Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 74

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 74
56 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA kostlegt við nýlenduna; og ekki vandratað um hana. En fyrir ókunn- ugan mann er betra að vita heiti þess bæjar eða bygðarlags, sem hann ætlar til“. Þóttist ég lítið græða á þessum upplýsingum viðvíkjandi landskika, þar sem nokkrir landar hokruðu í kargaskógi á vatnsbakk- anum; en fen og flóar að baki — og breyti umtalsefninu. Ekki vænti ég, þú þekkir mann þar norður frá, sem Oscar Marson heitir?“ Walter hugsar sig um. — „Marson — Marson. Nei, og ég þori að full- yrða, að enginn með því nafni á fast heimili í Mörk“. „Þar átti Oscar heima þegar ég kyntist honum í Winnipeg. Og hann er maður sem hvergi dyldist. Allra sízt í Mörk“, bæti ég við, sem aldrei skyldi verið hafa, því ég sé að Walter þykir. „Hvað meinar þú með því?“ spyr hann kuldalega. Walter þessum tók víst jafnsárt til skógarins og flóanna eins og Oscar í gamla daga. „Ekki annað en það, að Oscar Mar- son er svo vel gefinn að sál og lík- ama, að hann mátti heita alþektur í Winnipeg eftir að vera þar þrjá vetur. Og ég hefi fulla ástæðu til að ætla hann ekki hafa flutt úr ný- lendunni". „Hvað er annars langt síðan þú vissir til að Oscar þessi átti heima í Mörk?“ spyr Walter og er nú mýkri á manninn. „Ja — það mun nú vera fast að því fimmtíu ár“. Walter fór að hlæja: „Aðeins tutt- ugu og fimm árum áður en ég fædd- ist. En það er nægur tími fyrir hvern sem er, til að flytja út í heim- inn, eða alla leið út úr honum“. Þetta hafði mér aldrei komið til hugar. Og það fór um mig ónota hrollur. Sé Oscar, þetta góða, gáfaða glæsimenni, úr sögunni og minning- in um hann þurkuð út eins og krítar- strik af veggtöflu og orðstír ofur- mannsins fallinn úr munnmælum sveitunga hans, er líf manns hégómi — hafi hann ekki skilið eftir eignir í löndum og lausum aurum. En til þess hefði ég aldrei treyst Oscar. Ekki datt mér þó í hug, að hætta við svo búið, og snúa heim. Til þess er ég of þrár og þrautseigur. Og skeð gat, að eldri menn en Walter vissu hvar fornkunningi minn var niður- kominn. Hér átti ég ágætan leið- sögumann, og áfram skyldi ferðinni haldið — út í Mörk. „Heyrðu mér, Sam“, segir Walter. „Ég er hér einn í bíl, og þér er vel- komið, að verða mér samferða. Ferðaáætlun þín virðist hvort sem er fremur óákveðin, svo þú mátt eins vel keyra heim með mér og gista hjá okkur í nótt. Á morgun er útiskemtun við vatnið. Þar verða ungir og gamlir samankomnir °S ekki ólíklegt, að þú getir fengið upP' lýsingar um fornvin þinn“. Slík greiðasemi hafði mér aldrei verið sýnd, síðan við Oscar skildum, og ég tók boðinu með þökkum. „En * hvaða tilefni er samkoman haldin spyr ég. „Ó, hún er bara eitt a þessum ættingjamótum, sem algeró eru í Mörk“, segir Walter blát áfram, eins og þetta væri fult svar upp á spurning mína. „Ætting.!3 mót? Ég hefi heyrt getið um ættar mót, en þetta orð kannast ég e^ 1 við. Skil það ekki“. „Það er varla von“, segir Walter. „Gamall ser vitringur valdi þessum samkomum okkar nafnið. Á þeim mæta afar, langafar, langalangafar og ömmurn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.