Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Qupperneq 72
54
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
húsmunir nýlegir, þar á meðal stór
og vandaður spegill yfir ofurlitlu
skrifborði. En við að líta í 'hann
vaknar gremja í hug mínum, finst
óréttlátt, að verk mannanna geti
kastað ellibelgnum, en þeir ekki. Út
um gluggann er alt að líta líkt og
áður var. „Hér er hvorki umbreyt-
ing né umbreytingarskuggi", segi ég
við sjálfan mig. Líklega af því, ég
var fermdur upp á Helgakverið, en
ekki vegna þess, að þessi hluti borg-
arinnar minni svo mjög á himnaríki.
En ég er hálft í hverju kominn heim,
og við þá tilfinning örvast löngunin
til að ná fundi Oscars. Foreldrar
mínir voru fyrir löngu komin undir
græna torfu og hvar systur mínar
voru niðurkomnar hafði ég ekki
minstu hugmynd um, hvað þá aðrir
landar, sem ég hafði eitt sinn verið
kunnugur. Annara þjóða menn
kærði ég mig ekkert um að hitta
hér, og það þó ég hefði haft meira
saman að sælda við marga þeirra en
íslendinga. „Ellimerki“, hugsa ég og
hristi höfuðið framan í sjálfan mig í
stóra speglinum.
Á lestinni, austur, hafði ég ekki
brugðið gömlum vana. Sat uppi um
nætur og daga og dottaði við dogg
eftir atvikum. Var því mál komið,
að ganga í bað og snurfunsa sig
eftir föngum. Eftir það tek ég mér
dúr. Svo labba ég í hægðum mínum
suður Aðalstrætið og furðar meira
og meira með hverju fótmáli hversu
alt er líkt því sem áður var. Hafði
þó lesið um sífeldan vöxt borgarinn-
ar og þóttist viss um, að Winnipeg-
búar væru ekki eftirbátar annara í
framtakshamförum tuttugustu ald-
arinnar.
Þó göngunni væri heitið upp á
Leland hótelið stilti ég mig ekki um,
að hring-ganga Market Square. Því
hér var hjartapunktur borgarinnar
í hennar ungdæmi og mínu. Enn
virtist alt með kyrrum kjörum.
Bæjarhöllin lítið eitt breytt, nema
hvað mér sýndist hún mun minni en
fyrr. Vonaði ég að Leland gamla
sýndi sama stöðugleik, þó ekki væri
að öðru leyti en því, að vera eins
konar Þingvellir landa úr borg og
bygð, þar sem þeir gistu, mæltu sér
mót og þrefuðu um alla skapaða
hluti milli himins og jarðar og víðar.
Forsalurinn var lítið eitt breyttur.
en því nær auður. Nú situr hér varla
nokkur sál, full né hálffull; og heyr-
ist þó skvaldur og háreysti fr®
drykkjustofunni í hvert skifti og
dyrnar að henni opnast. Geng ég nu
að kontórnum og spyr ungan mann,
sem þar ræður ríkjum, hvort nokkur
gestur frá Mörk sé hér skrásettur.
En hann bara hristir höfuðið og
tönglast á orðin, Mörk. Ber þa®
fram á ýmsan hátt, en aldrei rétt og
staðhæfir loks, að þess bæjar hafi
hann aldrei heyrt getið. Ég fræði
hann um að Mörk sé gömul íslenzk
bygð norður á milli vatnanna. Þa
tekur hann landabréf ofan af hillu og
skoðar það lengi, hristir höfuðið og
kveðst geta fullvissað mig um
Mörk sé ekki á neinu landabréfi, og
því hvorki bygð né bær til með Þ^1
nafni í þessu fylki. Ég spyr hann þa>
hvort nokkrir íslendingar séu a
gestaskránni. Kveður hann svo vera
en gizkar á, að í svipinn muni þeir
vera útí bæ eða á bjórstofunnn
„Bjórstofunni?11 segi ég en átta mú?
fljótt á þeim umbótum sem bin '
indismenn höfðu valdið um a^a
Ameríku og opna dyrnar að sto
unni; og blasa nú við mér fyr^
veruleg framfaramerki, sem ég haf 1