Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Blaðsíða 96

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Blaðsíða 96
78 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA um harmi, en var áður aldrei laus við óyndi og heimþrá, frá því hann flutti vestur. Árið 1884, fór Jón til íslands og mun ætlun hans hafa verið, að setjast að alkominn í Skagafirði og stunda þar lækningar, en hann var ekki lærður læknir og segir sagan, að héraðslæknirinn hafi ýfst við honum en Jón hörundssár og viðkvæmur. Undi hann sér þá ekki heldur heima lengur og fanst sér þar ofaukið, þrátt fyrir mikinn frændafla og vinarhug fólksins. Þar kvæntist Jón í annað sinn Jarþrúði Jónsdóttur, og flutti í öðru sinni írá Skagafirði vestur um haf, eftir árs- dvöl heima. Settust þau hjónin að í Dakota. Þeirra börn tvö: Jón og Margrét. Skömmu eftir hina síðari vesturför andaðist Jón Jónasson úr fótameini í Hamilton (fyrir austan íslenzku nýlenduna) 23. júlí, 1886, hjá Önnu dóttur sinni og Samson manni hennar, og varð nýlendu- mönnum harmdauði. — „Hann var valmenni og einn meðal merkustu íslenzkra frumbyggja í Vestur- heimi“, segir í sögu Þórstínu. En Jónas J. Húnford, sem þekti Jón vel, kveður hann hafa verið velgefinn mann um margt, bezta dreng í aliri raun og gáfurnar skýrar og ljósar, lipurmenni og alúðarmann í allri framkomu við alla, og stundað lækn- ingar sínar með alúð og vandvirkni og hepnast þær oftast vel. Jónas, sonur Jóns læknis Jónas- sonar og Maríu Rögnvaldsdóttur, var fæddur á Syðsta-Vatni 16. marz, 1858, flutti frá Saurbæ með for- eldrum sínum og systrum til Nýja- íslands, 1876, og fór þaðan tvítugur með Jóhanni Hallssyni til Dakota, vorið 1878, en þaðan aftur til Nýja- íslands um sumarið með föður sín- um. Þaðan flutti hann alfarinn til Dakota næsta ár með fjölskyldunni. Hann var einn þeirra, er hjálpaði til þess, að byggja fyrsta bæ Jóhanns Hallssonar. Raunar hlóð hann þo ekki veggina né neytti smíðiskunn- áttu sinnar, heldur hafði hann það starf á hendi, að halda kröftum þeirra við, er bisuðu við bjálkana. Var hann kjörinn matreiðslusveinn. Hefir hann svo lýst brauðgerð sinni, að hann hafi höggvið holu í tré- drumb, sem hann fyllti með hveiti og bleytti í með vatni úr Tunguá og hnoðaði deig úr því, en úr deiginu bjó hann til flatkökur, sem hann síðan steikti við eld. [N.D.-sdgftt Þórstínu, 26—27]. Og glatt á hjalla segir hann að verið hafi þá, þegar bjálkakofinn var reistur í sumaf- blíðunni. Mun það mála sannast, að framtíðarvonir þeirra félaga hafi reist sér höll í huga, meðan hendur þeirra smíðuðu lítinn kofa. AUS staðar blöstu við þeim ónotuð tæki- færi, sem seinna átti að grípa í góðu tómi. „Þeir voru nýir menn í nýjum heimi. Sæluvonin eilífa stigin niðuf á jörðina til að rísa upp í mold hennar“. [Vestmenn, 258]. Þessir eru draumar landnemanna, sem hafa verið, eru og munu enn verða ríkjandi í nýjum landnámum, loft' námum og sænámum jarðarinnar, því þeir stafa frá sömu þörf mann- lífsins og trúin á paradís og ríki himnanna. Og „nemi“ hinna nýju „náma“, má mikið ilt líða eins og hinn gamli, íslenzki landnámsmaður, svo það beri fagrar vonir fram' tíðarinnar ofurliði. — Jónas JónS' son nam land um tvær mílur austur frá Hallsson (í Akra-bygð) • Var það næst austan við bújör Sigurðar Jósúa. Til Alberta flut 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.