Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Qupperneq 164
142
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
studda af Lúðvík Hólm, að þingtímanum
sé breytt frá febrúar til nóvember. Til-
lagan feld.
Þá bar Ólafur Pétursson fram þá til-
lögu, rökstudda, að stjórnarnefndinni sé
falið að komast í samband við deildirn-
ar til endanlegrar afgreiðslu. Stakk hann
upp á því, að atkvœðamiðar verði sendir
öllum deildum eftir meðlimatölu og að
deildirnar sjái um að atkvæði séu greidd
um þetta mál. Tillöguna studdi Ari
Magnússon og var hún samþykt.
Þá las forseti bréf frá Guðjóni Frið-
rikssyni í Selkirk þess efnis, að heppi-
legt myndi vera, að meðlimir Þjóðrækn
isfélagsins auðkendust með félagsmerki,
svo sem siður er í mörgum hérlendum
félögum.
Það var tillaga J. J. Bíldfells að vænt-
anlegri framkvæmdarnefnd væri falið
málið til athugunar og afgreiðslu. Til-
lagan studd af Th. Gíslasyni og samþykt.
Þá lá fyrir skýrsla þingnefndarinnar i
útbreiðslumálum, lesin af séra Agli H.
Fáfnis.
Útbreiðslumálanefnd
Nefndin í útbreiðslumálum leyfir sér
að leggja fyrir hið háttvirta þing eftir-
farandi:
1. Þingið þakkar forseta árvekni og
áhuga, lipurð og dugnað hvivetpa í
starfi sínu á liðna árinu.
2. Þingið þakkar stjórnarnefndinni
fyrir þann áhuga sem hún hefir sýnt i
tilraunum sínum að halda við íslensk-
um málum og efla áhuga fyrir öllum ís-
lenskum verðmætum.
3. Nefndin mælir með því að félagið
geri sitt besta til þess að styrkja deildir
með því að senda út áhugasama menn,
sem vekji og viðhaldi áhuga deildar-
manna fyrir starfi sínu.
4. Þar sem okkur er ljóst að heim-
sókn hinna ágætu gesta af ættjörðinni á
liðnum árum hefir elft og útbreitt starf
vort hérna megin hafsins og sú heimsókn
var möguleg vegna höfðingsskapar
heimaþjóðarinnar, vill nefndin leggja
til að athugað sé nú ákveðið, hvort ekki
séu möguleikar fyrir hendi að Þjóð-
ræknisfélagið bjóði góðum gesti í heim-
sókn til vor á okkar kostnað, helst á
næsta sumri.
Skrifari lagði til að skýrslan sé rædd
lið fyrir lið. Stutt a-f Halldóri Gíslasyni
og samþykt.
Tillaga skrifara, að fyrsti liður sé sam-
þyktur. Stutt af séra Valdimar Eylands
og samþykt.
Tillaga séra Valdimars, að annar liður
sé samþyktur, stutt af mörgum og sam-
þykt.
Þriðji liður samþyktur með því, að all-
ir stóðu á fætur, samkvæmt tillögu rit-
ara, studdri af mörgum.
(Hér vantar í fundargerðina).
Þá lagði formaðurinn i þingnefndinni
í samvinnumálinu við Island, séra V. J-
Eylands, fram skýrslu nefndarinnar.
Samvinnumál við ísland
1. Enn sem fyr, minnist Þjóðræknis-
félagið með þakklæti hinnar miklu sam-
úðar, og hinnar einlægu vináttu sem
það hefir notið frá ríkisstjórn Islands,
og heimaþjóðarinnar á þessu nýliðna
starfsári.
2. Þingið þakkar hinar hlýju kveðjur
sem bárust frá forseta Islands, herra
Sveini Björnssyni, frá biskupi Islands,
herra Sigurgeir Sigurðssyni, dr. theol-,
frá Þjóðræknisfélagi Islendinga *
Reykjavík, Vestur-Islendinga félaginu,
og öðrum félögum og einstaklingum-
3. Þingið þakkar heimsókn hinna
göfugu læknishjóna, Ingólfs Gíslasonai
og Oddnýjar Vigfúsdóttur, sem á þessu
þingi hafa svo mjög glatt hugi vora-
Mun oss ekki skjótlega úr minni lí®a
hinn lífsglaði læknir, hinar fjörugu
fróðlegu ræður hans, og heilbrigða l'ís
speki.
4. Þingið samfagnar ræðismanni ís'
lands hér, og ritstjórum íslensku viku
blaðanna i Winnipeg í tilefni af heim
boði því til íslands á komanda sumr'"
sem þeim hefir borist frá Þjóðrseknisfe
lagi Islendinga í Reykjavík, og hyg&u‘
gott til þeirrar gagnkvæmu kynningar