Bændablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012
Unnið að uppbyggingu 20 hektara gróðurhúss þar sem framleitt yrði til útflutnings:
Þátttaka Sölufélags garðyrkjumanna
vekur upp spurningar
– Búið að semja um orkukaup og sölu á tómötum til Bretlands næstu fimm árin
Skotið hefur verið traustari
stoðum undir áform um að reisa
allt að 20 hektara gróðurhús,
þar sem stefnt er að því að rækta
tómata til útflutnings, með sölu-
samningi til fimm ára við breska
aðila. Þetta staðfestir talsmaður
Geogreenhouse, félagsins sem
vinnur að verkefninu.
Í nóvember síðastliðnum samdi
félagið við Orkuveitu Reykjavíkur
um kaup á raforku, heitu og köldu
vatni til 20 ára.
Verkefni Geogreenhouse gengur út á
að vinna að uppbyggingu á ylrækt-
arveri sem rísa myndi í nágrenni
Hellisheiðarvirkjunar. Þar yrðu fram-
samkvæmt áætlunum gert ráð fyrir að
fyrsti áfangi verkefnisins yrði tekinn
í gagnið á komandi hausti. Þar væri
um að ræða 5 hektara gróðurhús sem
notaði 9 megavött af rafmagni árlega,
skapaði 50 störf og framleiðslugetan
væri um 300.000 tonn af tómötum á
ári. Annar áfangi verkefnisins, sem
væri af sömu stærðargráðu, yrði
tekinn í gagnið 2014. Óvíst er hve-
nær ráðist yrði í þriðja áfangann, sem
yrði 10 hektarar. Stærstu hluthafar í
verkefninu eru Sölufélag garðyrkju-
manna (SFG), sem á 34,1 prósent,
fjárfestingafélagið Investum, sem
á 30 prósent og Nýsköpunarsjóður,
sem á 20 prósenta eignarhlut.
Spurningar vakna
Ýmsar spurningar hafa þó vaknað
í tengslum við þessar áætlanir, þá
ekki síst um stöðu þeirra íslensku
tómataræktenda sem fyrir eru.
Áhyggjuraddir heyrast vegna um-
fangs verkefnisins en fyrsti áfangi
jafngildi þeirrar tómataframleiðslu
sem nú er í landinu. Ef afsetja þyrfti
framleiðsluna hér á landi á einhverj-
um tímapunkti gæti það kollvarpað
rekstri þeirra garðyrkjustöðva sem
fyrir eru. Í þessu ljósi vekur aðkoma
SFG nokkra athygli en SFG er hluta-
félag u.þ.b. 50 garðyrkjubænda, þar
á meðal tómatabænda.
Gefa ekki upp samstarfsaðila
Sigurður Kiernan, talsmaður Geo-
greenhouse og stjórnarformaður
Investum, segir að verkefnið sé
enn í þróunarfasa. „Við höfum náð
samningum við aðila úti í Bretlandi
um sölu og verð á afurðunum til
vegar ekki heimildir til að gefa upp
hverjir þessir samstarfsaðilar okkar
eru.“
Talað hefur verið um að taka fyrsta
áfanga í notkun nú í haust. Eru það
raunhæfar áætlanir?
„Við höfum þann glugga ennþá
opinn. Margt þarf að ganga upp
áður en hægt verður að gefa út slíka
áherslu á er að gera þetta vel, gull-
tryggja að allt gangi upp, í stað þess
að spóla af stað.“
Framleiðum það
sem óskað er eftir
Hversu mikið magn yrði hægt að
framleiða á ári, eftir uppbyggingu
fyrsta áfanga?
„Það fer í sjálfu sér eftir þeim af-
brigðum sem verða framleidd en við
erum í grófum dráttum að reikna með
um 300.000 tonnum á ári af tóm-
mikið eftir tegundum, hvort við erum
að framleiða einhver sérafbrigði eða
venjulega tómata.“
Er þá ekki búið að ákveða hvaða af-
brigði á að framleiða?
„Við munum alltaf framleiða það
sem óskað er eftir af okkar viðskipta-
vinum úti, þannig að við stjórnum
Engin pökkun hér heima
-
leiðsluna á erlendan markað, ekki
satt?
„Samkvæmt þeim samningi sem
við höfum gert erum við skuld-
framleiðum og á sama tíma eru við-
skiptamenn okkar skuldbundnir til
að kaupa allt sem við framleiðum.
Því væri í sjálfu sér ekki heimild til
að selja vöruna hér heima.“
En er möguleiki á því að eitthvað af
framleiðslunni verði selt á innan-
-
ingstímanum loknum?
„Ég sé ekki tilgang með því. Þetta
verður byggt upp með það að mark-
við verðum ekki með pökkunardeild
Teikning af fyrirhuguðu ylræktarveri á Hellisheiði. Hellisheiðarvirkjun er í baksýn.