Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Síða 48
46 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
virkja, rannsóknir á sveiflueiginleikum jarðefna, rannsóknir á aflfræðilegum eiginleikum vega-
gerðarefna, sveiflu- og burðarþolsfræði flókinna virkja, ólínuleg greining, áhættugreining
mannvirkja og kerfa, jarðskjálftaeinangrun brúa, mælingar á titringi frá sprengingum og
tölvustudd hönnun
Kerfisverkfræðistofa: Rannsóknasviðin eru stjórn-, stýri- og samskiptatækni, leiðsögu- og
staðsetningartækni, gagnasamskipti, gagnaúrvinnsla, mælitækni og margmiðlun.
Kerfisverkfræðistofa þróaði sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir skipaflotann í samvinnu við
Slysavarnafélagið. Sama kerfi hefur einnig verið útfært fyrir flugvélar og landfarartæki.
Samvinna við Flugmálastjórn hefur verið mikil undanfarin ár. Þróað var skeytadreifingar-
kerfi sem verið hefur í notkun síðan 1981. Þróun ratsjárgagnavinnslukerfis hófst 1986 og hefur
verið í notkun hjá Flugmálastjórn um nokkurt skeið. Ratsjárgögn hafa verið greind og gerð
líkön af skekkjum ratsjáa, með tilliti til framsetningar á fjölratsjárgögnum. í því verkefni hefur
verið unnið að þróun aðferða við að blanda saman mælingum frá mismunandi skynjurum með
Kalman síun.
Hagkvæmisathuganir hafa verið gerðar fyrir ratsjár á Hornafirði (1984) og á Grænlandi
1993-4. Ennfremur var gerð athugun á fjarskiptakostnaði við sjálfvirkt staðsetningareftirlit
llugvéla.
Beiting herma til þess að líkja eftir hegðun kvikra kerfa hefur verið umfangsmikið svið við
stofuna. Samvinna hefur verið við Hitaveitu Reykjavíkur og Verkfræðistofuna Rafhönnun h/f
um gerð hermis af Nesjavallavirkjun. Þróaður hefur verið flugumferðarhermir og ratsjárgagna-
vinnsluhermir í samvinnu við Flugmálastjórn íslands, Integral Consult (danskt ráðgjafa-
fyrirtæki) og Flugmálastjórn Tékklands. Einnig hefur verið þróaður hermir af járnblendiofnum
í samvinnu við íslenska Jámblendifélagið hf. Enn fremur hefur verið unnið að framhalds-
verkefnum nemenda á sviði ofnstýritækni hjá íslenska Járnblendifélaginu hf.
Upplýsinga- og merkjafræðistofa: Unnið er að sérhæfðri merkjafræðilegri úrvinnslu mæli-
gagna, fjölrásaskráningu, síun og breytingu merkja á tölvutækt form. Þróun forrita til merkja-
greiningar og frekari tölfræðilegrar úrvinnslu á sviði lífverkfræði, lífeðlisfræði, jarðvísinda
o.fl. Gervigreind og tauganet eru sérsvið innan stofunnar. A stofunni eru stundaðar fjarkönn-
unarrannsóknir og mælingar úr flugvélum, m.a. eftirlit með virkum eldfjöllum og breytingum
á jarðhitasvæðum, kortlagningu á gróðurþekju, og mælingar á blaðgrænu í sjó.
Varma- og straumfræðistofa: Megináhersla í rannsóknum hefur verið á sviði hitaveitukerfa
þar sem stofan hefur tekið umfangsmikinn þátt í norrænum verkefnum og tengst Hitaveitu
Reykjavfkur. Árið 1995 samþykkti Hitaveita Reykjavíkur að stofna tímabundna stöðu á sviði
hitaveituverkfræði sem mun hafa aðsetur við stofuna. Rannsóknir á straumfræði veiðarfæra
fara fram við stofuna í nánu samstarfi við Hampiðjuna.
Vatnafræðistofa: Straumfræði vatnakerfa og hafs, umhverfisverkfræði og fráveitutækni eru
meðal rannsóknasviða.
Önnur tengd starfsemi: Rannsóknir á efniseiginleikum samsetninga (komposit) eru stund-
aðar við VHÍ. Rannsóknaráð íslands veitti stöðu sérfræðings á þessu sviði árið 1995 með
aðstöðu við stofnunina. Titrings og bilanagreining á vélum og burðarvirkjum ásamt hönnun og
svokallaðri erfðafræðilegri bestun. Á sviði ljóstækni er tilraunaaðstaða við stofnunina.
Fræðilegar rannsóknir á sviði gæðastjórnunar með tilliti til mismunandi atvinnuvega. Gerð
námsgagna fyrir evrópskan sjávarútveg sem unnin var af Verkfræðideild og Sammennt.
Tölfræðileg bestunarfræði í sjávarútvegi.
Verkefni studd af Evrópubandalaginu: Síðla árs 1995 hóf Kerfisverkfræðistofa þátttöku í
nýju verkefni, styrktu af ESB í samvinnu við Póst og Síma og Nýherja hf. á sviði upplýsinga-
tækni og margmiðlunar. Ennfremur hófst nýtt verkefni, lifandi veðurvarp, í samvinnu við
Veðurstofuna, Flugmálastjórn, Vegagerðina og Slysavarnafélagið á árinu 1995.