Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Page 152
150 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
Til að brjóta upp langa stoðveggina eru gerð í þá göt með upplýstum litlum bakrýmum í sömu
litum og súlurnar í miðjunni. Þessi litla lausn sem hefur mikil áhrif átti sér einnig langa fæðingar-
og þróunarsögu í stöðugu samspili milli aðila. Að lokum varð verkfræðingahlutinn sem á
endanum vildi hafa göt í öðrum stoðveggnum en steina standandi beint á móti út úr veggjunum
hinum megin Vesturlandvegarins að beygja sig. Það var þó ekki fyrr en eftir hetjulega baráttu
þar sem alls konar hugmyndafræðilegum rökum var beitt, allt frá kenningu Wegeners um rek
heimsálfanna þar sem stoðveggirnir áttu að tákna heimsálfurnar yfir í karl/kvenlíkingu.
Neyddust þeir að lokum til að samþykkja sporbaugformuð upplýst göt báðum meginn, eftir að
hafa orðið að viðurkenna að sú iausn var bæði ódýrari, fallegri og umferðatæknilega öruggari.
I verkefni sem þessu eru fagurfræði og verkfræði svo samtvinnuð að ekki er hægt að skilja
á milli. Þetta krefst mjög sérstaks samstarfs milli verkfræðinga og arkitekta sem verður að vera
náið, jákvætt og opið en um leið gagnrýnið og íhugult ef árangur á að nást. Báðir aðilar verða
að hafa innsýn inn í heim hins aðilans og um leið áhuga á honum.
4.3 Burðarkerfi
Burðarkerfi brúarinnar er myndað af steyptum ramma yfir tvö höf með liðtengda milliásetu.
Heildarlengd rammans er um 35 m, en horn hans eru vægisstíf og undirstöður mynda innspennu
niður við sökkulfót.
Við val á endastöplum og grundun þeirra voru skoðaðir ýmsar gerðir af stöplum m.t.t. kostn-
aðar. Niðurstöður þessara athuganna voru að best væri að byggja endastöplana á mjög vel þjapp-
aðri fyllingu þar sem dýpi á klöpp við nyrðri stöpulinn var það mikið að var ekki hagkvæmt
að grunda beint á klöppinni. Þó tiltölulega grunnt sé á klöppina við syðri endastöpulinn þá var
valið að setja báða endastöplana ásamt millistöpli á fyllingu til að mannvirkið hefði sem lík-
asta hreyfimöguleika og minnka hættu á mismunasigi. Allir stoðveggir voru einnig grundaðir
á fyllingunni.
Við hönnun mannvirkisins var sett upp nákvæmt finite element líkan af brúnni. Með hjálp
þess voru skoðuð áhrif hugsanlegs mismunasigs og færslu endastöplanna á brúna. Sú skoðun
sýndi að brúin á mjög auðvelt með að taka upp hreyfingarnar þar sem hún er svo grönn sem
raun ber vitni. Hæð endastöplanna niður fyrir sökkulfót er um 7 m, en þykkt þeirra er 350 mm.
Breidd sökkulfótar er 3,0 m en breikkar síðan í 4,2 m þegar stoðveggir taka við. Lengd enda-
stöplanna er um 60 m, en þar fyrir utan taka við stoðveggir um 26 m að lengd til beggja enda.
Milliáseta rammans er gerð úr sjö þrístrendum stálsúlum sent standa á lágum steyptum stöpli,
og mynda liðtengingu við yfirbyggingu og steypta stöpulinn. Súlurnar eru hannaðar fyrir rnjög
háan áslægan þrýstikraft, jafnframt sem þær eiga standast hugsanlegt árekstrarálag. Við hönn-
un yfirbyggingarinnar var þó gert ráð fyrir því að ein súla gæti gefið sig við árekstur án þess
að brúin bæri skaða af. Við þá skoðun er þó ekki reiknað með hámarksumferðarálagi. Súlurnar
eru myndaðar úr þrístrendum stjörnulaga „kjarna" úr plötustáli, sem armar súlnanna eru síðan
soðnir við. Þessir armar mynda síðan hið ytra þrístrenda form súlnanna. Þar sem þversnið
súlna er breytilegt þurfti að bogaforma allar plötur sem þversniðið mynda. Súluendar og legur
eru keiluformuð og rennd úr stáli, þó upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að þau yrðu steypt úr
sérstakri stálblöndu. Annað efni súlna er unnið úr plötustáli (St.52). Öll hönnun og smíði þess-
ara súlna krafðist mikillar nákvæmni þar sem lögun þeirra og þversniðsstærð er mótuð
nákvæmlega eftir þörfum m.t.t. áraunar á hverjum stað í súlunni. Tenging súluendanna við
yfirbyggingu er gerð með 22 mm skúfboltum í hvorum enda. Þessi granna lögun súlnanna
ásamt hinum sporöskjulaga opum á stoðveggjunum, gera það að verkum að göngin undir
brúna virka opnari fyrir notandann. Súlurnar eru málaðar í þremur litum og súlunum er snúið
undir brúnni þannig að litirnir fylgja mönnum þegar þeir keyra undir brúna.