Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Síða 147
ÞINGTÍÐINDI
125
ildum að skýrslan frá Mountain siðast-
liðið ár, hafi þótt alt of löng, og að rit-
stjóra Tímaritsins hafi verið falið að
stytta hana. (Hann gerði það ekki).
Árið 1944 verður talið sérstætt í sögu
islensku þjóðarinnar, vegna hinna ein-
stæðu viðburða sem þá áttu sér stað, en
það voru þessi merku og söguríku tíma-
mót, sem urðu víst orsök þess að eg fór
út yfir skýrslu takmörkin.
Deildin hélt nokkra fundi á árinu, og
samkomu á Mountain 18. júni, sem var
ágaetlega sótt.
30. nóv. var þeim hjónunum Mr. og
Mrs. R. H. Ragnar haldið fjölment sam-
sæti og boðin velkomin. Var það Karla-
kórinn á Mountain og Báran, sem sáu
um tilhögun alla. Þetta kvöld skipuðu
ennfremur heiðurssæti um 20 heim-
komnir hermenn, meirihlutinn af þess-
um hóp leystur frá herþjónustu, þar sem
aftur á móti nokkrir þurftu að fara til
baka til þess að gegna frekari herskyldu.
Forseti Karlakórsins, Mr. Steve Hall-
grímson, skipaði forsæti á þessari sam-
komu, sem var hin ánægjulegasta.
A. M. Ásgrímsson, skrifari
J. J. Bildfell lagði til, að afgreiðslu
skýrslunnar sé frestað þar til fulltrúar
úeildarinnar komi til þings. Tillöguna
studdi Eldjárn Johnson og var hún sam-
þýkt.
Skýrsla deildarinnar “Isafold” í Riv-
erton lesin af skrifara. >
Skýrsla deildarinnar "ísafold",
Riverton, Man.
Á ársfundi deildarinnar “Isafold” var
þessi starfsnefnd kosin fyrir komandi
ár (1946):
Forseti: Mr. S. Thorvaldson, M.B.E,
endurkosinn
Vara-forseti: Mr. G. Sigmundson, end-
urkosinn.
Ritari: Mrs. Kristín S. Benedictson,
endurkosin.
Vara-ritari: Mrs. Anna Árnason, end-
urkosin.
Fjármálaritari, Mr. E. Johnson, end-
urkosinn.
Vara-fjármálaritari: Mr. F. V. Bene-
dictson.
Skjalavörður: Mr. Árni Brandson, end-
urkosinn.
Deildin hefir safnað $105.50 í námssjóð
ungfrú Agnesar Sigurðsson, sem nú hef-
ir verið sent til féhirðis Þjóðræknisfé-
lagsins.
Atkvæði féllu eindregið með breyt-
ingu á þingtima, og var álitið að frá 1.
til 10. júní væri hentugra timabil en
eins og hefir verið undanfarin ár.
Erindsrekar til að senda á Þjóðræknis-
þingið voru kosnar: Mrs. Anna Árnason
og Mrs. Valgerður Coghill, og til vara Mr.
F. P. Sigurðsson.
Viðvikjandi húsbyggingarmálinu var
gerð svohljóðandi uppástunga: “Þessi
deild sér sér ekki fært að leggja þessu
máli liðsinni að svo stöddu”, og var það
stutt og samþykt.
Meðlimir þessarar deildar eru nú sem
stendur 27 fullorðnir og 12 börn (eða
nálægt því).
Kristín S. Benedictson, ritari
J. J. Bíldfell lagði til að skýrslan sé
viðtekin, Einar Magnússon studdi. Sam-
þykt.
Skýrsla deildarinnar “Aldan” í Blaine
lesin af ritara.
Stutt skýrsla yfir starf þjóðrœknisdeild-
arinnar "Aldan", að Blaine, Wash.,
fyrir árið 1945.
Við árslok 1945, taldi deildin 65 gilda
meðlimi. Alt starf deildarinnar hafði
gengið ágætlega vel, fjórir almennir
fundir voru haldnir, allir vel sóttir, og
yfirfljótandi verkefni lágu fyrir öllum
fundunum.
Deildin hélt hátíðlegan Lýðræðisdag-
inn 17. júní í Blaine City Hall, við ágæta
aðsókn, og mjög vandaða skemtiskrá
undir leiðslu hr Sigurðar Helgasonar,
tónskálds.
Aðal starfsmál deildarinnar. — Þau
mál eru þrjú, sem deildin leggur sér-
staka áherslu á að hrint sé til fram-
kvæmda.
Fyrst — að Lýðræðisdagurinn 17. júní
sé haldinn hátíðlegur hér í Blaine og
grendinni, og að ávalt sé vandað til
þess merka hátíðarhalds eftir bestu getu
deildarinnar.