Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Síða 70

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Síða 70
52 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hlæjandi. „Sannleikurinn er, að ég hefi ákveðið, að hætta við allan skólalærdóm. Búinn að læra nóg til þess, að sannfærast um að hann er hégómi“. „Nú ertu að spauga. Hver held- urðu, að trúi slíkri fjarstæðu? Manni eins og þér liggur allur heim- urinn opinn. Þú getur valið um ótelj- andi leiðir til vegs og virðingar, og ætlar að telja mér trú um, að þú gerist ánægður með fátæktina og amlóðaháttinn í Mörk, þar sem menn vaða veglausan aurinn milli bjálka- kofanna og hafa fisk og kartöflur í alla mata“. „Bravó! Þú getur komið til að verða mælskur, ef þú heldur þér við efni, sem þú berð ekkert skynbragð á. Hver veit nema þú eigir eftir að verða þingmaður? En hvaðan hefir þú þekking þína á Merkurbúum og lifnaðarháttum þeirra?“ „Þetta er altalað", sagði ég, eins og satt var. „Og sjaldan lýgur al- mannarómur”. „Og svo hefirðu kynst einum Merkurbúa. En þú mátt ekki dæma þá alla eftir mér“. Þó Oscar væri brosandi, varð ég nú í fyrsta skifti var gremjublandinnar þykkju í rödd hans. En ég var líka gramur. Mér hefir ætíð sviðið að sjá það, sem verðmætt er fara að forgörðum. Ég leit á Oscar sem eitthvert dýrmæti, sem hverfa mundi úr sögunni í fló- um og skógum úti á hala veraldar. „Þú veizt hvert álit mitt er á þér“, segi ég, „og mátt henda gaman að. En hvorki þú né aðrir fá notið afburða hæfileika þinna, þar sem ekkert verksvið er fyrir hendi og úr engu efni að vinna. Engar afurðir, engin von um fyrirtæki, sem hæfa gáfum þínum og mannskap". „Engar afurðir! Hvað um fólkið — konur, menn og börn?“ Og nú er gamli galsinn kominn í Oscar. Hann stendur upp og réttir úr sér og segir með uppgerðar hátíðleik. „Sjáið manninn!“ og rekur upp skellihlátur. Og maðurinn og hlátur hans fyltu kontórkytruna, svo þar rúmaðist ekkert annað, ekkert nema skáhall- ur sólargeisli, sem lá hlýr og mildur á borðinu milli okkar. Sjálfum fanst mér ég ekki vera neitt og þagði- Eftir stundarþögn kom þó Oscar auga á mig og settist. Og nú varð rödd hans og látbragð hið sama og þá er hann var að skýra fyrir mer skólaverk mitt. „Þekking mannanna á öllum sviðum er orðin svo mikil og víðtæk, að engum einum auðnast að fá meira en nasasjón af henni- Og hún margfaldast með ári hverju. Þetta er nú eiginlega það helzta sem ég hefi lært í háskólanum og þykir nóg komið af svo góðu, og mér hefir stundum fundist, að þar væri aðeins um tvent að velja: lærða þekking og sjálfstætt vit“. Eins og oftar skildi ég ekki hvað Oscar var að fara, og spyr svona bara út í bláinn: „En hvað um ser- fræðingana?“ „Þannig lagað nám og æfistar gæti ég ekki lagt mig niður við- Sérfræðingurinn verður að þræða mjóan stíg, knúður til að bin^a skyn og skygni við alt smátt stórt, sem hann finnur í götunni og annað ekki; en missa sjónar á oi öðru, sem er að finna um víða vef öld, og gerast þannig þræll sérfra6 sinnar. Nei, Mundi minn, heldur ^1 ég vera fávís og frjáls en sérfró u þræll“. Skildi ég rétt þessa skoðun Oscar ’ gat ég ekki fallist á hana og mal a
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.