Bændablaðið - 15.03.2012, Síða 42

Bændablaðið - 15.03.2012, Síða 42
42 Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Magnús og Ebba tóku við búinu á Hóli af foreldrum Ebbu árið 1974. Jónatan kom inn í búskap- inn 2003 og Una kona hans kom svo að Hóli árið 2008. Býli? Hóll í Önundarfirði. Ábúendur? Jónatan Magnússon og Una Lára Waage og börn þeirra þrjú ásamt föður Jónatans og móður, Magnúsi Hring Guðmundssyni og Jensínu Ebbu Jónsdóttur. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Jónatan og Una og börn þeirra þrjú, Karen Drífa 7 ára, Signý Lilja 2 ára og Baldur Benjamín 6 mánaða. Stærð jarðar? Stærð jarðar er ekki vituð með vissu. Ræktað land 20 hektarar. Svo eru slegnir 120 hektarar á hinum ýmsu leigujörð- um í Önundarfirði og Dýrafirði.. Tegund býlis? Kúabú. Fjöldi búfjár og tegundir? 75 mjólkurkýr, 155 geldneyti, og 50 kindur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn hefst á að sinna kúnum og gjöfum. Svo eru hin árstíðabundnu störf unnin og reynt er að koma inn úr fjósi 18.30. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapurinn er alltaf skemmtilegur þegar vel gengur og leitir eru líka ofarlega á listunum yfir það sem er skemmtilegt. Þá kemur mikið af góðu fólki og húsið fullt af lífi. En bústörfin öll eru skemmtileg ef allt gengur upp. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Eftir 5 ár vonumst við til að ná sama heyskap af færri túnum með aukinni ræktun og endur- ræktun. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru ábyggilega í öruggum höndum og þeim málum sinnt vel. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Við vonumst allavega eftir því að íslenskur landbúnaður eigi eftir að dafna og verða sterkari með árunum. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í íslenska kjötinu og mjólkurafurðum og jafnvel grænmeti. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það er alltaf til mjólk, tómatsósa, lýsi, rjómi og dijon sinnep. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt er alltaf vinsælt, og nú nýverið hefur hús- bóndinn tekið upp á því að gera Sushi sem hefur fallið heimilis- fólkinu vel í geð. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast er án efa, þegar nýja fjósið var tekið í notkun. Einnig er eftirminnilegt þegar húsbóndinn og Árni á Vöðlum, nágrannabóndi héðan úr Önundarfirði, voru að prófa nýja skítatankinn sem þeir fjárfestu í saman. Skíturinn sprautaðist yfir þá báða og húsbóndinn þurfti að keyra heim á nærbuxunum með vinnugallann í skóflunni á traktornum. Það er tiltölulega einfalt mál að búa til gott pestó en kosturinn við það er hvað hægt er að nota það og kexi, ofan á brauð, út á kart- öflurnar, sem grunn í salatsósur eða með kjöti og fiski. Steinseljupestó 100 g sléttblaða steinselja, án stilka 75 g valhnetur, ristaðar á þurri pönnu ¼ tsk. salt 2 hvítlauksrif, kramin 250 ml ljós ólífuolía 2 tsk. hunang 1 msk. sítrónusafi 2 tsk. sítrónubörkur, fínrifinn 150 g fetaostur í olíu svartur pipar Aðferð: Maukið steinselju, valhnetur, salt, hvítlauk, ólífuolíu, hunang, sítrónu- safa og -börk saman í matvinnsluvél þar til blandan er slétt. Bætið síðan ostinum út í og piprið eftir smekk. Klettasalatpestó 100 g klettasalat 100 g pekanhnetur, ristaðar á þurri pönnu ¼ tsk. salt 250 ml ljós ólífuolía safi úr hálfri sítrónu 2 tsk. dökkur púðursykur 100 g parmesanostur, rifinn, eða stappaður fetaostur 2 tsk. rósapipar, léttkraminn Aðferð: Maukið klettasalat, pekanhnetur, salt, ólífuolíu, sítrónusafa og púður- sykur saman í matvinnsluvél þar til blandan er slétt. Bætið síðan ostinum út í og kryddið með rósa- piparnum. /ehg Líf og lyst BÆRINN OKKAR Fallega rautt eða grænt pestó hentar með fjölmörgum mat. Mynd Gísli Egill Hrafnsson. Litfagurt og gómsætt meðlæti MATARKRÓKURINN Baldur Benjamín, 6 mánaða, Signý Lilja, 2 ára, og Karen Drífa 7 ára. Hóll

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.