Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Qupperneq 112
94
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
í heiði og sveitin fangbreið, fögur og
ljómandi sópaði burtu tíu alda
skuggamyndum sögunnar.
REYKHOLT
Þyngdi í lofti þögult kvöld,
það var á grimmri Sturluöld
snemma hausts. Frá himna sal
horfðu niður í Reykholtsdal
sjónarvottar sögugeims,
sannleiksrúnir Urðarheims,
helgar stjörnur; stirndi á svell,
stafaði á vötn og jökulfell.
Það eru nú meira en sjö aldir síðan
Gissur jarl Þorvaldsson myrti
tengdaföður sinn, Snorra Sturluson,
á náttarþeli í Reykholti. Og þó
Gissur væri glæsimenni og höfðingi
mikill, þá mundu þó fáir kannast
við hann, nema vegna níðingsverks-
ins. En um Snorra má segja það, er
hann sjálfur kvað um konunginn:
Falli fyrr
fold í œgi
steini studd
en stillis lof.
Og nú er ég hér á óðali Snorra,
krjúpandi að fótskör hans, eins og
ég hafði svo oft gjört í anda, þegar
ég las Eddu hans eða Heimskringlu.
Standmynd sú af Snorra, sem Norð-
menn gáfu í sjö alda minningu,
stendur sunnan undir skólahúsinu.
Hann er höfðinglegur og nokkuð
harður á svip — líkari norskum
skipstjóra en íslendingi. Ekki urð-
um við manna varir nema eins hús-
karls, og féll mér það eins vel. Ég
gekk einn ofan fyrir hólinn og að
lauginni, dýfði báðum höndum í
glóðheitt vatnið og jós yfir höfuð
mér. Undirgöngin fram undan hóln-
um, þar sem Snorri gekk til laugar,
eru vel sýnileg, en enginn hefir
viljað spilla svo túninu, að grafa
fyrir hinn endann, og mætti þó að
líkindum finna menjar jarðhússins,
og skála eða bæjargrunninn frá dög-
um Snorra. Mér varð reikað upp í
grafreitinn og fann þar þrjá snotra
legsteina á gröfum vina frá æsku-
árunum austan af Jökuldal, sem
flutst höfðu þangað með jökuldælsk-
um presti, sem nú er líka dáinn.
Degi var farið að halla og mál til
heimferðar. En einn stað átti ég eftir
að heimsækja, sem mér og samtíð-
inni heyrði til. Á Þingnesi, sunnar
og austar, að ég held, býr enn ein
bróðurdóttir mín, myndarkona.
Þangað klungruðumst við af þjóð-
veginum, í gegn um keldur og móa,
og dvöldum þar fram yfir háttatíma-
Svo var farið sömu leið til baka í
þoku og súld um nóttina.
LAUGARDALUR
Við riðum und kvöldsól í Laugardals
lönd.
Hún Ijómaði af rauðbrúnu felli
um engjanna grasflœmi geysivítt
þönd
um glampandi silfurskœr vatnanna
bönd
og bláfell við blómgaða velli.
Á logbjörtu kvöldi við lóunnar söng
vér liðum á vegbrautum fríðum
í lífgandi skógblœ um laufrunna
göng
með Laugardals algrœnu hlíðum.
f
Snemma í júlí var ég staddur i
Laugardalnum. Þar er fagurt um a
litast. Steingrímur er víst fyrsta
skáldið, sem kemur auga á rauðbrun
fell engu síður en bláfellin. Sann
leikurinn er sá, að hvergi, þar sem