Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 42
24
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Hið innra, hið djúpa og dulda
var drotnandi ’ins ramasta afls
sem stórvirkin tákna,
þessar byggingar bákna,
það beizlaði hita og kulda
við grjótsteypu skriðu og skafls.
Ef frétta er leitað um fjalldísar höll
og furðuverks tildrögin, léð er því eyra,
en svarið, sem fyr,
er hans spurning, sem spyr,
að spyrjanda beinist hún öll
sem bergmál í hamri að heyra.
Þér ætlunarlaust var að yrkja
þá ortirðu töfrandi ljóð
af andanum lifað,
var sem ósjálfrátt skrifað,
og yfir þess hugsjón bygð kirkja,
það guðshús, sem stöðugast stóð.
En gátan í fjalldísar leiknum er leyst,
er lífvaki hugmynda nýrra um svarið,
hví öll þessi fjöíl
eru höll fram af höll
í háleitri stílfegurð reist,
hvort forsögnum eftir var farið.
Sú list, í því fólgin að fegra
hið fagra, við hámarkið ber.
Því fagra að spilla
það er athæfi ’ins illa
og afskræmi raunverulegra
en guðanna öfugmynd er.
En síunga fjalldísin, fjallanna sál
alt fegrar með hulinni nálægð og prýðir,
hún fegrar sitt rann
eins og mannsálin mann,
og markmiðið reyndist ei tál —
sönn list hennar lögmáli hlýðir.
\