Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Síða 165
ÞINGTÍÐINDI
143
starfsemi, sem af þeirri heimsókn mun
leiöa.
5. Þingið þakkar aðstoð þá sem Þjóð-
ræknisfélagið á fslandi hefir veitt í sam-
bandi við útbreiðslu Tímaritsins og Sögu
íslendinga í Vesturheimi í landi þar.
6. Þingið hvetur meðlimi félagsins
°g aðra Vestur-lslendinga til samvinnu
við Mentamálaráð fslands og Þjóðvinafé-
lagið i sambandi við söfnun þjóðlegra
fræða og felur stjórnarnefnd sinni að
annast um fyrirgreiðslu og framkvæmd-
h í þvi efni.
7. Þingið finnur til þess, að mjög
hallar á oss Vestur íslendinga að því er
snertir samvinnumál við ísland, þannig
að vér höfum verið þiggjendur fremur
en virkir þátttakendur í þeim viðskift-
nrn, og vill leyfa sér að benda félags-
mönnum og öðrum íslendingum hér á,
að til þess að koma þessu máli í heil-
brigðara horf þurfum vér að leggja
meira á oss i þessum efnum en veriö
hefir.
8- Þingið telur að vakandi samband
yið heimaþjóðina á fslandi sé hið þýð-
mgarmesta mál, og eitt af höfuð skil-
Vrðum fyrir framtíð félags vors. Telur
hingið að slíku sambandi verði best
náð með gagnkvæmum skiftum náms-
fólks í sumarfrium, öðrum skiftum
slarfsmanna, og heimsóknum milli land-
anna. Þingið felur stjórnarriefnd sinni
að athuga möguleikana á framkvæmd-
únr i þessum málum í samráði við stjórn
fóðræknisfélags íslands.
V. J. Eylands
J. J. Bíldfell
G. L. Jóhannson
H. Peterson
Dr. S. E. Björnson
Tillaga skrifara studd af Th. Gísla-
yni. að málið sé tekið fyrir lið fyrir lið.
1 iagan samþykt.
Tillaga skrifara, að fyrsti liður sé
arnÞyiktur, studd af séra Valdimar Ey-
ands 0g samþykt.
Tillaga séra V. J. Eylands, að annar
liður sé samþyktur, studd af mörgum og
samþykt.
Þriðji liður samþyktur með því, að allir
stóðu á fætur, samkvæmt tillögu ritara,
er margir studdu.
Guðmann Levy lagði til en Th. Gísla-
son studdi, að fjórði liður sé samþyktur.
Samþykt.
Tillaga Ásgeirs Bjarnasonar sem Guð-
mann Levy studdi, að fimti liður sé sam-
þyktur. Samþykt.
Haraldur Olson stakk upip á og Lúð-
vík Hólm studdi, að sjötti liður sé sam-
þyktur. Samþykt.
jón Jóhannson gerði það að tillögu.
g0i^ Asgeir Bjarnason studdi, að sjötti
liður sé samþyktur. Samþykt.
Tillaga frá Haraldi Olson sem Halldór
Gíslason studdi, að áttundi liður sé sam-
þyktur. Samþykt.
Nefndar álitið i heild sinni síðan sam-
þykt, eftir tillögu séra V. J. Eylands, sem
Guðmann Levy studdi.
Þá lá fyrir skýrsla fjármálanefndar
þingsins, lesin af Mr. Pálmason.
Fjármálanefnd þingsins hefir yfirfarið
skjöl, skilyrði og skýrslur embættis-
manna félagsins fyrir árið 1945 og fund-
ið þær réttar, samber öllum endurskoð-
uðum reikningum ársins. Leggjum við
þvi til að þér séu samþyktar eins og þær
liggja fyrir.
S. Pálmason
W. G. Hillman
Á. P. Jóhannsson
Samþykt að tillögu G. L. Jóhannssonar
studdri af Sveini Pálmasyni.
Þá lá fyrir álit þingnefndarinnar i
söfnun sögugagna, framlagt af T. J.
Gíslasyni.
Nefndarálit þingnefndar í söfnun sögu-
'gagna og þjóðlegs fróðleiks
1. Nefndin leggur til að milliþinga-
nefnd sú, sem starfandi hefir verið i mál-
inu sé endurkosin.
2. Ennfremur, að stjórnarnefnd sé