Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Blaðsíða 105
fokdreifar úr ferðinni
87
framhald af einu strætinu. Suður
með tjörninni austanverðri er
hlj ómskálagarðurinn, svonefndi. Þar
er standmynd Jónasar Hallgrímsson-
ar og stytta Thorvaldsens, sem áður
stóð á Austurvelli, en í litlum hólma
suður í mýrinni er Þorfinnur Karls-
efni og hvergi gengt að honum. í
garðinum eru birkihríslur og blóma-
beðir. Þar hlyntu að blómunum
fallegar, ljóshærðar, buxnaklæddar
stúlkur á skólaaldri, og hlýnaði
ttianni um hjartaræturnar að sjá
körnin og blómin í samræmi. Á
Austurvelli miðjum er nú stand-
mynd Jóns Sigurðssonar. Er völlur-
1Iln blómum skreyttur umhverfis
styttuna og fram með gangstígum,
°§ er mjög snyrtilegur, þó lítill sé.
^PPi á Arnarhóli er mynd Ingólfs
Arnarsonar. Þar nálægt mun bær
In§ólfs hafa staðið og hóllinn hlotið
nafn föður hans. Nær Lækjartorginu
standa Kristján konungur IX. og
Hannes Hafstein. En lengst austur á
kólavörðuhæð stendur Leifur
hePni í stafni.
Reykjavík hefir þanið sig út um
nti andnes, hæðir og dældir, svo í
jótu bragði mætti ætla, að hún
^æri helmingi fólksfleiri. Húsin eru
raustlega bygð, en þó fremur þung-
arnaleg útlits, sem kann að stafa af
, > aö þau eru nú öll eða flest gerð
ur sandsteypu. Tígulsteinn sést þar
e ki, 0g ætti þó að vera hægt að baka
ann úr hinum rauðbrúna leir, sem
andið er fult af. Stílhreinustu
yggingarnar eru þjóðleikhúsið og
^askólinn. Gæti það með nauðsyn-
^gum tilbreytingum orðið fram-
g ar hyggingar stíll þjóðarinnar,
s síður en burstirnar og þak-
nuin. Sannfærðist ég betur um
a ’ eftir að ég hafði litið Dyrfjöllin
og Herðubreið að nýu, og básana í
Grímsey, Ásbyrgi og gljúfrin að
sumum jökulánum í landinu. Mætti
það þá með réttu kallast stuðla-
bergsstíll.
Við hafnarbakkann leggjast dag-
lega innlend og útlend skip, með far-
þega og varning; á höfninni byggist
verslun og fiskiveiðar landsins, og
að nokkru leyti iðnaðurinn. Ekki
veit ég hve stór fiskiflotinn er, sem
leitar þar hafnar, né heldur verslun-
in, en megn atvinnunnar hlýtur að
standa þar eða falla. Ótrúlega margir
atvinnuvegir hafa þó risið þar upp.
Var mér sagt að yfir 50 iðnaðar-
greinir væru reknar þar. Skömmu
áður en ég flaug vestur var opnuð
iðnaðarsýning í geysistóru nýbygðu
skólahúsi. Dvaldi ég þar eina kvöld-
stund og hefði komið þangað oftar,
ef tími hefði leyft. Yfir 200 þátttak-
endur voru taldir í sýningunni. Sér-
stakur salur sýndi „Innréttingar“
Skúla Magnússonar, í 200 ára minn-
ingu þeirra. Yfir dyrum margra sýn-
ingarskálanna voru einkunnarorð úr
kvæðum skáldanna, og fanst mér það
kynleg mótsetning við það, sem svo
margir voru að koma mér í trú um,
að enginn læsi né kærði sig lengur
um ljóð á íslandi.
Á sólheiðum síð-júní nóttum er
yndislegt um að litast í Reykjavík.
Eina slíka nótt var ég á ferð ofan
úr Öskjuhlíð og niður á Tjarnarbrú,
og undraðist litafegurðina. Sjaldan
hefi ég saknað þess meira, hversu
orðfá íslenskan er um liti og lit-
brigði. Það stoðar lítið að tauta fyrir
munni sér: „gulur, rauður, grænn og
blár“, þegar maður stendur í „must-
eri allrar dýrðar“, baðaður í Ijós-
flóði þeirra lita, sem ekki verða