Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Blaðsíða 44
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hinn norræna arf hvorum megin At-
lantsála, sem vér búum.
En það er ekki öllum gefið að
mála svo skýrar myndir og fagrar
sem skáldin gera. En vér hljótum að
njóta samfylgdar þeirra, þótt fljótt
sé yfir sögu farið. Þótt sagan eigi sín-
ar skuggahliðar, á hún einnig sína
sólskinsbletti, sem yndi er á að
horfa, — einnig saga þjóðar vorrar.
Það er að vísu ekki að jafnaði, að
vér, hinir hversdagslegu menn, sjá-
um sýnir, en stundum er skáldunum
unt að bregða þeim skygnihjálmi
yfir oss, að Huldu-hvammar og hólar
opnast og sagan blasir við. Verða
þá vegamótin stundum slík og minn-
ingarnar, að vér sjáum yfir farinn
veg — fáum litið yfir land og sögu.
í eina slíka smáferð langar mig nú
til að fara með yður á þessari stundu,
og vér horfum til baka, til hinna
erfiðu ára, er yfir ísland gengu á
síðasta fjórðungi liðinnar aldar.
Ég sé fyrir mér í anda á þessari
stundu hópa landa minna, mismun-
andi stóra, — börn og fullorðna cg
lotin gamalmenni. Þetta er fátækt
fólk, en stefnufast og sterkt í raun.
Það virðist eiga fárra kosta völ. En
það er eitt, sem því er öllu sameigin-
legt: Það veit hvað það vill. Það vill
vinna. Vinna og verða frjálst og
efnalega sjálfstætt. Það er fólk í
hamingjuleit. Fólk, sem hefur brotið
brýrnar að baki sér og horfir fram;
horfir til óþekktrar framtíðar í
óþekktu landi. Ég sé fylkingarnar
dreifast. Það er unnið hörðum hönd-
um, því að nú er aðeins um tvær
leiðir að velja. — Þær leiðir, sem
íslendingurinn hefur jafnan nefnt
svo: að duga eða drepast. Og það er
auðséð, að allur fjöldinn hugsar sér
hinn fyrri kostinn. Og hann verður
langur vinnudagurinn, eins og hjá
frumfeðrunum heima, þar sem þeir
leggja nótt við dag. En hvað gerir
það til, þótt setjist gigt í lend og
sigg í lófa? Það er verið að nema
land og búa niðjunum lífvænlegri
kjör en þeir áttu við að búa heima
á Fróni.
Og árin líða. Elzta kynslóðm
hverfur í háttinn og hin næsta tekur
við. Dagsins önn er söm, því að lífið
heldur áfram og lífið gefur aldrei
grið. Að nema staðar, væri að týnast
eða deyja. Nei, landneminn íslenzki
á sléttum Canada og öðrum frum-
byggðum Vesturheims þekkti hlut-
verk sitt og reyndist því jafnan trúr.
í þrjá aldarfjórðunga hefur ís-
lenzk hönd erjað hérlenda jörð og
haslað sér baráttuvöll á flestum
sviðum hérlends þjóðlífs. Sú barátta
hefur stundum verið ströng, en hún
er fögur og næsta lærdómsrík.
Þriðja kynslóðin frá elztu land-
nemunum, sem nú er sem óðast að
taka við og víða að komast í fylk-
ingarbrjóst, á að vonum nokkuð
örðugt með að skilja þá sögu, er að
baki liggur, skilja hlutverk og bar-
áttu afa síns og ömmu.
Utan bæjardyranna er al-enskur
heimur, og hefur svo verið frá þvi
fyrsta íslendingar settust hér að, en
hann hefur verið að smáfærast inn
fyrir þröskuld heimilanna og legg]a
þau undir sig, og er það sízt vonum
fyrri, þótt svo sé nú komið sem
komið er. Að baki liggur mikil og
merk saga — baráttusaga yðar fyrir
varðveizlu móðurtungu yðar og ser-
menningar.
Já, ég sé hana fyrir mér í anda,
vinir mínir, baráttusögu feðra yðar
og mæðra hér í landi, og ég dáist ao
þeirri sögu, því að hún er vörðuð af-