Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Qupperneq 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Qupperneq 32
14 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA spakmála kvæði, og má segja, að þær þýðingar hafi yfirleitt allar nokkuð til síns ágætis, þó að eigi verði hér neinn frekari samanburð- ur gerður á þeim. Stephan er þar sjálfum sér líkur, metur meira hugs- un og blæ en bókstafinn, en hressi- leg er þýðing hans, málfarið kjarn- mikið og oft prýðilega hitt í mark. En svo er kvæði þetta samfellt að efni, að menn njóta þýðingarinnar aðeins til fullnustu með því að lesa hana í heild sinni, og verður því eigi neitt brotasilfur úr henni birt hér. Á það má þó benda, að þegar Kipling segir í kvæðislok, að hver sá, sem að öllu stenst þá prófraun, er hann hefir áður lýst í kvæðinu, geti maður kallast, þá gengur Stephan eigi lengra en að segja: „Og heill sé með þér! Þú ert efni í mann!“ Ekki mun það heldur nein tilvilj- un, að Stephan þýðir þennan próf- stein Kiplings á manndóminn og manndómslundina einmitt á þeim tíma, er mest reyndi á manndóm sjálfs hans og trúnað við sannfær- ingu sína; hitt er á allra vitorði, hvernig hann stóðst þá römmu raun. Allmörgum árum seinna (1924) þýddi Stephan minningarkvæði Kiplings um Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta, “Great-Heart”, og velur kvæðinu heitið „Hjarta- prúður“ í þýðingu sinni (VI., 80—82). Sneri hann kvæðinu á íslenzku að beiðni Aðalsteins Kristjánssonar og ræðir ítarlega um það í bréfi til dr. Rögnvalds Péturssonar 30. marz 1926 (Bréf og ritg., III., 297—98). Segir Stephan meðal annars í um- ræddu bréfi: „En kvæðið átti þann þýðingar-rétt á sér, að það var, í mínum augum, undarlega fallegt og vel kveðið, þessi „keltneski“ kvein- stafa-blær yfir því (eins og haustgola í laufföllnum skógi), hve heimurinn yrði snauðari “When Great-Heart is gone” . . . . Ég hafði því hálfgerða skemmtun af að rubba þetta á ís- lenzku. Sendi svo A. það með at- hugasemd í bréfi, að Roosevelt væri, að mínu áliti, frægari sökum síns bægsla-barnings í orði en á borði.“ En þó Stephan sýnist vilja gera fremur lítið úr þýðingunni, þá er hún mjög vel af hendi leyst, bæði um nákvæmni í hugsun, orðaval og bragarhátt, og honum hefir einnig tekizt að ná tregablænum í frum- kvæðinu, sem hann minnist svo fagurlega á í bréfi sínu. Svo að horfið sé aftur að þýðing- um Stephans í tímaröð, má geta þess, að árið 1920 þýðir hann, undir fornyrðislagi, vísu, er hann nefnir „Örvandils-tá“ (IV., 260—61) með þessum formála: „Forn-ensk vísa eftir Cynewulf: „Eala Earendel", sama sem: „Morgunstjarnan. Laus- lega þýdd.“ En Cynewulf var engil" saxneskt merkisskáld, er uppi var a áttundu öld. Hins vegar er heiti þýðingarinnar sótt í frásögn Snorra- Eddu um það, er Þór bar Örvandib mann Gróu völvu, í meis á baki ser norðan úr Jötunheimum, en ein ta hans hafði staðið upp úr meisnum, „ok var sú frerin, svo at Þórr braut af, ok kastaði upp á himin, ok gerði af stjörnu þá, er heitir Örvandils- tá.“ Er hér enn eitt dæmi þess, hve Stephani voru nærtæk dæmi eða heiti úr fornbókmenntum vorum. Að því er vikið, að hann hefði snemma á árum (1905) þýtt alkunna stöku eftir Robert Burns, „Einn hefir lyst, en á ei kjöt“ (I., 43). Fimmtán árum síðar sneri hann á íslenzku hinu víðkunna og mikið sungna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.