Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Page 37
Tækniannáll 35
öðrum orkufrekum iðjukostum með innlendum og erlendum aðilum eins og þegar hefur verið
nefnt.
Auk þeirrar markaðsstarfsemi sem nú á sér stað, og beinist að einstökum iðjukostum eða
fyrirtækjum í ákveðnum iðnaði, fer fram almennt kynningar- og markaðsstarf m.a. í
Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi á vegum MIL í samvinnu við aðra aðila. Hér er um
langtíma samfellt markaðsstarf að ræða sem vonandi á eftir að skila sér þegar fram líða stundir.
7 Samgöngur og fjarskipti
7.1 Vegamál
Bifreiðaeign: Samkvæmt tölum frá Bifreiðaskoðun Islands voru nýskráðar fólksbifreiðar
5.583 á árinu 1994 á móti 5.674 árið áður eða um 1,6% færri. A sama tíma voru nýskráðar
hópferðabifreiðar 62 á móti 71 árið áður eða um 13% færri. Nýskráðar vöru- og sendiferða-
bifreiðar voru 660 á árinu 1994 á móti 708 árið áður eða um 7% færri.
Samdráttur er á innílutningi á bifreiðum og hefur svo verið undanfarin ár. Þrátt fyrir þenn-
an samdrátt stendur bifreiðaeign landsmanna þó svo að segja í stað ef bornar eru saman tölur
fyrir árslok 1993 og 1994. Þetta þýðir að nteðalaldur bifreiða er að hækka og er það áhyggjuefni.
Bensín: Bensínsalan varð 180,5 milljónir lítra og jókst salan um 1,15% frá fyrra ári.
Bensíngjald var hækkað um 5% þann 1. januar 1994 og var síðan óbreytt út tekjuárið, en
tekjuárið er frá 1. desember til 30. nóvember. Bensíngjaldið var síðan hækkað um 5,68% í
byrjun desentber 1994. Bensíngjald af blýlausu bensíni er enn 5,88% lægra en hið eiginlega
bensíngjald, en blýlausa bensínið hefur nú náð um 85% markaðshlutdeild í bensínsölu á Is-
landi. Þessi afsláttur þýðir það að tekjur vegasjóðs á árinu 1994 eru um 230 milljónum króna
lægri en ella.
Nokkrar sveiflur voru á verði bensíns á árinu. Verð á blýlausu 92 oct. bensíni var í ársbyrj-
un 64,40 kr./l, fór síðan hægt upp í 67,40 kr./l í ágúst, en var aftur komið niður í 65,10 kr./l í
lok tekjuársins. í desember hækkaði bensínverðið í kjölfar hækkaðs bensíngjalds.
Bensínsala hefur aukist ár frá ári, undantekning er þó árið 1993. Aksturinn eykst því þótt
bílunum hafi fækkað. Meðaleyðsla á bifreið hefur því farið stöðugt vaxandi frá 1988.
Þungaskattur: Gjaldskrár þungaskatts, bæði km-gjald og árgjald, voru hækkaðar 1. janúar
1994 um 5% eins og bensíngjaldið.
í ársbyrjun 1994 tók Vegagerðin að sér eftirlit með þungaskatti, þ.e.a.s. eftirlit með þunga-
skattsmælum og hvort af þeim sé lesið reglulega eins og lög mæla fyrir um. Það er vegaeftir-
lit Vegagerðarinnar sem nú annast þetta eftirlit en áður var það í höndurn fjármálaráðu-
neytisins. Við þessa breytingu stórjókst eftirlitið og er árangurinn þegar farinn að skila sér í
betri innheimtu.
Fjármagn til vegamála: Heildarútgjöld til vegamála árið 1994 voru 7.306 m.kr., en voru
7.528 m.kr. árið 1993 á verðlagi 1994. Skipting heildarútgjalda til vegamála var þannig að
tæplega helmingur þeirra fór til nýrra þjóðvega, þriðjungur fór í viðhald þjóðvega og afgang-
urinn uin einn sjötti í annað.
Á árunum 1993 og 1994 hækkaði kostnaður rnikið í Vesttjarðargöngum vegna hins mikla
vatnsflaums sem kom fram vorið og sumarið 1993. Til að mæta þessum kostnaði fékk
Vegagerðin 350 milljón króna aukatjárveitingu samkvæmt fjáraukalögum.
Auk markaðra tekna var í vegáætlun sérstök fjárveiting vegna átaks í atvinnumálum. Nam
þessi fjárveiting 900 milljónum króna og skyldi renna til nýframkvæmda í vega- og brúargerð.
Vegna þessa atvinnuátaks sem var árið 1993 og 1994 var ráðstöfunarfé til vegamála á þessum
árum meira en verið hefur urn langt skeið og er þá tekið tillit til hinna nýju verkefna við ferj-
ur og flóabáta, sem á árinu 1994 tóku til sín 350 milljónir króna.