Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Page 180

Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Page 180
178 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95 stefnumótun er gerð í fyrsta skipti nær hún oft aðeins til fáeinna mánaða. Hér gildir það sama og á flestum sviðum stefnumótunar. Að taka ekki stærri skref en maður ræður vel við og treysta því síðan að æfing skapi ineistarann. Þar sem því er viðkomið er reynt að láta ábyrgð á framkvæmd verkefnanna fylgja stjórn- unarlínum. Á mynd nr. 6 er að finna einfaldaða mynd af því hvernig markmið og stefnumál þurfa að hríslast niður skipuritið. Á mynd nr. 8 er listi yfir verkefni ákveðinnar deildar. Einnig þarf að athuga að yfirleitt er drjúgur hluti verkefnanna þverfaglegur þannig að þau fylgja stjórn- unarlínunum illa eða jafnvel ekki. Þess vegna er oft þörf á að skipuleggja mörg verkefni óháð þeim. Því er oft nauðsynlegt að skipa sérstaka stjórn eða stjórnanda til þess að hafa umsjón með þeim. Það er þáttur í því sem oft er kallað hliðarskipulag. Athuga þarf að þeir sem hafa unnið að stefnumótuninni verða að vera þátttakendur í framkvæmd hennar. Þeir eru bestir til þess vegna þess að hún er þeirra „eign“ þannig að þeir hafa hana betur á tilfinningunni en aðrir. Mjög oft er hentugt að verkefnin séu unnin í hópstarfi. Sé stunduð gæðastjórnun í fyrirtæk- inu þýðir þetta að stefnumótunin og gæðastjórnunin blandast þannig að jafnvel verður ekki unnt að sjá í hvoru stjórnunarkerfinu verkefnin verða til. Við þetta kemur yfirleitt mikill kipp- ur í gæðastjórnunina enda á hún sér yfirleitt ekki langra lífdaga auðið ef ekki er mótuð heild- arstefna fyrir fyrirtækið. Stjórn á framkvæmd stefnumótunar byggir á miklum mælingum á árangri. Þær spanna allt frá mælingum á árangri af verkefnum til heildarárangurs, þ.á.m. skoðana- eða markaðskann- ana, eftir því sem við verður komið. Umfjöllun um þær er svo umfangsmikil að það væri efni í aðra grein. Hér skal látið nægja að gefa eftirfarandi ráð: • Mæliö þaö sem er mikllvægt, ekki bara þaö sem er auövelt aö mæla. • Byggið á myndrænni framsetningu eftir því sem mögulegt er. • Notiö ekki mælingar til þess að gagnrýna eða ávíta fólk. Þegar þaö er gert eru engin tak- mörk fyrir hugmyndaflugi þess viö að „hnika þeim til rétts vegar". Hafið þær þess vegna eins hlutlausar og mögulegt er. • Notiö mælingarnar til þess aö læra af þeim á þann hátt sem fram kemur I Deminghringn- um. Sjá mynd nr. 7. 8 Breytur Þegar meiri háttar breytingar eru gerðar í fyrirtæki er oftast rík ástæða til þess að huga vel að svokölluðum breytum sem tilgreindar eru á mynd nr. 9, þar sem yfirleitt þarf að gera veru- lega bragarbót eða endurbætur á þeim eftir hverja stefnumótunartörn. Það flækir óneitanlega framkvæmd stefnunnar. T.d. þarf yfirleitt að endurskoða skipulagningaraðferðir í hvert sinn sem farið er í nýja stefnumótunartörn. Oft þarf að setja upp nýtt hliðarskipulag. Alltaf þarf að huga að endurskipulagningu á stjórn fyrirtækismenningarinnar. Hefja þarf fyrstu tilraunir til skipulagningar hennar ef það hefur ekki verið reynt áður. Oftast er þörf á nýrri sókn í menntun og þjálfun starfsliðsins og endurskoðun á ímynd fyrirtækisins í hugum viðskiptavina og hagsmunaaðila. Yfirleitt þarf að huga að endurbótum á mælingakerfinu og hvatningu starfs- manna auk þess sem ekki má gleyma tækninýjungum til þess að auðvelda framkvæmd stefn- unnar. 9 Fyrirtækismenning Einn þeirra þátta sem nefndir voru undir heitinu breytur skal nú útskýrður örlítið nánar. Það er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Árbók VFÍ/TFÍ

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók VFÍ/TFÍ
https://timarit.is/publication/899

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.