Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Side 210

Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Side 210
208 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95 manni sínum, fyrstu meiriháttar brúna sem hönnuð var og síðar byggð af íslendingum, brúin yfir Ytri-Rangá hjá Ægissíðu. Þetta er án efa eitt merkasta verk Jóns sem landsverkfræðings, þótt ég telji reyndar 10 ára vegaáætlunina sem hann lagði fyrir þingið 1907 jafn merkilega. Við hönnun og gerð þessarar brúar var ekki aðeins öll hönnunin færð heim heldur einnig framkvæmdin. Aður höfðu báðir þessir verkþættir við stærri framkvæmdir verið í höndum erlendra aðila og þá einkum Dana. Við þetta iækkaði tilkostnaður við varanlega brúargerð um nær 40%. Brú þessi var járnbitabrú 92 m að lengd og 2,6 á breidd með bei andi gitterbitum í þremur höfum. Járnbitarnir voru smíðaðir í smiðju sem Jón kom á fót af þessu tilefni og varð upphaf Landssmiðjunnar. Jón tók virkan þátt í smíði burðarvirkisins í Landssmiðjunni og var hann iðulega mættur þar eldsnemma á morgnana til að taka þátt í smíðinni, gera mælingar og útskýra teikningar. Til þess að geta sinnt þessu verkefni nógu vel hætti Jón við að taka þátt í alþingiskosningum 1911. Brúin yfir Rangá er „gitterdregari“ yfir 3 fög, hvert um 30 m þar sem miðfagið er útkrag- andi og endafögin hanga í því. Til þess að athafna sig var fyrst reist trébrú við hlið brúarstæðisins og frá henni voru stöplarnir reistir. Endastöplarnir eru báðir byggðir úr tilhöggnu grjóti og bakmúraðir með steypu. Vestari millistöpullinn, en þar var dýpi mest, var byggður með því að steypa upphengdan kassa yfir stöpulstæðinu, en áður hafði verið rekinn spúnsveggur kringum stöpulinn og hreinsað undan honum. Þessum kassa var síðan slakað niður í vatnið og steypt í hann með miklu af svoköll- uðu sparigrjóti. Ofan á þessa steyptu undirstöðu var síðan stöpullinn hlaðinn úr tilhöggnu grjóti með baksteypu. Eystri millistöpullinn var á grynnra og rólegra vatni og þar var undirstöðuplatan steypt beint niður um trekt og svo hlaðið ofan á hana tilhöggnum steinum með baksteypu. A þessar undirstöður kom svo yfirbyggingin en hún hvíldi á föstum sætum á endastöpl- unum og miðbitinn var fastur á millistöplunum, en endahöfin hvíldu á fjaðrahjöltum á endum miðbjálkans. Brúargólfið var byggt úr timbri. Brúin var svo vígð 31. ágúst 1912 af einum helsta pólitíska vini Jóns, Hannesi Hafstein ráðherra. Ymsar aðrar merkar brýr voru byggðar meðan Jón var landsverkfræðingur, má þar nefna auk áðurnefndra brúa, brýr á Norðurá 1910, Hrútafjarðará 1912, Þverá 1913, Siká 1915, Langá 1915, Gljúfurá o.fl. Auk þessara brúa barðist Jón fyrir því að eitt erfiðasta vatnsfall landsins, Jökulsá á Sólheimasandi yrði brúað og gerði hann fyrstu hugmyndir að þeirri brú. Sú brú var síðan byggð 1920-1921 skömmu eftir að Jón lét af embætti landsverkfræðings. Bifreiðaeign landsmanna jókst töluvert strax eftir að Jón lét af embætti landsverkfræðings. Segja má að í tíð Jóns, sem landsverkfræðings höfum við verið að stíga fyrstu skrefin inn í öld bílanna. Á þessum árum var því bæði tekið tillit til liesta og ófullkoniinna bifreiða við gerð þjóðbrauta okkar. Þannig var t.d. ákveðið að víkja skyldi til vinstri til þess að þeir sem mættu konum, en þær riðu alltaf í kvensöðlum á þessum árum, kæmust fram hjá þeim án þess að þær kræktu fótunum í viðkomandi, en kvensöðlarnir sneru ávallt til sömu handar. Þótt Jón Þorláksson hafi fremur öllum öðrum lagt grunninn að þjóðvegakerfi okkar var hann ekki góður bílstjóri og tók ekki bílpróf fyrr en 1929 þá 52 ára að aldri. Af þessu tilefni voru stórar víðar beygjur sem teknar voru á gatnamótum gjarnan kenndar við hann og nefndar borgarstjórabeygjur. Eg minnist þess þegar ég var ungur var enn talað urn borgarstjórabeygjur, án þess að ég vissi tildrög þess.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Árbók VFÍ/TFÍ

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók VFÍ/TFÍ
https://timarit.is/publication/899

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.