Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Qupperneq 168
146
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
bygt verði samkomuhús fyrir Islendinga
í Winnipeg, litur svo á, að fylsta þörf sé,
að slík bygging komist upp hið bráðasta.
Nefndin leyfir sér að leggja til, að
þrír menn séu útnefndir á þessu þingi,
sem í samráði við aðra útnefnda af þeim
íslensku félögum, sem vilja taka þátt í
þessum framkvaemdum, og starfi að
framgöngu málsins og safni fé til þess,
ef þess er kostur.
Th. Gíslason
Ari Magnússon
Séra Egill Fáfnis
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson
Valdi Jóhannsson
Tillaga séra Egils Fáfnis, að nefnd-
arálitið sé samþykt í heild sinni. Til-
lagan studd af Ólafi Péturssyni. Sam-
þykt.
Samkvœmt því átti þingið að kjósa
þriggja manna milliþinganefnd, en þar
sem það reyndist ókleift, gerði Eldjárn
Johnson þá tillögu, að forseti skipi þrjá
menn í nefndina. Kr. Indriðason studdi
tillöguna og var hún samþykt. Útnefn-
ingu frestað.
Nefndarálitið síðan samþykt með á-
orðnum breytingum samkvæmt tillögu
A. E. Johnson, sem Kristján Indriðason
studdi.
Séra Runólfur Marteinsson kom nú
fyrir þingið og skýrði frá því, að honum
hefði verið falið, af mentamálaráði Is-
lands að semja ævisögur þeirra dr. Jóns
Bjarnasonar og Thomasar Johnson, fyrr-
ium dómsmálaráðherra, ennfremur, að
nú væri safnað til sögu hinna ýmsu
Jjjóðflokka í Manitoba-fylki og hefði við-
komandi aðiljar farið þess á leit við sig,
að standast fyrir því, að þvi er viðkemur
Islendingum. Hét hann á menn, að
verða sér til aðstoðar og safna öllum
sögulegum gögnum, bæði er snertir hina
tvo tilteknu heiðursmenn, og eins að
því, er snertir sögu Islendinga hér í
fylkinu í heild sinni.
Þá var vikið að kosningu embættis-
manna fyrir næsta ár. Formaður útnefn-
ingarnefndar, G. E. Eyford, lagði .fram
tilmæli nefndarinnar og mælti með
þessum.
Fyrir forseta: séra Valdimar J. Ey-
lands. Kosinn í einu hljóði.
Fyrir vara-forseta: séra Philip M. Pét
ursson, Kosinn í einu hljóði.
Fyrir skrifara: séra Halldór E. John-
son. Kosinn í einu hljóði.
Fyrir vara-skrifara: Jón Ásgeirsson.
Kosinn í einu hljóði.
Fyrir féhirðir: Grettir L. Jóhannson.
Kosinn í einu hljóði.
Fyrir vara-féhirðir: séra Egill Fáfnis.
Kosinn i einu hljóði.
Fyrir fjármálaritara: Guðmann Levy.
Kosinn í einu hljóði.
Fyrir vara-fjármálaritara: Árni G.
Eggertson. Kosinn í einu hljóð.i
Fyrir skjala- og eignavörð: Ólafur
Pétursson. Kosinn i einu hljóði.
Gjaldkeri gaf upplýsingar viðvíkjandi
karlakórnum frá Islandi, sem er ráðinn
til að syngja í Winnipeg seint i október
og greindi frá því að leitast hefði verið
við, að fá hann til að gefa “open con-
cert’’ svo Islendingum gæfist betri kost-
ur á að sækja samkomuna.
Tillaga G. L. Jóhannssonar, að fram-
kvæmdarnefndinni sé falið að sjá um
málið. Lúðvík Hólm studdi tilllöguna
og var hún samþykt.
H. E. Johnson skýrði lauslega frá út
gáfu bókarinnar “Iceland’s Thousand
Years” og þeim ágætu dómum, sem
bókin hefði hlotið. Hvatti deildirnar til
að greiða fyrir útsölunni.
Tillaga Miss Vídals, að forseta °S
skrifara sé falið að svara þeim heilla-
óskaskeytum, sem þinginu hafa borist-
Stutt af Guðmann Levy og samþýkt-
Bar þá Sveinn Pálmason fram Þá
spurningu: hvað stjórnarnefndin hefði
gert í Ingólfssjóðsmálinu?
Las ritari samþykt þá úr fundarbók-
inni, sem gerð hafði verið á nefndar-
fundi: “Stjórnarnefndin sér sér ckk!
fært, að gera nokkrar frekari ráðstafani1