Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Blaðsíða 86
68
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Er frá því skýrt 17. september, 1882,
að Pétur ásamt öðrum hafi farið
ofan til Pembina og „tekið borgara-
bréf“.2 * Elín hét systir þeirra bræðra.
En ekki er víst, að hún hafi orðið eftir
heima, 1876. Nefnir Jóhann hana:
„Elín Schram systir“. Hún var hálf-
systir hans og seinni kona Pálma
Hjálmarssonar [II. B„ 297]. Jóhann
Schram ritaði prýðis-fallega hönd.
Hann var vel gefinn maður og vand-
aður til orðs og æðis.
Gunnar J. Hallsson (f. 1853, d. í
Calder, Sask., 20/2, 1948), albróðir
Jóhanns Schrams, flutti með for-
eldrum sínum til Nýja-íslands, 1876.
Hann nam land, 1878, í Akra-bygð,
rétt austan við merkin, sem aðskilja
Akra frá Beaulieu, skamt fyrir
sunnan Hallsson. Gunnar kom
kvæntur að heiman fyrri konu sinni,
Ragnheiði Ingibjörgu Jóhannsdóttur
frá Húsabakka í Skagafirði, er and-
aðist í bólunni í Nýja-íslandi, 6. nóv-
ember, 1876. Seinni kona hans (11.
des., 1880) var Gróa Sigurlaug dóttir
Sölva bónda Húnvetnings Sölvason-
ar frá Ytri-Löngumýri í Blöndudal.
Þótt Gunnar flytti frá föður sínum
á bújörð þá, er hann valdi sér, var
hann alt af hans önnur hönd, einkum
hin síðari ár Jóhanns, eftir að hann
misti Jóhann Schram; en seinustu ár
föður hans, var Gunnar hjá honum
og sá um búskapinn með honum.
Hann var öflugur félagsmaður í
samtökum nýlendumanna, greindur
2) Pétur Jóhannsson Hallssonar, var?S
mörgum árum seinna landnemi I Álfta-
vatnsbygð viö Manitobavatn, og bjó þar
nokkur ár. Þaöan flutti hann vestur á
Kyrrahafsströnd og var þá kvæntur Gunn-
vöru, móöur Baldvins Kristinssonar Haf-
stein, er bjó meö móöur sinni fáein ár þar
i bygöinni, og flutti einnig vestur aÖ hafi.
[Sbr. Álftavatnsbygö (frh.) eftir Sigurð
Baldvinsson, Alm. O. S. Th., 1944, bls. 70].
vel og söngmaður góður sem faðir
hans, og reyndist öllum hinn bezti
drengur. Seinna gerðist Gunnar
landnemi í Lögbergs-nýlendunni í
Saskatchewan-fylki í Canada, sem
fyrrum hét Assiniboia, og á þar aðra
landnemasögu eins og Gísli mágur
hans. Nú dregur Löbergs-bygðin
nafn af pósthúsinu og bænum Calder
í nýlendu þessari. En þótt Gunnar
flytti aftur til Canada, dvaldi hann
þó löngum stundum í Hallsson-bygð-
Kom hann þangað oft og mun þar
hafa fundist sínir „heimahagar
vestan hafs.
Gísli (1851—1927) sonur Egils
bónda að Völlum í Hólmi í Skaga'
firði Gottskálkssonar hreppstjóra
sama staðar, Egilssonar bónda að
Mið-Grund, bróður Konráðs pr°'
fessors í Kaupmannahöfn, en þeh* 1
bræður voru synir Gísla Konráðs-
sonar hins fróða sagnaþuls, sem
fæddur var að Völlum í Hólmi, 18-
júní, 1787. Gísli Egilsson flutti til
Nýja-íslands, 1876, frá Skarðsá í
Skagafirði. Þar kvæntist hann a®
Gimli árið eftir, Ragnheiði Halldóru
(1852—1917) Jóhannsdóttur Halls-
sonar, miðvikudaginn, 19. júlí, 1877-
Þá var mikið um að vera á Gimli, ÞV1
þenna dag messaði séra Jón Bjarnf'
son þar, sem þá var gestur í V-V'
lendunni. Hafði enginn prestur kom
ið þar síðan sumarið áður, að séra
Páll Þorláksson ferðaðist Þal^,
norður. Við messuna var fjöldi
en á undan guðsþjónustunni,
hann saman fimm hjónaefni, sem
hétu: Gísli og Ragnheiður Halldór9’
Jósef Schram, hálfbróðir hennar, ^
Kristín Jónasdóttir, systir Einjh
læknis; Jón Jónsson frá Mun a
Þverá og Guðný Eiríksdóttir; Frl
finnur og Þórdís Kristjánsdót 1