Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Side 42

Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Side 42
40 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95 símstöðvar. I árslok voru um 81% allra uppsettra númera tengd stafrænum stöðvum og hafði þeim fjölgað um 26.782, eða úr 104.348 í 131.130. A árinu 1994 var unnið við að undirbúa breytingu á öllum símanúmerum á landinu og 1. desember voru ný sjö stafa símanúmer tekin í notkun á höfuðborgarsvæðinu svo og ný sjö stafa græn númer, samhliða eldri númerum. Aðalbreytingin var gerð um allt landið 3. júní 1995 um leið og ný símaskrá kom út og urðu þá öll almenn símanúmer sjö stafa. Eins og áður hefur komið fram var á árinu 1994 lokið við að tengja CANTAT 3 við íslenska fjarskiptanetið. Ný ljósleiðara-sæsímastöð var sett upp og tekin í notkun í Vestmannaeyjum. CANTAT 3 kerfið tengir saman Kanada, Island, Færeyjar, Danmörk, Þýskaland og England. Hlutverk stöðvarinnar í Vestmannaeyjum er að fjölga talsímarásum til útlanda og bæta gæði og öryggi þeirra. Sæsímastrengurinn er tæplega 7.800 km langur með greiningum. í strengnum eru sex Ijósleiðarar (þrú pör) og eru á honum 89 magnarastöðvar með u.þ.b. 90 km millibili. Tvö pör eru í notkun og eitt til vara. Kerfið vinnur á línuhraðanum 2,5 Gb/s sem jafngildir rúmlega 30 þúsund talrásum og er hægt að tvöfalda það án aukatilkostnaðar. í lok ársins 1994 voru komnir sjö 2 Mb/s straumar á kerfið. Nýtt farsímakerfi af GSM-gerð var tekið í notkun 16. ágúst 1994 og fékk góðar viðtökur. í fyrsta áfanga var kerfið byggt upp í kringum höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Akureyri og um áramótin voru notendur orðnir 2119 talsins. Settar voru upp 14 radíóstöðvar, tíu á höfuðborg- arsvæðinu, þrjár á Suðurnesjum og ein fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Þrátt fyrir það hélt notendum í NMT-farsímakerfinu áfram að fjölga með svipuðum hraða og áður og voru þeir orðnir 19.726 í lok ársins. Notkun boðkerfisins varð einnig útbreiddari og bættust 1620 nýir notend- ur við á árinu 1994 og voru þeir þá orðnir 7.249 talsins. Gjaldskrárbreytingar: Engar breytingar voru gerðar á gjaldskrá fyrir póstþjónustu á árinu 1994 en gefin var út ný gjaldskrá fyrir símaþjónustu innanlands. í henni fólst engin breyting á gjöldum en bætt var í hana gjaldskrá fyrir GSM-farsímakerfið sem var tekið í notkun á árinu. Gjaldskrá fyrir leigulínur til útlanda var lækkuð 1. október 1994 um tæplega 19% að meðaltali. Samkvæmt könnun sem OECD gerir í aðildarríkjunum þá er símakostnaður innanlands og í farsímakerfinu lægstur á Islandi. I sömu könnun kemur fram að á Islandi er gjaldskrá fyrir símtöl til útlanda nálagt meðaltali aðildarríkjanna og gjaldskrá fyrir gagnaflutning hér á landi er með því lægsta sem gerist. Síðustu 5 ár hefur gjaldskrá fyrir símakostnað innanlands lækkað að raunvirði um 9%. Á sama tíma hafa símtöl til útlanda að degi til lækkað mikið. Símtöl til Bandaríkjanna hafa lækkað að raunvirði um 45% frá ársbyrjun 1990 til ársloka 1994, til Þýskalands um 44%, til Bretlands um 34% og lil Danmerkur um 32% sem er einkennandi fyrir flest önnur lönd. Til viðbótar þessu hefur verið tekinn upp næturtaxti sem gildir frá kl. 23:00 til 08:00 alla daga og er hann 25% lægri en dagtaxti. 8 Útflutningur íslenskrar verkfræðiþekkingar 8.1 Virkir-Orkint Helstu verkefni Virkis-Orkint á árunum 1994 og 1995 hafa verið í Slóvakíu, Króatíu og Kína. Slóvakía: Unnið hefur verið samkvæmt samningi við Slovgeoterm Ltd., dótturfyrirtæki Virkis-Orkint í Bratislava, að hönnun, innkaupum á búnaði og yfirumsjón með hitaveitu- verkefni í bænum Galanta í Slóvakíu. Heildar framkvæmdakostnaður er áætlaður um 3 milljónir bandaríkjadala og veitir Norræni fjárfestingabankinn lán fyrir verulegum hluta fjár- festingarinnar. Hönnun stendur yfir og framkvæmdir eru byrjaðar. Einangraðar hitaveitupípur voru keyptar af fyrirtækinu SET h.f. á Selfossi að undangengnu útboði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Árbók VFÍ/TFÍ

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók VFÍ/TFÍ
https://timarit.is/publication/899

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.