forseti
félags vors og umboðsmaður þess á
vesturströndinni, séra Albert E. Krist-
jánsson.
Nefnist hið nýja félag “Ströndin” og
er stjórnarnefnd þess skipuð eftirfarandi
niönnum: Forseti, próf. Tryggvi J. Ole-
son; vara-forseti, Óðinn Thorsteinssor.
Thornton; skrifari, Stefán Kristjánsson;
vara-skrifari, Einar Haralds; féhirðir,
Óskar Hávarðarson (Howardson); vara-
féhirðir, Sam Samson, og skjalavörður,
Stefán Árnason.
Undirbúningi að deildarstofnun að
Lundar var einnig haldið áfram, og vann
Utari, séra Halldór E. Johnson, sérstak-
lega að þvi, með aðstoð ýmsra annara
góðra manna norður þar. Hafði út-
breiðsluferð þangað með deildarstofnun
i huga verið ákveðin síðastliðið haust,
°g kom forseti norður til Winnipeg sér-
staklega til þess að taka þátt í þeirri
ferð, ásamt með skjalaverði, Ólafi Pét-
úrsson, og Bergþór Emil Johnson, fyrv.
ritara félagsins, er góðfúslega höfðu
fánað bil til ferðarinnar og lofast til að
taka þátt í henni; einnig var i ráði, að
vara-forseti, séra Valdimar J. Eylands,
Vrði með í förinni. — Vegna rigninga og
ófærra vega, varð þó að hverfa frá þeirri
ferð að því sinni. Voru það oss öllum,
Sem þar áttum hlut að máli, mikil von-
^rigði, að þannig skyldi fara. Biður það
blutverk því næstu stjórnarnefndar að
byggja á þeim grundvelli, sem þegar
befir lagður verið að deildarstofnun á
búndar, og er eg ekki í neinum vafa um,
að það geti tekist, þvi að margt er ágætra
Islenöinga á þeim slóðum, sem bera í
brjósti ræktarhug til ættlands síns og
6ru menningarerfðir vorar hugstæðar.
b-u í þjóðræknisstarfsemi vorri sann-
j*®* eftirminnilega hið fornkveðna, að
Pað er hvorki minni vandi né ómikil-
^®gara að gæta fengins fjár en afla
Pess. Því er það grundvallaratriði í út-
breiðslustarfinu að halda sem nánustu
og fjölþættustu sambandi við hinar
eldri deildir félagsins, jafnhliða stofnun
nýrra deilda. Að viðhaldi þess sambands
hefir einnig verið unnið með ýmsum
hætti á árinu af hálfu stjórnarnefndar-
innar.
Vara-forseti heimsótti deildina í Ár-
borg og flutti erindi á Laugardagsskóla
samkömu hennar. Hann hefir einnig
flutt kveðjur félagsins við ýms tækifæri,
svo sem á íslendingadeginum að Gimli.
Ritari heimsótti deildarfólk í Saskat-
chewan, er hann dvaldi á þeim slóðum
um tíma í haust. Geta má þess í því
sambandi, að fjármálaritari er forseti
deildarinnar “Frón”, og vara-fjármála-
ritari, séra Egill H. Fáfnis, var forseti
deildarinnar í Argyle þangað til hann
flutti úr bygðinni síðastliðið haust.
Forseti hefir á árinu heimsótt deildar-
fólk í Mikley og Norður-Dakota og flut.t
erindi á samkomum í þeim bygðalögum;
einnig flutti hann ræður á Islendinga-
degi sambandsdeildarinnar “Vísir” i
Chicago, og á opinberri samkomu deild-
arinnar “Frón”, er síðar mun getið; enn-
fremur á 70 ára afmælishátíð íslensku
bygðanna í Minnesota og á árssamkomu
Islendingafélagsins í Fargo, og flutti að
sjálfsögðu á báðum þeim stöðum kveðj-
ur frá félaginu; það hefir hann einnig
gert víðar á samkomum, meðal annars
á 60 ára minningarhátíð Hins evang,-
lúterska kirkjufélags, er haldin var í
Winnipeg. Auk þess sendi hann mörg-
um íslendingadögunum, sér i lagi þeim,
er deildir félagsins stóðu að, og öðrum
samkomum íslenskum, bréflegar kveðjur
félagsins. Forseti hefir einnig haldið á-
fram landkynningarstarfi sinu í þágu
íslands og Islendinga með ræðum og
erindum á ensku máli um íslensk efni,
og með greinum og ritdómum um sömu
efni í amerískum og canadiskum tíma-
ritum. Meðal annars hefir hann nýlokið
við yfirlit yfir islenskar bókmentir að
fornu og nýju, sem út kemur bráðlega í
New York í yfirgripsmiklu safnriti um
heimsbókmentir.
Mun þá hið helsta talið af viðleitni
stjórnarnefndarinnar að útbreiðslumál-
unum, en sjálfar hafa deildirnar unnið