Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 62

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 62
44 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA meðfædd og kemur heim og saman við ráðleggingar læknisins. Meðan ég var í bissnesi hafði skrifstofufólk mitt og aðrir sem unnu fyrir mig sinn vissa vinnutíma og gat lifað upp á mínútuna. Með mig gegndi öðru máli. Gróðatækifærin eru síður en svo stundvís. Þeim getur skotið upp, öllum að óvörum, eins og skrattanum úr sauðarleggnum. Og við því verður bissnesmaðurinn að vera búinn, svo hann geti stokkið á þau eins og köttur á mús. Fylgir þessu megn óregla á svefni og mál- tíðum auk sleitulausrar tauga- spennu. Hér leyfa allar aðstæður mér, að skipuleggja störf mín þann- ig, að klukkan ein segir til, nær ég vaki, hvílist, vinni og nærist. Sex að morgni, rís ég úr rekkju, og vinn úti við til kl. níu, þegar birtan leyfir. í skammdeginu dútla ég eitthvað inni við ljós. Að morgunverkum loknum fæ ég mér bita og fréttir yfir útvarpið. Því næst ræsti ég húsið, bý upp rúmið, dusta rykið af öllu innan stokks og lappa upp á vinnuföt mín og annað, ef tíminn leyfir. Um hádegið snæði ég mið- degismatinn og legg mig fyrir á eftir. Læt aðeins síga í brjóstið á mér nokkrar mínútur, en verst að falla í svefn. Eftir hvíldina pússa ég mig upp, fer í betri fötin og tek mér göngutúr í átt til borgarinnar. Stöku sinnum kem ég inn í útjaðar henn- ar, til að kaupa nauðsynjar mínar og tvisvar á ári neyðist ég til að fara alla leið inn í ysinn. Geri þá sakir mínar í bankanum. Annars er ég kominn heim af göngunni um klukkan þrjú. Skifti um föt og vinn úti til klukkan sex. Er þá dagsverk- inu lokið utan þess, að tilreiða kvöld- verð, þvæ diskana og pólera gólfið. Á kvöldin les ég eins lengi og sjónin leyfir. Helzt eru það íslenzk- ar skruddur, það eina erfðafé, sem ég krafðist eftir andlát föður míns. Til að hvíla augun frá lestr- um, hlusta ég á útvarpið — helzt symphóníur og annan þægilegan sönghávaða af líku tæi. Við það hvílist ég betur en nokkuð annað, og hugurinn leitar til liðinna daga og ég lifi þá upp í endurminningun- um. En merkilegt er það, að þær endurminningar eru aldrei bundnar við gróðafyrirtæki né þá menn, sem ég hafði hagsmunaleg skifti við, heldur manneskjur sem ég hafði persónuleg kynni af, án þess að þar kæmi kaup eða sala til greina. Sa sem oftast sækir hug minn heim, er Oscar Marson, maður sem ég var samtíða aðeins tæpt misseri, og svo ólíkur mér, sem mest má verða. Nærri liggur, að Oscar sæki að mér 1 endurminningum mínum, þó þær valdi mér fremur ánægju, en leið' indum. En svo mikinn óróa elur hann í hug mínum, að ég býst ekki við að finna frið fyrr en ég hefi sótt hann heim. II. Á ungdómsárum mínum bar þá flugu í höfðinu, að skólalærdóm- ur væri nauðsynlegur hverjum þeini> sem vildi verða maður með mönH" um, og skilyrði til að koma ár sinni fyrir borð í viðskiftalífinu. Að sönnU sársá ég eftir þeim tíma og pening' um, sem skólagangan krefst, en e - aðist ekki um, að hún mundi borga sig síðar meir. Mér varð líka mun hægara fyrir en mörgum landanum, sem var langt að kominn og varð a kaupa kost og standast annan kostn að, sem ég komst hjá. Ég átti heima
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.