Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 55
ÁSMUNDUR PÉTURJÓHANNSON
37
Ásmundur Péiur Jóhannsson
sóma. Um hálfrar aldar bil kom hann
^bjög við sögu landa sinna vestan
hafs, og hafði einnig heillavænleg
fhrif á menn og málefni á ættjörð-
lrmi. Ævistarfið var húsabyggingar,
var oft talað um hann sem bygginga-
^eistara, og hann var það í ýmsum
skilningi. Hann byggði ekki aðeins
fjÖlskyldubústaði og stórhýsi í er-
endri stórborg, heldur leitaðist
hann við að reisa musteri hins ís-
enzka manndóms hvar sem áhrif
ans náðu til. Þess vegna beitti
ann sér ótrauðlega fyrir öllum
Peim málum, sem hann taldi að
jh^ttu verða þjóðbræðrum sínum til
eilla. Það mun tæplega hægt að
nefna nokkra þá grein félagsmála
|fe® fslendingum í Winnipeg síðast-
1 in fimmtíu ár, að Ásmundur komi
Paf ekki við sögu. Þannig var hann
h'attarstólpi Goodtemplara, góður
® fðningsmaður kirkju sinnar, frum-
VÖðuU að þátttöku Vestur-íslend-
inga í stofnun og fjársöfnun fyrir
Eimskipafélag íslands; lífið og sálin
í íslenzkukennslu barna í Winnipeg
síðustu áratugina; hann var einn af
stofnendum Þjóðræknisfélagsins, og
um seytján ára bil meðlimur í
stjórnamefnd þess. Hann hrinti í
framkvæmd hugmyndinni um kenn-
arastól í íslenzkum fræðum við
Manitobaháskólann með hinni
rausnarlegu fimmtíu þúsund dollara
gjöf sinni. Einnig studdi hann ýmis
fyrirtæki heima á ættjörðinni, svo
sem spítala og stúdentagarð Háskóla
íslands. Ríkisstjórn íslands sæmdi
hann æðsta heiðursmerki, sem hægt
er að veita borgara annars lands,
og nafn hans mun lengi geymast í
Sögu Vestur-íslendinga, sem eins
hins ágætasta af niðjum íslands, sem
fluttust í vesturvegu á þessari öld.
Hann var fæddur að Haugi í Mið-
firði 6. júlí 1875, sonur Jóhanns Ás-
mundssonar og Guðrúnar Gunn-
laugsdóttur. Hann var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans, Sigríður Jónsdóttir
frá Húki, lézt 1934. Síðari konan
Guðrún Eiríksdóttir frá Álftárbakka
lifir mann sinn ásamt Jónasi Valdi-
mar, Kára Vilhelm og Grettir Leo,
sonum af fyrra hjónabandi hans.
Heimili Ásmundar, 910 Palmerston,
var eitt hið glæsilegasta meðal ís-
lendinga í Winnipeg; lá það um
þjóðbraut þvera og þaðan eiga
margir hlýjar endurminningar um
skemmtilegar heimsóknir og mikla
rausn húsbænda. Þar lézt Ásmundur
23. október s.l.
Fer vel á því, að Tímarit Þjóð-
ræknisfélagsins geymi mynd og
minningu þessa ötula stofnanda
síns og starfsmanns, um leið og fé-
lagið þakkar manndóm hans og
margvísleg störf.