Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Qupperneq 74
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
kostlegt við nýlenduna; og ekki
vandratað um hana. En fyrir ókunn-
ugan mann er betra að vita heiti
þess bæjar eða bygðarlags, sem hann
ætlar til“. Þóttist ég lítið græða á
þessum upplýsingum viðvíkjandi
landskika, þar sem nokkrir landar
hokruðu í kargaskógi á vatnsbakk-
anum; en fen og flóar að baki — og
breyti umtalsefninu.
Ekki vænti ég, þú þekkir mann
þar norður frá, sem Oscar Marson
heitir?“
Walter hugsar sig um. — „Marson
— Marson. Nei, og ég þori að full-
yrða, að enginn með því nafni á
fast heimili í Mörk“.
„Þar átti Oscar heima þegar ég
kyntist honum í Winnipeg. Og hann
er maður sem hvergi dyldist. Allra
sízt í Mörk“, bæti ég við, sem aldrei
skyldi verið hafa, því ég sé að Walter
þykir. „Hvað meinar þú með því?“
spyr hann kuldalega. Walter þessum
tók víst jafnsárt til skógarins og
flóanna eins og Oscar í gamla daga.
„Ekki annað en það, að Oscar Mar-
son er svo vel gefinn að sál og lík-
ama, að hann mátti heita alþektur í
Winnipeg eftir að vera þar þrjá
vetur. Og ég hefi fulla ástæðu til að
ætla hann ekki hafa flutt úr ný-
lendunni".
„Hvað er annars langt síðan þú
vissir til að Oscar þessi átti heima í
Mörk?“ spyr Walter og er nú mýkri
á manninn.
„Ja — það mun nú vera fast að
því fimmtíu ár“.
Walter fór að hlæja: „Aðeins tutt-
ugu og fimm árum áður en ég fædd-
ist. En það er nægur tími fyrir
hvern sem er, til að flytja út í heim-
inn, eða alla leið út úr honum“.
Þetta hafði mér aldrei komið til
hugar. Og það fór um mig ónota
hrollur. Sé Oscar, þetta góða, gáfaða
glæsimenni, úr sögunni og minning-
in um hann þurkuð út eins og krítar-
strik af veggtöflu og orðstír ofur-
mannsins fallinn úr munnmælum
sveitunga hans, er líf manns hégómi
— hafi hann ekki skilið eftir eignir
í löndum og lausum aurum. En til
þess hefði ég aldrei treyst Oscar.
Ekki datt mér þó í hug, að hætta við
svo búið, og snúa heim. Til þess er
ég of þrár og þrautseigur. Og skeð
gat, að eldri menn en Walter vissu
hvar fornkunningi minn var niður-
kominn. Hér átti ég ágætan leið-
sögumann, og áfram skyldi ferðinni
haldið — út í Mörk.
„Heyrðu mér, Sam“, segir Walter.
„Ég er hér einn í bíl, og þér er vel-
komið, að verða mér samferða.
Ferðaáætlun þín virðist hvort sem
er fremur óákveðin, svo þú mátt
eins vel keyra heim með mér og
gista hjá okkur í nótt. Á morgun er
útiskemtun við vatnið. Þar verða
ungir og gamlir samankomnir °S
ekki ólíklegt, að þú getir fengið upP'
lýsingar um fornvin þinn“.
Slík greiðasemi hafði mér aldrei
verið sýnd, síðan við Oscar skildum,
og ég tók boðinu með þökkum. „En *
hvaða tilefni er samkoman haldin
spyr ég. „Ó, hún er bara eitt a
þessum ættingjamótum, sem algeró
eru í Mörk“, segir Walter blát
áfram, eins og þetta væri fult svar
upp á spurning mína. „Ætting.!3
mót? Ég hefi heyrt getið um ættar
mót, en þetta orð kannast ég e^ 1
við. Skil það ekki“. „Það er varla
von“, segir Walter. „Gamall ser
vitringur valdi þessum samkomum
okkar nafnið. Á þeim mæta afar,
langafar, langalangafar og ömmurn