Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 39
litið um öxl
21
enda var honum, sem betur fór,
ýmislegur sómi sýndur þegar í lif-
anda lífi. En næst því, að vinir hans
tóku að sér, að gefa út kvæðin
hans, mun honum hafa þótt vænst
um heimboðið til íslands sumarið
1917 — „árið sem hann átti gott“.
Og nú, þegar hann er ekki lengur
rneð oss, erum við að uppskera and-
lega auðinn og heiðríkjuna, sem
stafar frá verkum hans, og einnig
heiðurinn, sem honum var ekki unt
að njóta, í sambandi við aldar-
afmælið.
Á Islandi hefir þessa afmælis verið
minst einkum á tvennan hátt. í
fyrsta lagi með byggingu vörðunnar
a Vatnsskarði, sem afhjúpuð var 19.
3ulí í sumar, og svo með heildarút-
gáfu af kvæðum hans, sem áður
hofðu komið út í sex bindum, og
rrmnu nú að mestu eða öllu útseld.
Áuk þess höfðu verið prentaðar svo-
rrefndar úrvalsútgáfur, sem sjaldnast
eru fullnægjandi eða mikið á að
græða.
Hugmyndin um vörðuna átti upp-
lok sín hjá Ungmennasambandi
Skagfirðinga. Enda voru það þeir,
Sem komu henni í framkvæmd. Upp-
hrætti og líkan vörðunnar gerði
Híkharður Jónsson myndhöggvari,
er einnig sá um að reisa hana. Sam-
væmt frásögn blaðanna er varðan
Prístrend, hérumbil fimmtán fet á
asð, á breiðum grunni. Að utan er
hún bygð úr stuðlabergi misháu,
Sem sjá má á myndinni, en inn á
milli úr brimsorfnu blágrýti. Alt er
fl°tið skagfirskt, og járnbent inn-
yrðis til að verja klofningi eða
ýuni. Inn í hliðarnar eru greyptar
agmyndir úr eir, sem Ríkharður
efir gert. Á einni hlið er vanga-
Viynd Stephans, á annari mynd af
Minnisvarðinn á Arnarstapa, séð frá
Vatnsskarði.
manni með langspil á hnjánum og
bókfell, sem á er ritað: „Hver er
altof uppgefinn11. Á þriðju hlið er
mynd af smala með hund. Ber smal-
inn hönd fyrir augu og skygnist um
sveitina. Undir hana eru greypt
orðin: „Komstu skáld í Skagafjörð“,
úr Skagafjarðar minni skáldsins.
Ræður héldu forsætisráðherra ís-
lands, Steingr. Steinþórsson, og
margir merkustu héraðshöfðingjar.
Frumort kvæði voru flutt, og kvæði
skáldsins lesin og sungin. Afhjúp-
unin var falin yngstu dóttur skálds-
ins, Rósu, sem einnig hélt ræðu.
En hún dvaldist á íslandi um þess-
ar mundir sem gestur ríkisstjórnar-