Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 111

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 111
fokdreifar úr ferðinni 93 ber hann nafn með rentu. Lítið eitt austar og utar eru skálar setuliðsins. Innarlega á firðinum rís Geirshólmi úr hafi, þar sem þeir fóstbræður Hörður og Geir eyddu útlegðar- árunum ásamt óþjóðarlýð þeim, er að þeim þyrptist. Hólmurinn sýnist °f lítill til þess að geta rúmað allan þann manngrúa, er sagan segir, en kann að hafa minkað í þúsund ára brimróti. Óefað hafa Hólmverjar lifað að nokkru af fiskiveiðum, þó sagan geti þess ekki. En vatn urðu þeir að sækja til lands og önnur mat- vaali, sem þeir að sjálfsögðu urðu að ræna og stela. Man ég það enn Vel, að þröngt gerðist lesaranum um andardrátt, þegar þar var komið sög- Unni, að Helga jarlsdóttir, kona Harðar, synti til lands með sonu sína tvo og komst nauðuglega upp í kleif- rna á bak við Þyrilinn og slapp þannig. Heitir þar enn Helguskarð. ^yrillinn er einkennilegt fjall og fagurt, snarbrattar skriður og stuðla- kerg efst til toppsins. Nokkru utar á ströndinni er Saurbær, þar sem Hallgrímur orti Passíusálmana, og n°kkru norðar enn er Ferstikla, þar Sem hann dó á heimili Eyólfs sonar síns. Er nafnið Ferstikla málað stór- Urn stöfum á hlið bæjarins, sem að Veginum snýr. Væri þörf á fleiri þesskonar merkjum ura landið, þar Sem leið liggur um merka sögustaði. BORGARFJÖRÐUR émðsins ásýnd er lirein og mild, 1 háblóma er lífið á völlum og sléttum, °9 ^ úi og grúi af grœnum blettum 9ráum sólbrendum klettum. áttúran sjálf er hér góð og gild; Sern QÍitborð, dúkað með himneskri snild, breiðir sig engið. Alt býðst eftir vild. Borðið er þakið með sumarsins réttum. Úr Hvalfirðinum héldum við á- fram yfir eiði það hið mikla, norðan Akrafjalls, yfir í Borgarfjörðinn. í fylgd með mér, auk ökumannsins, var örnefnasafnari og ættfræðingur, ágætur drengur þar úr héraðinu, sem þuldi óspart bæjarnöfn og ör- nefni. Ætlaði ég að drukna í því flóði. Var fyrst áð í Höfn. Þar varð ég að hvílast vegna lasleikans. Þar er stórt og fagurt heimili. Bóndi var að fé, en gestrisni eigi að síður hjá fallegri og alúðlegri ráðskonu. Talaði ég þar um stund við gáfaða og fallega gamla konu, sem lá rúm- föst. Talaði hún ýmist á íslensku eða fallegri ensku; sagðist gjöra það að gamni sínu, því svo fáir kæmu nú að sjá sig, sem talað gæti það mál. Var nú haldið áfram viðstöðulítið yfir Hvítá og inn í landnám Skalla- gríms. Enginn þeirra Borgarbænda stóð á hlaði úti, Skallagrímur, Egill, sonur hans, né Þorsteinn, sonar- sonur. Egil hefði ég helst viljað sjá — stærsta skáld aldarinnar, vík- inginn, ofurhugann, stórbóndann. Svo er enn mikil kyngi í kvæðum hans, að jafnvel Vestur-íslendingar sækja til hans styrk, þegar þeir yrkja best. Þorsteini hefi ég aldrei getað fyrirgefið það tvent, að skipa fyrir um útburð dóttur sinnar nýfæddrar vegna drauma sinna, né heldur það, að leggja fæð á Austmanninn fyrir ráðningu draumsins. Annars skal ekki farið út í hinn ömurlega sorgar- leik Hrafns, Gunnlaugs og Helgu, sem aldrei sá glaðan dag vegna ofur- magns æskuástar sinnar á skáldinu og ofstopamanninum. — Sólin skein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.