Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Síða 172
170 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
Gera má ráð fyrir að tíminn sem í hana fer styttist með hverju árinu bæði vegna vinnu fyrri
ára og þjálfunar, þannig að að lokum taki vel undirbúin stefnumótunartörn jafnvel ekki lengri
tíma en eina viku. Má í því sambandi benda á reynslu fjölda erlendra fyrirtækja.
Eins og skynja má af lestri þessarar greinar þarf að mjög mörgu að hyggja í stefnumótun. 1
flestum tilfellum munu stjórnendur gera rétt í því að hafa einhvern til aðstoðar sem hefur
reynslu af henni fyrstu 1-3 skiptin sem hún fer fram. Þannig leiðbeininga er mest þörf í fyrsta
skipti en á síðan að deyja smám saman út.
5 Greining á fyrirtækinu
Skal nú hugað nánar að einstökum atriðum í greiningarþættinum.
5.1 Tilgangur
Hlutverk, framtíðarsýn og gildismat eru hér sameiginlega nefnd tilgangur fyrirtækisins. Um er
að ræða blöndu af greiningu á draumsýnum stjórnenda og hreinum staðreyndum. Þeim er beint
að því að staðfesta eða breyta fyrirtækismenningunni í meira eða minna mæli. Með henni er
átt við hvernig hlutirnir eru gerðir í fyrirtækinu, hvernig hugsunarhátturinn er o.s.frv. sem er
afskaplega misjafnt eftir fyrirtækjum. Markmiðið er bæði að skýra grundvallaratriði fyrir
stjórnendum, m.a. drauma þeirra sjálfra um framtíð fyrirtækisins, og þó enn frekar fyrir starfs-
mönnum hver hin raunverulega hugmynd sé að baki komandi breytingum, hvert beri að stefna
og skapa samstöðu um það innan fyrirtækisins, hvers sé ætlast af þeim, hvernig þeir eigi að
haga sínum störfum o.s.frv. Athuga þarf að mikið er lagt upp úr því að framsetning hlutverks
framtíðarsýnar og gildismats sé skýr og skiljanleg fyrir alla starfsmenn og nægilega stutt til
þess að þeir muni hana. Ennfremur má samanlagt stefna þessum atriðum í þá átt að skapa
fyrirtækinu nýtt umhverfi í stað þess einungis að svara því vegna þess að það að byggja á
greiningu, innsæi og samstöðu skapar nýjar víddir fyrir fyrirtækið að stefna að og gefur því
miklu meiri möguleika á framsókn eftir nýjum brautum.
5.2 Hlutverk
Lýsingu á hlutverki fyrirtækisins er ætlað að svara því hvers vegna fyrirtækið er til, hvaða þörf-
um og hvaða viðskiptavinum fyrirtækið ætlar að þjóna, hvernig það ætlar í grundvallaratriðum
að haga rekstrinum og á hvaða sviði fyrirtækinu er ætlað að starfa. Þetta samsvarar í raun og
veru spurningunni í hvaða „business“ fyrirtækið sé.
5.3 Framtíðarsýn
Oft hefur reynst erfitt að skapa vilja hjá starfsliði til þess að standa að þeim breytingum sem
ákveðnar hafa verið í stefnumótun (og það „á ekkert í“). Framsetningu hennar er ætlað snúa
því til betri vegar. Tilgangurinn er m.a. sá að „mála mynd“ af þeirri framtíð sem stjórnendur
ætla því. Hugmyndin byggir bæði á því að þannig verði inntakið í stefnumótuninni skiljan-
legra og að auðveldara reynist að ná takmarki sé það gert „myndrænt“. Hún er tengiliðurinn
milli draums og framkvæmdar hans. Hún þarf að skapast af innsæi. Reynslan af henni sýnir
að rökfesta er ekki allt.
Framtíðarsýn er tiltölulega nýtt fyrirbæri í stefnumótun (formlega séð a.m.k.). Hana má
skilgreina sem eitthvað sem forystumenn fyrirtækisins ætla því í framtíðinni, eitthvað sem
sameinar hagsmuni þess og starfsliðsins, eitthvað sem stýrir markmiðum og stefnumálum
þess, eitthvað sem er bæði krefjandi og spennandi og eitthvað sem er raunhæft.
Framtíðarsýn ætti auk þess að vera einstök, en alls ekki eftiröpun einhvers sem þegar er
þekkt. Hún þarf að vera eitthvað sem öllum finnst sjálfsagt, einnig starfsliðinu. Hún þarf að
vera öllum skiljanleg og helst vera þannig að hún sé „eign allra“. Ekki mun saka að hún beri