Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Blaðsíða 34
16
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
dell Holmes“. Er það laukrétt lýs-
ing, því að þó efni þýðingarinnar sé
hið sama og í frumkvæðinu, þá hefir
Stephan, eins og hann segir í fyrr-
nefndu bréfi til dr. Rögnvalds,
breytt myndinni þannig, að hann
líkir laufinu til manns, og heldur
þeirri samlíkingu frá byrjun til
enda, en svipmikið kvæði er þýðing-
in, þrungin að þróttmikilli hugsun
og á kjarnamáli. Þessi tvö erindi úr
henni lýsa handbragðinu:
„Saman kemur þar um þjóð,
þegar í broddi lífsins það stóð
grósku-grænt,
frost og storma þoldi það.
Þá í skógnum ekkert blað
var svo vænt.
Skorpið upp við skúr og snœ,
skelfur það nú í hverjum blœ,
bleikt og blátt.
Nöldrar: „Af sem áður var!
Allir mínir félagar
liggja lágt.“
Tildrögin að þýðingu Stephans af
hinu kvæði Holmes, „Skeljabobban-
um“ (The Chambered Nautilius),
voru þau, að vinur skáldsins, Jakob
J. Normann í Wynyard, Saskat-
chewan, sem sjálfur er maður skáld-
mæltur vel, hafði sent honum þýð-
ingar kvæðisins eftir Einar Bene-
diktsson og Pál Bjarnason, kaup-
mann í Wynyard og skáld, og hvatt
Stephan til að glíma líka við kvæðið.
Að þessu víkur Stephan síðan í bréfi
til Jakobs 25. marz 1923, en þeir
Einar og Páll höfðu nefnt þýðingu
sína „Kúfunginn“ (Bréf og rit., III.,
84—85).
„Þegar bréf þitt kom í haust með
„Kúfung“ Einars og Páls míns, gat
ég engu sinnt fyrir önnum, en ætl-
aði að reyna þetta, þegar ég kæmist
til. Leit ekki á þýðing E. Læsti hana
niður fyrir sjálfum mér, svo aldrei
stælist ég í hana af ógáti, því það
var rangt gagnvart okkur báðum,
ef ég reyndi líka. Loks greip ég það
vikuna sem leið, las svo E’s., þegar
ég var búinn, eins og ég gat. Hafði
ásett að brenna mitt, yrði það meira
en níu stigum neðar en hans. Þrjú til
sex væru allt, sem mátti muna. Nu
sendi ég þetta, mitt, með kveðju
minni til Páls og því með, að við
kvæði Holmes hafi ég kannazt, dáðst
að því, en ætíð fundizt það ögn of-
kveðið, það er: of saman-rekið, og
þó óþarflega litum glæst. Hitt
var sér, að örðugt er að þýða það,
bæði háttur örðugur og mál kjarn-
yrt. Ég þýði aldrei orðrétt, finnst
það nóg til að vængbrjóta hvern
fugl. Tel allt í því að ná anda, efni
og blæ sem bezt, bæta um, ef maður
kann, skipta um lýsingar og til-
bendingar, sem eiginlegri eru í a'
þýdda málinu, en í sama anda. Þvi
set ég „Dvergaskeið“ fyrir „skálda-
uppgerð“ hjá Holmes, því þar í felst
skáldskapurinn og er gömul Eddu-
saga og falleg. Eins er með Heimdall
í stað Trítons, grísks sægoðs, en
Heimdallur var við hafið ættaður
líka. „Níu em eg systra sonur >
segir hann — eflaust á hann vio
bárurnar, Ægisdætur, sem voru nxU-
Og báðir höfðu þeir lúðra, Tríton og
Heimdallur. Annars reyndi ég a
fara eins léttilega með efnið og
gat, aðeins halda því, sem ekki máttx
missast. Kvæðið var nógu erfit
samt á frummálinu, þó ekki vser1
það líka niður njörvað í þýðing11,
Láttu mig vita, ef P. vantar aftur
handrit sín. Ég skal þá senda ÞaU’