Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 76
58
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
„Nei, nei, minn góði. Þetta er
Gallabygð og svipar ekki til íslenzkr-
ar sveitar, eins og þú munt bráðlega
sannfærast um“. En ég hlakkaði
ekkert til að gera samanburð á dugn-
aði Gallanna og ómennskunni í
Mörk.
Enn sjást þó engin merki flóa og
skóga. Útsýnið víkkar með hverri
farinni mílu og líkist meira slétt-
unni en skóglendi. Aðeins einstök
skógarbelti ber fyrir augað, og
skjólrunnar sem minna á eyjar í
sjó — gullsjó akra og engja.
„Þá erum við nú komnir út í
Mörk“, segir Walter. Fyrr má nú
gera að gamni sínu, hugsa ég. Betur
sprotna akra og ræktuð heylönd en
hér hafði ég ekki séð á ferð minni,
austan Klettafjallanna.
„Fagur er flóinn“, segi ég til að
bekenna spaug Walters. „En ertu
ekki hræddur um, að bíllinn
sökkvi í?“
„Engin hætta, laxmaður, þó sagt
sé, að hér hafi engri skepnu verið
fært í fyrri tíð. En það var fyrir
mitt minni“. Á þetta legg ég lítinn
trúnað, því altaf gerist bygðin blóm-
legri og húsin reisulegri og hafa
mörg þeirra á sér meira borgarsnið
en bændabrag, og standa sums
staðar tvö eða fleiri með örskömmu
millibili, svo landrými hlýtur að
vera mjög takmarkað, eftir því sem
gerist hjá bændum í Manitoba. Þrátt
fyrir það er yfirleitt meira borið í
bændasetrin hér og betur um flest
búið en í öðrum sveitum sem mér
eru kunnar. Þetta er mér fjárhags-
leg ráðgáta, sem ég ber undir Walter.
Hann segir, að þéttbýlið stafi ekki
af skornum skamti landrýmis; held-
ur hafi margir afkomendur fyrstu
landnemananna kunnað bezt við sig
á gömlu heimilisréttarlöndunum, og
reist þar hús sín, þó lönd þeirra liggi
annars staðar; og síðan bílar og
aðrar mótorvélar gerðust almenn
tæki, hafi fjölbýlin farið í vöxt;
minstu muni hvort ekið sé nokkra
faðma eða svo mílum skiftir til
vinnunnar.
Þetta gat ég skilið. En ekki var
það ráðning aðalgátunnar: „Hvaðan
koma þau efni, sem útheimtast til,
að byggja eins og hér hefir verið
gert og kaupa bíla og dráttarvélar
að auk?“
„Úr vatninu og skóginum“, segir
Walter. „Mikið af byggingarefni var
unnið úr skóginum af bændum hér.
Sumt af því fór í þessi hús sem þu
sérð; sumt var selt ásamt eldivið, við
til pappírsgerðar og böndum til
járnbrautarfélaganna. Á þessu lifðu
menn og komu sér upp bærilegum
heimilum. Og eftir því sem skógur-
inn eyddist, jókst jarðræktin. Svo
komu bílarnir og útheimtu færa vegi-
En þeir urðu svo bezt bygðir, að
flóar og fen væru skorin fram og
landið þurkað. Eftir það komst korn-
ræktin í algleyming“.
„Og altaf nógur fiskur á borðum,
segi ég.
Walter hlær að því og segir að
lítið sé nú um það. „Við nennum
ekki að verka hann. Svo gefa gripir
og kindur af sér nóg í soðið“.
„En allur fiskur seldur á mark'
að?“ spyr ég, og er orðinn spentnr
fyrir braski þessara bænda, sem
hafa svo margt í takinu.
„Vitaskuld. Þó við gerðum ekki
annað en éta fisk, mundi ekki sjás
högg á vatni. Héðan væru margir
útvegir gerðir út sumar og vetur og
oft mokafli. Aðrir sem ekki fiskuðo
höfðu atvinnu með hesta sína við a