Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 104
86
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
mér í smáferðir út um landið í fylgd
þessara ósýnilegu leiðsögumanna.
En fyrst verð ég þó að hinkra við í
Reykjavík og kynna mér borgina.
INGÓLFSBÆR
Hér lét hann byggja, íslands fyrsti
faðir,
á frjálsri tíð með heimild eigin valds.
Nú skiptast ættmenn Ingólfs þétt, i
raðir
á ysta, síðsta þremi tjóns og falls.
Hér verður haldið hæsta landsins
merki
og hér skal falla utanstraumsins
hrönn.
Vor fremsti bær skal fremstur
standa í verki,
með Fróni er Víkin dygg og trygg
og sönn.
og að lokum
Þar stendur fólkið fast sem bjarg í
öldum
og fremsta vörðinn heldur
Ingólfsbær.
Svo nefnir Einar Reykjavík í
kvæði þessu samnefndu. Borgin goð-
borna! datt mér í hug. Engin borg á
jarðríki á samskonar uppruna né
sögu. Guðirnir vísa fyrsta landnáms-
manni þar á bústað og geyma hann
svo í minni sögunnar þangað til 19.
öldin gjörir hann að höfuðstað og
tuttugasta öldin tekur hann í fang
sér og breytir honum í stórborg, á
íslenzkan mælikvarða, með meira en
þriðjungi allra íbúa landsins.
Þegar ég kom fyrst til Reykjavík-
ur vorið 1897, ísrekinn og sjóhrakinn
á dönsku skipi, voru þar um 5000
manns. Helst man ég eftir Dóm-
kirkjunni og Alþingishúsinu, sem
bæði eru með sömu ummerkjum enn
og sýndust þá stórbyggingar. Á
Austurvelli stóð Thorvaldsen og var
völlurinn nýtaddur og angaði af á-
burðinum, eins og stendur í Al-
þingisrímunum. Að tjörninni lágu
mýrasund og úr henni rann lækur
til sjávar. Yfir hann lá lítil planka-
brú upp að Latínuskólanum. Bryggj'
an, sem við lentum við, hallaðist ut
í sjóinn og vatnaði yfir sporðinn við
flóð. Helsta strætið, sem ég man
eftir, var Austurstræti, Bankastrseti
og Laugavegur, sem mér þótti kyn-
legt, að bæri þrjú nöfn, þar sem þau
eru eitt áframhaldandi stræti. Þar
var opið ræsi fram með húsunum
fult af skólpi og ýmsu rusli.
Þegar blaðamenn voru að spyrja 1
sumar um álit mitt á landi og þjóð og
breytingum síðasta aldarhelmings>
svaraði ég víst sjaldan af miklu viti-
En það virtist ekki gera neinn nus-
mun. Þeir bjuggu til fyrir mig vin'
samleg svör og klöppuðu mér alhr
á vangann í orðum og atlotum.
það, sem hvorki ég né aðrir mintust
á, var undrið mikla, kraftaverkið, 3
á síðustu fimmtíu árum reis Reykja
vík úr rústum lítils vanrækts sjávar-
þorps upp í þrifalegan nýtískubse,
með holræsi, vatnsleiðslu, rafur
magn og hitun húsa frá kyngimögu
um undirheima — og höfn, sen*
miklu mannfleiri borgir gætu ver
stoltar af. Öll hin nýrri stræti eru
breið og vel lögð, þótt, vegna hin
öra vaxtar, mikið vanti á með gang^
stéttir og malbik. Lækurinn er fyrl
löngu kominn í lokræsi og í stað ha
breitt stræti — Lækjargata 0
Lækjartorg. Tjarnarbakkarnir ha
verið hlaðnir upp og hólmar by^1^
Þar synda svanir og endur., ^
tjörnina sunnanverða er bru