Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 40
22
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
innar. Listamaðurinn skýrði sköpun-
arsögu vörðunnar. Um 2 þús. manns
voru viðstaddir.
Hér vestra tók íslendingadags-
nefndin að sér minningarathöfnina.
Fór hún fram á Gimli mánudaginn 3.
ágúst á hinum venjulega íslendinga-
degi. Ræður fluttu Einar prófastur
Sturlaugsson, sem hér var í boði há-
skólans, og háskólaforseti Watson
Kirkconnell, sem lauk erindi sínu
með frumortu kvæði um Stephan.
Hafa tvö af skáldum okkar snúið því
á íslensku. Kvæði orti og skáldið
Gutt. J. Guttormsson. Dóttir skálds-
ins var þar einnig viðstödd, nýkomin
úr íslandsför sinni. Talið er að yfir
fjögur þúsund manns hafi sótt sam-
komuna.
Ýmsir fleiri munu hafa minst
skáldsins að verðugleikum á árinu,
þó rúm leyfi ekki að það sé talið. Þó
má ekki gleyma Dr. R. Beck, sem
hefir flutt allmörg erindi á árinu um
skáldið og verk hans bæði á íslensku
og ensku, þar á meðal við ríkishá-
skólana í Nebraska og Norður
Dakota. Þá hefir hann og skrifað
greinar í rit á íslandi, svo sem
Skinfaxa, Sjómannablaðið og Vísi,
ennfremur greinar í ensk rit, þó ekki
verði það talið hér.
Á landnámsárunum hér fyr á tíð
hefði það víst verið talið vitfirringu
næst, ef nokkur hefði spáð því, að
stjórn Kanada mundi reisa nokkr-
um íslendingi minnisvarða. í þann
tíð voru útlendingar ekki í miklu
áliti eða afhaldi og öllu til skila
haldið, að þeir mættu halda höfði
réttu. Nú upp á síðkastið hefir þetta
samt breytst, að minsta kosti að
því er snertir mentamenn og stjórn-
arvöld. Nefnd hefir verið skipuð
fyrir nokkru, sem hefir með hönd-
um, að reisa og annast um kenni-
merki, vörður og steina á merkum
sögustöðum eða í minningu merkra
manna og atburða. Einn slíkan
varða lét sambandsstjórnin reisa
Stephani G. Stephanssyni skömmu
fyrir aldarafmælið í Markerville,
Alberta. Lagði stjórn Albertafylkis
til ókeypis land og gerði að þjóð-
garði í kringum styttuna. Afhjúpun
fór fram að viðstöddu margmenni 4.
sept. 1950. Prófessor Skúli Johnson
frá Winnipeg hélt aðalræðuna, og
hefir hún verið prentuð á íslensku og
ensku. Tveir riddaraliðar úr lög-
gæslu ríkisins stóðu heiðursvörð um
steininn meðan á athöfninni stóð.
Er þetta víst stærsta útvortis viður-
kenning, sem nokkrum framliðnum
íslendingi hefir hlotnast í þessu
landi.
Þótt það snerti ekki aldarafmælið,
má geta þess, að frændur og vinir
reistu veglegan varða á gröf skálds-
ins stuttu eftir lát hans.