Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Síða 167
ÞINGTÍÐINDI
145
Álit þingneíndar í frœðslumálum
Vegna þess hve deildunum veitti erfitt.
að starfrækja islenskukenslu fóru þær
margar fram á, að Þjóðræknisfélagið
veitti fé til þessarar starfsemi, i þeirri
von, að auðveldara yrði að fá kennara,
ef hægt væri að veita þeim ofurlitla
þóknun fyrir starf þeirra. Félagið hefir
nú, í tvö ár afgreitt heimild til peninga
útborganna í þeim tilgangi. Þessi til-
raun bar ekki tilætlaðan árangur; það er
þvi auðséð að fara verður aðra leið. —
Þessvegna leggur nefndin til:
1. Að í stað þess verði því fé, sem
Veitt er til fræðslumála framvegis, varið
til þess, að félagið ráði og launi í sam
ráði og samvinnu við deildirnar, far-
kennara í íslensku, er ferðist um milli
þeirra til þess að hafa umsjón með kensl-
unni og annist hana eftir því, sem þörf
krefur og ástæður leyfa.
2. Nefndin álítur, að æskilegt væri
að deildir reyni á allan hátt að útbreiða
uieðal æskulýðs vors fyrirlestra þá, um
sögu íslands og bókmentir, sem fluttir
voru siðastliðið ár af fólki úr stjórnar-
uefnd Þjóðræknisfélagsins og fólki úr
Icelandic Canadian Club, og gefnir hafa
Verið út undir nafninu “Iceland’s Thous-
and Years”. Þeir myndu e. t. v. vekja
áhuga hjá því fyrir íslensku námi. Þá
öók, ásamt Baldursbrá, mætti ennfremur
Sefa sem verðlaun, þeim börnum sem
skara fram úr í íslensku námi.
3. Nefndin álítur að það muni hjálpa
tuikið til að íslensku ....
(Hér vantar niðurlagið á þetta nefnd-
arálit; sem sýnist hafa verið í 4 liðum.
^ar þannig afhent frá skrifara félagsins.
Ritstj.).
1'illaga A. E. Johnson, studd af Mrs. H.
c- Josephson, að skýrslan sé rædd lið
^yrir lið. Samþykt.
1'illaga Miss Vidal að fyrsti liður sé
SarnÞyktur, tillagan studd af A. E. John-
Son- Samþykt.
^illaga G. Levy, að annar liður sé
samþyktur. Tillagan studd af Hillman
°S samþykt.
Tillaga A. E. Johnson, að þriðji liður
sé samþyktur, stutt af Mrs. Backmann
og samþykt.
Tillaga Kristjáns Indriðasonar, að
fjórði liður sé samþyktur og stutt af
mörgum. Samþykt.
Nefndarálitið síðan samþykt í heild
sinni eftir tillögu Kristjáns Indriðason-
ar, sem margir studdu.
Þingnefndin um kennara embætti við
Háskóla Manitoba-fylkis lagði fram álit
sitt, sem séra V. J. Eylands las.
Kennaraembœttið við Háskóla
Manitoba-íylkis
Þingið fagnar því, að málið um stofn-
un kennaraembættis í islenskum fræð-
um við Manitoba háskólann hefir verið
endurvakið á meðal Islendinga hér, telur
það eitt hið þýðingarmesta mál hvað
snertir framtíð íslensks máls og menn-
ingar i landi hér, gleðst yfir höfðingleg-
um tillögum, sem þegar eru framkomin
til þessa fyrirtækis og vingjarnlegum
undirtektum háskólaráðs í sambandi
við stofnun þessa embættis. Vill þingið
nú hvetja meðlimi félagsins og aðra Is-
lendinga til að efla þessa hugsjón með
ráðum og dáð, uns framkvæmdum er
náð.
Þingið felur stjórnarnefndinni að Ijá
þessu máli lið sitt á hvern þann hátt,
sem henni er unt, í samráði við formæl -
endur þess.
Valdimar J. Eylands
J. J. Bíldfell
Ólafur Pétursson
Grettir Leó Jóhannson
Guðm. Fjeldsted
Tillaga V. J. Eylands að nefndarálitið
sé samþykt, stutt af J. J. Bíldfell. Sam-
þykt.
Nefndarálit þingnefndarinnar í bygg-
ingarmálinu framlagt af dr. Sig. Júl.
Jóhannessyni.
Nefndin, sem kosin var á þessu þingi
til að athuga möguleikana á því, að