Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Blaðsíða 142
140 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
vatnið. Eftir að skiljuvatnið hefur sameinast læknum rennur hann um eins km vegalengd ofan-
jarðar en hverfur síðan niður í sprungu í hrauni. A þeirri leið fellur nokkuð af kísli úr skilju-
vatninu út í lækjarbotninn. Magn útfellinga er þó lítið, því einungis sest til innan við 1 cm á
ári í lækjarbotninum. A leiðinni kólnar vatnið í læknum, þannig að hiti þess er undir 30°C
þegar hann hverfur í sprunguna. Athuganir hafa sýnt, að valnið úr læknum blandist grunn-
vatni á svæðinu (8). Vatnsborð þessa grunnvatns er á um 60 m dýpi, nokkru ofan við vatns-
borð Þingvallavatns.
(b) Þéttivatn frá virkjunni er 50-100 1/sek. Þetta vatn er um 20°C heitt og sýrustig þess er 3-
4. Það er leitt í 80 m djúpa borholu á stöðvarhúsplaninu. Eins og kemur fram á mynd 10 fer
verulegur hluti brennisteinsvetnis úr borholutlæðinu með þéttivatni frá virkjuninni Leitað
hefur verið uppstreymis brennisteinsvetnis umhverfis borholuna, en ekki fundist nein merki
þess. Bæði skiljuvatn og þéttivatn fer, eins og lýst er hér að ofan, með grunnvatnsstreymi að
Þingvallavatni. Því hefur verið fylgst reglulega með efnainnihaldi grunnvatns, sem streymir í
Þingvallavatn. Sést hafa lítilsháttar breytingar á efnainnihaldi vatns, sem kemur undan vestari
hluta Nesjavallahrauns. Breytingarnar stafa aðallega af oxun brennisteinsvetnis í þéttivatni í
súlfat. Styrkaukning súlfats er lítil, úr 12 mg/1 í 17 mg/1. Til samanburðar er leyfilegur styrkur
súlfats í drykkjarvatni meira en tvöfalt hærri. Ekki hafa sést neinar breytingar á efnainnihaldi
kalda vatnsins, sem dælt er til orkuversins frá dælustöðinni við Grámel.
(c) Við þéttingu jarðhitagufunnar í varmaskiptunum verða eftir óþéttanleg gös. Þeim er
blásið út í um 20 m hæð ofan loftinntaks við stöðvarhús. Gas þetta er að miklu leyti kolsýra
og brennisteinsvetni. Gerðar hafa verið allmargar mælingar á brennisteinsmagni í lofti
umhverfis virkjunina (9). Unnið er að verkefni í samvinnu við Orkustofnun o.fl. á athugunum
á gasútblæstri jarðhitavirkjana.
Jarðhitavirkjanir á háhitasvæðum hafa til skamms tíma verið reknar þannig, að borholur eru
annað hvort alveg opnar eða lokaðar. Ekki hefur verið breytt rennsli úr holum til að aðhæfa
notkun í virkjun á hverjum tíma. Nú er verið að prófa að nota stjórnloka á borholur, þannig að
ekki verði látið streyma meira úr borholunum en nýtt er á hverjum tíma. Einnig er verið að
undirbúa smíði skiljuvatnsvarmaskipta til að nýta borholuvökvann betur en nú er gert. Þetta
hvorutveggja á að minnka verulega gufuútstreymi (varmaútstreymi) á vinnslusvæðinu. Auk
þess bætir það nýtingu og þar með endingu jarðhitasvæðisins.
9 Framtíöarsýn
Hraði uppbyggingar á Nesjavöllum í náinni framtíð er að sjálfsögðu háður þörf Hitaveitunnar
á nýjum virkjunum, bæði til vatns- og rafmagnsframleiðslu. Hér að framan hefur verið bent á,
að flæði frá jarðhitasvæðinu hefur breyst og uppbyggingin hefur verið og verður verulega
hægari, en gert var ráð fyrir í upphafi. Á þetta bæði við um vatns- og rafmagnsframleiðslu.
Rétt þótti því að endurskoða allar áætlanir um fyrirkomulag og á samrekstri vatns- og raf-
magnsframleiðslu. Markmiðið var að leita lausna til að ná hámarks rafmagnsframleiðslu
samhliða 200 MW vatnsframleiðslu. Sýnt hefur verið fram á, að hægt er að ná upp undir 50
MW rafmagnsframleiðslu í takt við 200 MW vatnsframleiðslu. Unnið er að undirbúningi
verkhönnun slíkrar virkjunar. Fyrstu niðurstöður benda til að rafmagnsframleiðsla í þessum
mæli verði mjög hagkvæm. Að sjálfsögðu verður miðað við markaðsstöðu í raforkumálum á
landinu. Vinnu við áætlanir þessar er ekki lokið og engar ákvarðanir hafa verið teknar um upp-
byggingu.