Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Blaðsíða 48

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Blaðsíða 48
30 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Því vík ég aftur að því, er ég áðan sagði um hið síðasta og merka fram- tak yðar til varðveizlu og eflingar íslenzku máli og menningu hér í álfu, — stofnun hins íslenzka kenn- arastóls og íslenzks bókasafns við Manitoba-háskóla. Væntanlega verð- ur það bornum og óbornum kynslóð- um álfunnar af ýmsum þjóðum, ekki aðeins íslenzkum, en engilsaxnesk- um og öðrum engu síður, sá Urðar- brunnur, sem þær munu sækja í þekking og svölun á komandi árum og öldum. Ég fagna því, að hafa fengið að vera með í að leggja stein, þótt lítill sé, í þá framtíðarbyggingu. En eins og gamalt íslenzkt mál- tæki segir, að það sé ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla, svo hvílir nú á oss öllum, niðjum hins norræna kyns, sá vandi, að gæta þess menningararfs og ættar- aðals, sem vér höfum hlotið í vöggu- gjöf. Er oss öllum, í þeim sökum, mikill vandi á höndum, og þá ekki sízt yður, hinu íslenzka þjóðarbroti hér, mitt í hinu mikla hafi þjóða og þjóðtungna. Um margar aldir hefur heima- þjóðin barizt harðri baráttu og drengilegri fyrir tilveru sinni, tungu og menning. — í þrjá aldarfjórð- unga fulla, hafið þér, íslendingar í Vesturheimi, háð yðar þjóðernisbar- áttu og gegnir kannske furðu, má segja, hve vel þér hafið varizt til þessa. En sem að líkum lætur, að athuguðum aðstæðum öllum, gerist nú æ þyngra fyrir fæti í þeirri bar- áttu. — Sú spurning leitar líka á huga margra með æ vaxandi þunga: Hvaða ástæðu hef ég til að vera að leggja á mig auka-erfiði vegna máls og menningar smáþjóðar, sem ég eitt sinn tilheyrði. Ég er löngu orðinn kanadiskur borgari með enska tungu, enska siði og menningu og enskar skyldur? Eflaust verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig það stóra alvöruefni, er felst í þessari miklu spurningu. — Ég sem er aðeins ferðamaður hér um stund, lít hins vegar svo á, að bæði hinn norræni kynstofn sjálfur, svo og tunga hans og sú menning, er hann hefur skap- að á liðnum öldum, sé allt í senn þess vert, og hafi sýnt gegnum ald- anna straum þá kosti, að ástæða se til að fagna yfir því, að vera kvistur á þeim meiði og mikið sé á sig leggj' andi til að hlynna að viðhaldi og vexti norræns máls og norræns anda. Ég fæ hvergi séð, að sú fyrir- höfn, er börn og aðrir hér leggja a sig til að læra íslenzka tungu, se þeim erfiði eitt án árangurs, eða •— eins og sumir jafnvel segja, að það hefti ensku-kunnáttu unglinga. Mér virðist sagan sýna hið gagnstæða, sem og er skiljanlegt. Því að íslenzk tunga, eða norræn, er móðurtunga margra mála, svo sem latína er móðurtunga hins rómanska mála' flokks, og er því gróði en ekki tap að kunnáttu íslenzku, auk þess mikla bókmenntafjársjóðs, sem íslenzk tunga er lykill að. Ég er svo bjartsýnn, að ég trúi þvl; að barátta feðra yðar og mæðra 1 þessari álfu, barátta, sem stundum var þó svo sár og þung, að stappaðl örvæni og vitfirring nærri, en sem var háð með þvílíkum manndómi o» drengskap, að verpur ljóma y^ir heilög sagnaspjöldin, — já, ég trU1 því, að ekki hafi verið til ónýtlS barizt. Og er óskabarn vort, kenn arastóllinn íslenzki og íslenzka bóka safnið við háskólann hér, fegurs a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.