Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 116
98
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
samstundis með Katalínu flugbát til
Seyðisfjarðar. Aldrei hefi ég á
ævinni flogið yfir aðra eins ísbreiðu.
Skildist mér þá, að ÍSLAND er ekki
að öllu leyti rangnefni. Sást hvergi,
að kalla mátti, á dökkan díl frá því
að Suðurlandsundirlendinu slepti og
þangað til við steyptumst ofan í
fjörðinn. Seyðisfjörður var eins vin-
gjarnlegur og mig hafði mint, en í
6tað hefir hann staðið að mannfjöida.
Þar hitti ég meðal annara tvo átt-
ræða Möðruvellinga, sem tóku mér
með austfirskri gestrisni. Þar gekk
ég og á gröf Þórarins bróður míns,
sem hvílir skamt innan við þorpið. Á
öðrum degi tók ég mér far upp yfir
Fjarðarheiði. Höfðu þá mannhæðar
háir skaflar verið mokaðir af braut-
inni, og hún naumast slarkfær. Af
heiðarbrúninni er undra fagurt út-
sýni yfir Fljótsdalshérað fjalla á
milli utan frá héraðssöndum og inst
inn til dala með Löginn eins og mis-
breitt silfurband eftir endilöngu
héraðinu. Komst ég að Kirkjubæ til
Sigurjóns bróður míns um kvöldið.
Næstu daga fórum við um héraðið.
— Á Egilsstöðum, sem verið hefir
fyrirmyndar heimili eins langt og ég
man, er nú að rísa upp sveitaþorp.
Þar eru verslanir, talsímastöð, lækn-
ir og nýlagður flugvöllur ásamt
mjólkurbúi og fleiru. Út og niður
frá bænum er Lagarfljótsbrúin,
mörg hundruð fet á lengd, en mjó
og skjálfandi og komin að falli. Má
eins vel búast við, að einhvern góðan
veðurdag falli hún ofan í fljótið með
fullan umferðabíl í fangi.
Á HALLORMSSTAÐ
Sit ég og sé, hvernig sólin sindrar,
sit hér í skóginum á Hallormsstað.
Ljómandi jegurð! í Ijósi tindrar
limið á kvistunum, er skeljur blað.
Op nið’r að Leginum þarna — þarna,
þar jann ég lund, sem mér geðjast að.
Sit því og sé, hvernig sólin sindrar
sit hér í skóginum við Hallormsstað.
Presturinn í Vallanesi hafði verið
svo elskulegur, að bjóða okkur
bræðrunum heim. Mætti hann okkur
í einkabíl sínum á Egilsstöðum og
flutti okkur heim til sín. Næsta dag
í sólskinsblíðu fór hann með okkur
að Hallormsstað. Þar er fagurt uru
að litast. Þar hefir skógræktin konr-
ist á besta rekspöl. Auk innlendu
bjarkarinnar eru þar mörg útlend
tré, einkum þó barrtré, og sýnist
Sitkagrenið frá Alaska ætla að þríf'
ast þar best. Þar er stærðar hlíð al-
þakin Sitkagreni, sem er orðið 15
feta hátt og betur á jafnmörguro
árum. íslenska birkið virðist vera
að úrættast, og hefir fjölda ára
verið eytt í ræktun þess með litluiu
og seinum árangri. Á Hallormssta
eru samt nokkur allhá birkitré,
svo kvað vera á einstöku öðruin
stöðum. Það sem þeir kalla skóg, t-
í Laugardalnum og víðar, er bara
lágt kjarr, minna en mannhæð viða
hvar. Nú virðist reynirinn ætla a
verða aðal innlenda tréð. í ungdse^J
mínu var reynir sjaldséður. Nu íy
hann alla garða, sunnan, austan 0
norðan lands og vex vel, blomg
og ber fræ árlega. Ég heyrði skera
lega þjóðsögu um kjarrið, sem aU
vitað á sér engan vísindalegan
fót til styrktar. í skógi vaxinni ^
einni voru allmörg stórvaxm ’
sem voru svo drembilát, að þau
ust ekki sjá almúgann — smse
trén. Við það urðu minni trén1 s
óánægð, að þau fóru að taka r
hjá með fjalldrapanum. Stóru bja