Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Síða 119
FOKDREIFAR úr ferðinni
101
inu. Eyarskeggjum fækkar óðum, og
hafa þeir þó útvarpstæki og loft-
skeytatæki, ef um bráða læknishjálp
er að ræða, og flugvöllur er í aðsigi.
■^ar er enginn ríkur maður, en al-
nienn afkoma þó engu síðri en víðast
hvar í landi. Bjargsig og fuglatekja
var fyrir eina tíð einn aðalatvinnu-
Vegurinn, en er þó að hverfa. Var
^ér sagt, að aðeins tveir sigmenn
væru þar nú. Fór hinn yngri þeirra í
hjargið þá um vorið og meiddist af
§rjóthruni. Gráa loppan, sem fyr á
tímum seildist út úr bjarginu og
skar á vaðinn, lætur sér nú nægja
að kasta grjóti. Ýmisleg hjátrú hefir
Þó haldist þar til skamms tíma. Til
ósemis áttu kýr ekki að geta haldist
Par við fyrir sænautum. En nú eru
Par þó kýr og góður töðufengur.
ASBYRGI — DETTIFOSS
verður viskan að æskúbreki,
^nfeldnin guðdómleg speki.
Snemma næsta morgun fór vina-
°Pur í þremur bílum yfir Vaðla-
eiÓi, stansaði við Fnjóskárbrú og
ar bættist í hópinn. Vaglaskógur er
,ar í austurhlíð dalsins niður að
a^mi; ég þekti hann að fornu fari,
gafst ekki tími til að fara um
nn nú. Vegurinn liggur um Ljósa-
^a nsskarð, þetta einkennilega grös-
iif3 dalverPi- sem klýfur fjallgarð-
da^ milli Fnjóskadals og Bárðar-
ke S • ^aidalcinn' ”^-er iigSur> kjóla-
Haf r-r’ ^aihakinn of aldur“. Ekki er
þa a^ esynÍu> Þyí enn var snjór
La^ -nidur 1 fjöll (16. ágúst). Yfir
Urtf3 hjá haxamýri. Þar hefir löng-
lej, Verið stórbú, og þar var mesta
Var rhaS^áld ísla^ds fætt. Áð
mé a,^Usavík um stund. Bent var
1 áttina til Sands, þar sem
mesta skáldakyn Þingeyinga er fætt
og uppalið. Var nú lagt á Reykja-
heiði. Þaðan er útsýn góð — sést
alla leið til Grímseyar, og á hinum
víða Skjálfandaflóa er Flatey, sem
vatna sýnist yfir, og eyan, sem um
var kveðið: „Ég uni mér ekki út í
Máney“. Annars er heiðin einhver
ljótasti fjallvegur og torfærasti á
landinu. Loks Kelduhverfi. Er vítt
land, breitt og sendið að sjá út til
Axarfjarðar. Þá Ásbyrgi. Fegursta
og leyndardómsfylsta náttúrufyrir-
brigði landsins og ekki að undra þó
skáldin gæfust upp við það. Einar
grípur til goðsögunnar um Óðin og
Sleipni, „sem sporaði byrgið í svörð-
inn“. Það var aldrei neitt smátt hjá
Einari. Byrgið er á að giska fjórð-
ungur mílu á breidd og hálfu lengra
eða betur. Hefði ég átt að kjósa úti-
völl fyrir alsherjarþing íslendinga,
mundi ég hafa valið Ásbyrgi. Þar
inni mundi hæglega rúmast öll þjóð-
in, og kletturinn mikli í miðju,
„hóftungan“, yrði þá hið sanna og
tignarlega Lögberg, sem allra raddir
gætu heyrst frá, því klettahringur-
inn, ,skeifan“, bergmálar öll hljóð.
Þaðan er skamt að Dettifossi. Ár-
gljúfrin að fossinum og öll spildan
upp og niður með ánni er auðsjáan-
lega orðin til á sama tíma og Byrgið.
Fjögur stórskáld þjóðarinnar hafa
ort um fossinn og komist að ýmsum
niðurstöðum, en enginn dirfist að
leita að furðuverkinu sjálfu. Enginn
foss landsins er eins átakanleg mynd
hins ótakmarkaða og óbundna
kyngikrafts kaldra og hlutlausra
náttúruaflanna, og á því hafa öll
skáldin sprungið. Næst var haldið
upp Hólssand að Grímsstöðum á
Fjöllum í heiðríkju, og varpaði sólin
gullslit á allan fjallahringinn. Herðu-