Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Page 42
40 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
símstöðvar. I árslok voru um 81% allra uppsettra númera tengd stafrænum stöðvum og hafði
þeim fjölgað um 26.782, eða úr 104.348 í 131.130.
A árinu 1994 var unnið við að undirbúa breytingu á öllum símanúmerum á landinu og 1.
desember voru ný sjö stafa símanúmer tekin í notkun á höfuðborgarsvæðinu svo og ný sjö
stafa græn númer, samhliða eldri númerum. Aðalbreytingin var gerð um allt landið 3. júní
1995 um leið og ný símaskrá kom út og urðu þá öll almenn símanúmer sjö stafa.
Eins og áður hefur komið fram var á árinu 1994 lokið við að tengja CANTAT 3 við íslenska
fjarskiptanetið. Ný ljósleiðara-sæsímastöð var sett upp og tekin í notkun í Vestmannaeyjum.
CANTAT 3 kerfið tengir saman Kanada, Island, Færeyjar, Danmörk, Þýskaland og England.
Hlutverk stöðvarinnar í Vestmannaeyjum er að fjölga talsímarásum til útlanda og bæta gæði
og öryggi þeirra. Sæsímastrengurinn er tæplega 7.800 km langur með greiningum. í strengnum
eru sex Ijósleiðarar (þrú pör) og eru á honum 89 magnarastöðvar með u.þ.b. 90 km millibili.
Tvö pör eru í notkun og eitt til vara. Kerfið vinnur á línuhraðanum 2,5 Gb/s sem jafngildir
rúmlega 30 þúsund talrásum og er hægt að tvöfalda það án aukatilkostnaðar. í lok ársins 1994
voru komnir sjö 2 Mb/s straumar á kerfið.
Nýtt farsímakerfi af GSM-gerð var tekið í notkun 16. ágúst 1994 og fékk góðar viðtökur. í
fyrsta áfanga var kerfið byggt upp í kringum höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Akureyri og um
áramótin voru notendur orðnir 2119 talsins. Settar voru upp 14 radíóstöðvar, tíu á höfuðborg-
arsvæðinu, þrjár á Suðurnesjum og ein fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Þrátt fyrir það hélt notendum
í NMT-farsímakerfinu áfram að fjölga með svipuðum hraða og áður og voru þeir orðnir
19.726 í lok ársins. Notkun boðkerfisins varð einnig útbreiddari og bættust 1620 nýir notend-
ur við á árinu 1994 og voru þeir þá orðnir 7.249 talsins.
Gjaldskrárbreytingar: Engar breytingar voru gerðar á gjaldskrá fyrir póstþjónustu á árinu
1994 en gefin var út ný gjaldskrá fyrir símaþjónustu innanlands. í henni fólst engin breyting á
gjöldum en bætt var í hana gjaldskrá fyrir GSM-farsímakerfið sem var tekið í notkun á árinu.
Gjaldskrá fyrir leigulínur til útlanda var lækkuð 1. október 1994 um tæplega 19% að meðaltali.
Samkvæmt könnun sem OECD gerir í aðildarríkjunum þá er símakostnaður innanlands og
í farsímakerfinu lægstur á Islandi. I sömu könnun kemur fram að á Islandi er gjaldskrá fyrir
símtöl til útlanda nálagt meðaltali aðildarríkjanna og gjaldskrá fyrir gagnaflutning hér á landi
er með því lægsta sem gerist.
Síðustu 5 ár hefur gjaldskrá fyrir símakostnað innanlands lækkað að raunvirði um 9%. Á
sama tíma hafa símtöl til útlanda að degi til lækkað mikið. Símtöl til Bandaríkjanna hafa
lækkað að raunvirði um 45% frá ársbyrjun 1990 til ársloka 1994, til Þýskalands um 44%, til
Bretlands um 34% og lil Danmerkur um 32% sem er einkennandi fyrir flest önnur lönd. Til
viðbótar þessu hefur verið tekinn upp næturtaxti sem gildir frá kl. 23:00 til 08:00 alla daga og
er hann 25% lægri en dagtaxti.
8 Útflutningur íslenskrar verkfræðiþekkingar
8.1 Virkir-Orkint
Helstu verkefni Virkis-Orkint á árunum 1994 og 1995 hafa verið í Slóvakíu, Króatíu og Kína.
Slóvakía: Unnið hefur verið samkvæmt samningi við Slovgeoterm Ltd., dótturfyrirtæki
Virkis-Orkint í Bratislava, að hönnun, innkaupum á búnaði og yfirumsjón með hitaveitu-
verkefni í bænum Galanta í Slóvakíu. Heildar framkvæmdakostnaður er áætlaður um 3
milljónir bandaríkjadala og veitir Norræni fjárfestingabankinn lán fyrir verulegum hluta fjár-
festingarinnar. Hönnun stendur yfir og framkvæmdir eru byrjaðar. Einangraðar hitaveitupípur
voru keyptar af fyrirtækinu SET h.f. á Selfossi að undangengnu útboði.