Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 116

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 116
98 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA samstundis með Katalínu flugbát til Seyðisfjarðar. Aldrei hefi ég á ævinni flogið yfir aðra eins ísbreiðu. Skildist mér þá, að ÍSLAND er ekki að öllu leyti rangnefni. Sást hvergi, að kalla mátti, á dökkan díl frá því að Suðurlandsundirlendinu slepti og þangað til við steyptumst ofan í fjörðinn. Seyðisfjörður var eins vin- gjarnlegur og mig hafði mint, en í 6tað hefir hann staðið að mannfjöida. Þar hitti ég meðal annara tvo átt- ræða Möðruvellinga, sem tóku mér með austfirskri gestrisni. Þar gekk ég og á gröf Þórarins bróður míns, sem hvílir skamt innan við þorpið. Á öðrum degi tók ég mér far upp yfir Fjarðarheiði. Höfðu þá mannhæðar háir skaflar verið mokaðir af braut- inni, og hún naumast slarkfær. Af heiðarbrúninni er undra fagurt út- sýni yfir Fljótsdalshérað fjalla á milli utan frá héraðssöndum og inst inn til dala með Löginn eins og mis- breitt silfurband eftir endilöngu héraðinu. Komst ég að Kirkjubæ til Sigurjóns bróður míns um kvöldið. Næstu daga fórum við um héraðið. — Á Egilsstöðum, sem verið hefir fyrirmyndar heimili eins langt og ég man, er nú að rísa upp sveitaþorp. Þar eru verslanir, talsímastöð, lækn- ir og nýlagður flugvöllur ásamt mjólkurbúi og fleiru. Út og niður frá bænum er Lagarfljótsbrúin, mörg hundruð fet á lengd, en mjó og skjálfandi og komin að falli. Má eins vel búast við, að einhvern góðan veðurdag falli hún ofan í fljótið með fullan umferðabíl í fangi. Á HALLORMSSTAÐ Sit ég og sé, hvernig sólin sindrar, sit hér í skóginum á Hallormsstað. Ljómandi jegurð! í Ijósi tindrar limið á kvistunum, er skeljur blað. Op nið’r að Leginum þarna — þarna, þar jann ég lund, sem mér geðjast að. Sit því og sé, hvernig sólin sindrar sit hér í skóginum við Hallormsstað. Presturinn í Vallanesi hafði verið svo elskulegur, að bjóða okkur bræðrunum heim. Mætti hann okkur í einkabíl sínum á Egilsstöðum og flutti okkur heim til sín. Næsta dag í sólskinsblíðu fór hann með okkur að Hallormsstað. Þar er fagurt uru að litast. Þar hefir skógræktin konr- ist á besta rekspöl. Auk innlendu bjarkarinnar eru þar mörg útlend tré, einkum þó barrtré, og sýnist Sitkagrenið frá Alaska ætla að þríf' ast þar best. Þar er stærðar hlíð al- þakin Sitkagreni, sem er orðið 15 feta hátt og betur á jafnmörguro árum. íslenska birkið virðist vera að úrættast, og hefir fjölda ára verið eytt í ræktun þess með litluiu og seinum árangri. Á Hallormssta eru samt nokkur allhá birkitré, svo kvað vera á einstöku öðruin stöðum. Það sem þeir kalla skóg, t- í Laugardalnum og víðar, er bara lágt kjarr, minna en mannhæð viða hvar. Nú virðist reynirinn ætla a verða aðal innlenda tréð. í ungdse^J mínu var reynir sjaldséður. Nu íy hann alla garða, sunnan, austan 0 norðan lands og vex vel, blomg og ber fræ árlega. Ég heyrði skera lega þjóðsögu um kjarrið, sem aU vitað á sér engan vísindalegan fót til styrktar. í skógi vaxinni ^ einni voru allmörg stórvaxm ’ sem voru svo drembilát, að þau ust ekki sjá almúgann — smse trén. Við það urðu minni trén1 s óánægð, að þau fóru að taka r hjá með fjalldrapanum. Stóru bja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.