Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Síða 153

Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Síða 153
Mislæg gatnamót 151 Breidd brúarinnar er mjög breytileg, eða frá 30 m upp í 60 m, vegna rampanna sem liggja að henni. Brúargólfið er einungis 460 mm þykkt og er eftirspennt bæði í lang- og þverstefnu. Alls eru notaðir 47 tólf víra langkaplar (norður-suður) og 13 sex víra þverkaplar (austur-vestur) í brúargólfinu. Ystu sjö langkaplarnir beggja vegna brúarinnar ganga upp í gangstétt yfir ystu súlum, þannig næst aukin vægisarmur þar sem mesta áraunin er yfir súlunni. Þessir ystu kaplar valda hins vegar togáraun í þverstefnu brúarinnar þar sent lárétt lega þeirra tekur mið af bogadregnunt handriðskanti brúarinnar. Þetta er gert til að ná köplunum inn á það svæði á hafinu þar sem þeirra er mest þörf. Þessir togkraftar eru síðan teknir upp af þverköplunum, sem jafnframt taka upp hluta af togáraun frá ytra álagi í þverstefnu brúarinnar yfir súlunum. Vegna mikils álags á súlurnar og hins þunna þversniðs brúargólfsins þá þurfti verulega skerbendingu yfir öllum súlunum. Jafnframt var steypustyrkur í neðstu 400 mm þversniðsins, á 6 m breiðu bili, yfir súlunum aukinn í C60. Almennt er notuð C35 steypa í mannvirkinu nenta í handrið inn á brúnni, þar er C45 steypa notuð vegna hárra þrýstispenna í handriðinu. Frágangur brúargólfsins að ofan er á hefðbundinn máta, þó eru engar þensluraufar til end- anna. Sigplöturnar ganga beint niður í malarfyllinguna og malbikið gengur óslitið yfir brúna. Þetta sparar stofnkostnað og gerir allt viðhald auðveldara. 5 Lýsing framkvæmdar og tímaáætlun Framkvæmdin við gatnamótin er hluti stærri framkvæmdar sem felur í sér breikkun Vesturlandsvegarins frá Skeiðarvogi að Höfðabakka og skoðast hún í samhengi við aðrar framkvæmdir sem miða að bættum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Má þar nefna breikkun Miklubrautar frá Kringlumýrarbraut að Sæbraut og gerð tengingar frá Suður- landsvegi að Vesturlandsvegi ásamt breikkun Vesturlandsvegar frá Höfðabakka að Suður- landsvegi. Framkvæmdin var í stuttu máli þannig að fyrst var byggt bráðabirgðaframhjáhlaup sem umferð var beint inn á meðan á framkvæmdum stóð. Framhjáhlaupið var gert austan gatna- mótanna og var um að ræða Ijósastýrð gatnamót með svipuðu fornti og verið höfðu á gatna- mótunum áður en framkvæmdir hófust. Eftir þá aðgerð var hafist handa við brúarbygginguna sjálfa og aðliggjandi götur og rampa. Frantkvæmdir við mislægu gatnamótin hófust í nóvem- ber 1994 með gerð framhjáhlaupsins og stóð framkvæmdin fram í ntiðjan mars 1995 en þá hófust framkvæmdir við brúna og aðliggjandi götur. Meginþungi þeirrar framkvæmdar stóð í tæpa 6 mánuði og náði hámarki þegar Höfðabakkanum var lokað að fullu fyrir umferð meðan lokaátak við gerð gatnamótanna fór fram. Gatnamótin voru síðan opnuð fyrir almennri umferð 20. ágúst 1995, tæpum þremur vikum fyrr en áætlað hafði verið. Eins og áður er getið eru gatnamótin ein umferðarþyngstu gatnamót landsins og því var einn stærsti höfuðverkurinn við gerð þeirra að leysa með góðu móti umferð á frantkvæmda- tímanum. Var þar sérstakt áhyggjuefni 25 daga lokun á Höfðabakka frá Bíldshöfða að Bæjarhálsi meðan á lokaáfanga framkvæmdanna stóð. Var lögð töluverð vinna í að skipu- leggja umferðina á framkvæmdatímanum og þegar upp er staðið er óhætt að segja að ntjög vel hafi til tekist og tafir vegfarenda orðið tiltölulega litlar. Beitt var ákvæðum um flýtifé í fyrsta sinn í framkvæmd á vegum Reykjavíkurborgar en Vegagerðin hefur beitt slíkum ákvæðum áður. Skapaðist mikil spenna og fjölmiðlaáhugi í kringum þá ákvörðun hluta verktakanna að verðlauna starfsfólkið ef tækist að flýta verkinu og lögðu verktakarnir dag við nótt. A endanum tókst að opna Höfðabakkann töluvert fyrr en áætl- að hafði verið og fékk verktakinn greiddar 8 m.kr. í flýtifé. Meðan á brúarbyggingunni stóð þurfti að takmarka umferð hárra bíla (>4,0 m) um Vesturlandsveginn. Það var gert með sérstökum viðvörunarbúnaði sem samanstóð af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Árbók VFÍ/TFÍ

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók VFÍ/TFÍ
https://timarit.is/publication/899

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.