Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 81
P. s. PÁLSSON:
íslenzk Baldursbrá í Ameríku
Nú er komið hret og hríð,
hér ert þú svo björt og jríð.
Svijtibyljir haustsins hörðu
höfuð þitt ei beygja að jörðu.
Snjór og héla hárið þitt
hjúpa, jagra blómið mitt.
Dætur Vínlands drúpa nú
daprar, sneyddar von og trú,
dreyma um liðna, Ijósa daga,
landið grœnt og fagra haga.
Hugur þinn og hjarta á skjól
„heima“, móti vori og sól.
Fœddist þú á hausti, og hér
haustsins fagra skrúð þú ber;
fegurð íslands fjalla og jökla,
„frosta-landsins“ grœnu hökla,
svip þess lands sem líf þér gaf:
landsins fyrir austan haf.
9
Beið ég þín, mitt blómið frítt,
beið þín, svo þú gætir skrýtt
garðinn minn, er haustsins héla
hendur legði á tún og mela.
Sumarblóm mér brostu hlýtt,
bros þitt gaf mér eitthvað nýtt.
Þú fórst ung frá íslands-strönd
æfintýra leidd af hönd.
Gróðursett í fjarri foldu,
frjófguð annarlegri moldu.
Kom sér vel í kulda og snjó
kraftur sá er í þér bjó.
Þú munt prýða þetta land
þó að annað fari í strand.
Þú munt haustsins hljóðu gleði
hlúa í mörgu þreyttu geði.
Höfði drúpi ég hljótt til þín,
haustsins blóm — og ástin mín.