Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Síða 38

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Síða 38
GÍSLI JÓNSSON: Litið um öxl „Hann svo stakur, sterkur, hár, stækkar við hver hundrað ár.“ Þegar mér, sem þetta rita, veittist sá óvænti heiður, að vera kjörinn til að lesa og syngja kvæðið, sem þessar línur eru úr, á hundrað ára minn- ingarhátíð Jóns Sigurðssonar, „okk- ar gæfumesta manns,“ hér í G. T. húsinu, 17. júní 1911, þá kom mér síst til hugar, að ég mundi lifa það, að taka þátt í aldarafmæli kvæðis- höfundarins, Stephans G. Stephans- sonar. Hann var þá innan við sex- tugt, og meira en fjörutíu ár er langur tími í ævi hvers sem er. Því hafði líka verið svo oft spáð, að skemmri tíma en það tæki til þess, að þurka út alt sem íslenskt er í þessu landi. En reynslan sýnir, að það er svo langt frá því, að nokkuð hafi verið þurkað út, því annars stæðum við ekki á þessum tímamótum, fagnandi yfir því að hafa átt slíkan mann, í fullri vissu um, að einmitt hann sé einn af þeim fáu, sem stækkar við hver hundrað ár. Aldamótaárið, 1900, kom út á ís- landi lítið kver, sem hét „Á ferð og flugi“. Það rumskaði ónotalega til í hugum sumra oddborgaranna á föð- urlandinu, sem lifðu í þeirri óbifan- legu trú, að ekkert gott gæti komið frá Nazareth — að ekkert nýtilegt gæti komið vestan um haf, og þá allra síst frá íslendingum þar. Fyrsti maðurinn, sem þorði að draga athygli landa sinna að þessu kvæði og að gefa því óskorað lof, var próf. Guðmundur Hannesson, þá héraðs- læknir á Akureyri. Hann sýndi fram á, í skorinyrtu erindi, að þarna væri á ferð stórskáld, sem kvæði við mjög svo ólíkari tón en jafnvel viðurkendustu skáld heimalandsins. Þetta var fyrsta rimin í frægðar- stiga Stephans þar. Síðan er meira en hálf öld, og mörg bindi af ljóðum hans hafa komið fyrir sjónir almenn- ings á þeim tíma og hlotið verðugt lof og viðurkenningu, en samt, að honum löngu látnum, hefir aldrei verið bjartara um nafn hans en nú. Einkennilegt má það þó virð- ast, að út frá honum hefir ekki myndast neinn skáldaskóli. Á hann það sameiginlegt við Einar Ben., og stafar það ef til vill af því, að báðir voru of stakir, sterkir, háir til þess að skipa um sig hirð, þó báðir væru þeir konungar í ríki andans. Stephan varð nærri hálf-áttræður að aldri, en hann þornaði aldrei upp, kvað sig aldrei í kútinn; ef nokkru munaði, þá stækkaði hann með aldrinum. Hann átti margvís- lega andstæðinga um dagana, eins og flestir eða allir, sem mikið er i spunnið. Hann var talinn tyrfinn og torskilinn, sbr. vísu Káins vinar hans: „Yrkir myrkt og stundum stirt Stefán G. í Kringlunne“. Hann var jafnvel sakaður um landráð, og er það eitt af því, sem ég hygg, enginn vildi nú sagt hafa. En aðda- endur hans voru ávalt mun fleiri,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.