Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Qupperneq 106
88
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
skýrðir nema helst með samlíkingu
við gimsteina, páfuglafjaðrir og sól-
vakin suðurlanda blóm, sem engin
íslensk nöfn eiga. Handan við sundið
stóð „náttklædd Esjan ofanlút“ í
fölvum fjólustakki, lengra til norð-
urs reis sólin hálf í eldskýi, sem
kastaði gullbryddingum á brúnir
Akrafjalls. Fyrir fótum mér lá
Tjörnin eins og glóandi eldhaf.
Svanirnir höfðu gengið til sængur
í hólmunum, en fáeinar endur syntu
í hring í sefinu með nef undir væng.
Lengst í vestri rís Snæfellsjökull
eins og fágaður gullskjöldur handan
við hinn breiða Faxaflóa. En hann
er eins og stórar hugsjónir — hann
situr tíðast undir huliðshjálmi og
birtist sjaldan sjónum manna.
Fyrsta sunnudagsmorguninn í
Reykjavík gekk ég einn í borgina
hljóðu, þar sem íbúarnir sofa draum-
laust svefninum langa — og stein-
arnir tala. Mig langaði til að heilsa
í anda þeim mörgu, sem þar dvelja
og leitt hafa mig ósýnilega við hönd
í gegnum lífið — kennarana, stjórn-
málamennina, rithöfundana, skáld-
in, listamennina — menn, sem orpið
hafa ljóma yfir þjóðlífið, lýst inn í
myrkraskot mannsandans og varnað
því, að þjóðin hyrfi í gleymskuhaf
ómenningarinnar. í dauðanum verða
allir jafnir, segir gamalt máltæki.
En fyrir augum lifandi fólks er nú
mismunurinn samt býsna áberandi.
Stærð steinanna virðist ekki ávalt
fara eftir stærð og verðleikum
þeirra, sem undir liggja. Sumir, sem
dýpst spor hafa markað í þjóðlífinu,
eiga þar nafnlausa gröf. Til dæmis
labbaði ég fram og aftur um graf-
reitinn til að leita að gröf Svein-
björns tónskálds, sem ég hafði lært
að dást að fyrir verk hans og þykja
vænt um af persónulegri viðkynn-
ingu, en fann hana hvergi.* Ég hefði
samt að líkindum gengið oftar í graf-
reitinn, ef ekki hefði komið fyrh
atvik, sem ég var einn sjónarvottur
að. Ég stóð hjá leiði Þorsteins Erl-
ingssonar og var að hugleiða hversu
örlagarík áhrif kvæði hans hin
fyrstu höfðu haft á hugsanalíf mitt
og íslenskrar æsku í heild sinni fyrir
og um síðustu aldamót, þegar stór
maður og gervilegur, klæddur a
ameríska vísu, gekk fram hjá á leið
út úr garðinum. Hann leiddi dálítinn
ljóshærðan hrokkinkoll við hönd-
Alt í einu stansaði litli stúfur, greip
utan um hné föður síns og sagði
eitthvað, sem ég heyrði ekki. Svarið
heyrði ég: „Ó, langar litla karl að
pissa upp við steininn“. Þegar þeir
voru farnir gekk ég þangað og sa,
að dreypifórnina hafði fengið Sig'
urður Breiðfjörð. „Á feðranna mold'
ir er mígið“, sagði sá góði biskup-
Skemtanir og félagsstörf voru að
mestu á þrotum, þegar ég kom heim,
fólk var óðum að flytja úr borginM
út í sveitir og sumarbústaði. Svo
voru líka forsetakosningar í aðsig1
og um fátt annað hugsað eða talað-
Samt stóð nú fullveldisdagurinn, i ;
júní, fyrir dyrum. Hann reis úr seS1
bjartur og fagur. Byrjuðu hátíða
höldin með skrúðgöngu um bseinn
og inn á Austurvöll. Ræður
haldnar yfir hátalara af svölum &
þingishússins og blómsveigar lag
að fótstalli Jóns Sigurðssonar.
urinn fylti völlinn og öll nærligái
*) Löngu eftir aö þetta var n,
kemur nú sú fregn í blöSum ao n
aS ríkisstjórnin hafi reist stein
Sveinbjarnar — stuölabergsstólpa,
eirmynd tónskáldsins greypta inn í