Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 69
tveir landar í ameríku
51
eins fljótt og lestagangur leyfði, og
var flestum ferðin greiðari en Oscar,
Sem aðeins komst hálfa leið með
eimlest. Hitt var farið á gufubát.
Og stóðust siglingar og lestaferðir
sjaldnast á. í þetta skifti munaði
iveimur dögum; sem Oscar kaus
heldur að eyða í borginni en við
endastöð járnbrautarinnar, og notaði
þann tíma til að kveðja kunningjana,
eins og hann orðaði það.
Namskeiði verzlunarskólans var
fyrir löngu lokið, og ég búinn að
eigja mér kontór-kompu niður í
^ðalstræti. Hér ætlaði ég mér að
stunda fasteignasölu og hvert ann-
að brask, sem líklegt væri að gefa
eitthvað af sér. Ekki gerði ég mér
aar vonir um skyndigróða, svo
^argir fengust við fasteignaverzlun
Um þessar mundir. Jafnvel landar,
nykomnir að heiman, freistuðust til,
u skrautrita tilkynningar um, að
Peir hefðu fasteignasölu með hönd-
Urn; og hengja við dyrnar, þar sem
Peir höfðu leigt lélega svefnkompu,
u° Þa® væri á Kate Street eða lengst
I a Ross. Og báru sumar þær aug-
ysmgar fremur vott um list-fengi
Undarins en fjárhyggjuvit. Með
j^anum bjóst ég við, að flytja úr
oreldrahúsum og búa þannig um
hóU^ana’ e® yvði hvorki talinn í
er^r^°r^an' nu Sunnanmanna, iút-
ser ra.n^ ^ítara, Liberala né Kon-
^atrva- Einnig hafði ég þegar
bre fyrir að fá nafni mínu
fiokl^ °g gerast Sam Kelly. Hvorki
í v sf^gi ne þjóðerni skyldi standa
fyrir fjárhagslegum fram-
m um mínum. Laus allra sér-
eða h-Var m°r ®eff®’ afi snna a þessa
1 því-lna sveifina sæi ég mér hagnað
hy„’• ^efir reynzlan sannað fyrir-
SJU mína i Þessu sem öðru. Enda
komst ég snemma að því, að fjár-
sýslumaðurinn verður að gjörhugsa
fleira en kaup og sölur, grunda
mannlífið og athuga upplag og eðlis-
far þeirra, sem hann skiftir við. Hag-
fræðin er vísindagrein og lúta öll
verzlunarviðskifti órjúfandi lög-
máli, ekki síður en líf villidýranna í
frumskógunum.
Þannig atvikaðist það, að ég sá
varla Oscar síðustu vikurnar, sem
hann var hjá okkur. Nú var hann
loks allur við námið, en ég að búa
um mig á skrifstofu minni. Kom
mér þetta vel, því ekkert var aura-
sál minni óhollara en umgangast
Oscar. Og í fyrsta og síðasta sinn
heimsótti hann mig á kontórnum, á
leið sinni á járnbrautarstöðina. „Ég
er líklega að gera þér ónæði“, sagði
hann, „en vildi ekki fara úr bænum
án þess, að kveðja þig og þakka þér
góða viðkynning“.
Ég sagði eins og var, að í svipinn
væri ég ekki við neitt bundinn og
þætti vænt um að hann leit inn á
skrifstofuna. „En ég vona, að við
eigum eftir að sjást oft“, bætti ég
við, og undraðist með sjálfum mér,
að ég meinti það. Því eins og ég hefi
drepið á, voru persónuleg áhrif
Oscars alt annað en örvandi hvað
áhugamál mín snerti; og eftir þeirri
afspurn, sem ég hafði af lífinu í
Mörk, var þaðan lítils hagnaðar að
vænta.
„Já, að líkindum sjáumst við
aftur“, segir hann. „En hver veit?“
„Þú átt þó eftir eitt námskeið við
háskólann, og sjálfsagt húki ég hér
í bænum þetta árið“.
„Nei, Mundi minn, hingað kem ég
ekki aftur til náms“.
„A-á! Þú ferð beint til Oxford“.
„Ekki nú aldeilis“, segir Oscar