Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 4
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR4 MALLORCAsólareyjan sem hefur allt! Aparthotel Mara caibo 75.900 kr.*á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbe rgi. verð frá 89.9 00 kr á mann m.v. 2 fu llorðna. Brottför: 22. maí - 7 nætur. Verð frá: Flug + gisting í 7 nætur tilbo ð Bókaðu núna á plúsferðir.is! GENGIÐ 04.04.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 229,8427 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,02 127,62 201,58 202,56 167,21 168,15 22,471 22,603 22,081 22,211 18,986 19,098 1,5436 1,5526 195,54 196,70 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is NÁTTÚRA Janúar og febrúar eru yfirleitt köldustu mánuðir ársins hér á landi miðað við tölur frá síð- ustu 189 árum. Apríl hefur aðeins þrisvar komist á blað sem kaldasti mánuðurinn og því lítil hætta á að kuldametið þetta árið verði bætt fyrr en næsta vetur. Þetta kemur fram í samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings á hitastigi yfir köldustu mánuði ársins. Frá árinu 1823 hefur janúar oftast verið kaldasti mánuðurinn, alls 52 sinnum. Febrúar fer nærri því að jafna það met, en hann hefur 51 sinni verið kaldastur. Desemb- er er rétt ríflega hálfdrættingur, og hefur 30 sinnum verið kaldastur. Aðeins tveir aðrir mánuðir kom- ast á blað í samantekt Trausta, enda varla við því að búast að kuldamet ársins séu slegin að sumri eða hausti. Nóvember hefur níu sinnum verið kaldasti mánuð- ur ársins. Apríl rekur svo lestina. Aðeins þrisvar hefur hann verið kaldasti mánuðurinn, síðast vetur- inn 1953. Þá var tíðin afar leiðin- leg, og hríðarveður og kuldi urðu þess valdandi að gróður sem þá var kominn á skrið sölnaði aftur, segir í samantekt Trausta. - bj Janúar og febrúar oftast köldustu mánuðir ársins samkvæmt mælingum á hita: Apríl sjaldnast kaldasti mánuðurinn VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 13° 9° 9° 14° 11° 7° 7° 21° 9° 15° 13° 30° 9° 16° 13° 7° Á MORGUN 3-8 m/s. LAUGARDAGUR Hægur vindur. 4 9 10 10 10 8 8 4 7 7 7 7 8 7 8 7 6 7 9 5 5 5 4 5 5 4 7 7 15 7 8 12 MILDIR PÁSKAR Veðrið verður nokkuð gott alla páskana en við verðum samt að sætta okkur við smá vætu, en þurrt að mestu á suðausturlandi og bjart. Fínt útivistar- veður í mildu veðri og vindur verður almennt hægur. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður ATVINNULÍF Atvinnuleysi erlendra karla hefur minnkað töluvert milli áranna 2010 og 2011, en aukist að sama skapi meðal kvenna, að því er fram kemur á vef Vinnumálastofnunar. Stofnunin hefur birt upp- færslu á áætlun um fjölda erlendra ríkisborgara á íslensk- um vinnumarkaði og áætluðu atvinnuleysi út frá fjöldatölum um skráð atvinnuleysi eftir rík- isborgararétti. Fram kemur að atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara hafi að jafnaði verið rúm 14 prósent á árinu 2011 og lækkað örlítið frá fyrra ári. Atvinnu- leysi var þó enn hærra meðal pólskra ríkisborgara eða um 20 prósent og var það óbreytt milli ára. - óká Pólverjar oftast án atvinnu: Dregið hefur úr atvinnuleysi erlendra karla FRAKKLAND, AP Franska lögreglan handtók í gær tíu róttæka íslam- ista í fimm borgum landsins. Í síðustu viku handtók lögreglan 13 manns í sams konar aðgerð- um. Þessar aðgerðir lögreglunnar koma í beinu framhaldi af morð- unum í Toulouse og nágrenni, þegar ungur maður myrti sjö manns. Hann var síðan sjálfur veginn þegar lögreglan reyndi að handtaka hann. Bróðir hans er enn í haldi, grunaður um aðild. „Þrýstingnum á róttæka ísl- amista og þá hættu sem af þeim stafar verður ekki aflétt,“ sagði Claude Gueant innanríkisráð- herra. - gb Aðgerðir lögreglunnar: Fleiri íslamistar teknir höndum GRÁIR FYRIR JÁRNUM Tveir franskir sér- sveitarmenn í borginni Roubaix. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Mat Íslandsbanka er að frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjald hafi í för með sér veruleg áhrif á rekstrar- afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og sjávarútveginn í heild. Lík- legt telur bankinn að fjárfesting- ar í greininni dragist verulega saman. Þá er mat bankans einn- ig að breytingarnar hafi áhrif á íslenskt efnahagslíf í heild sinni og það eigi eftir að skila sér í verri efnahag viðskiptabankanna þriggja. Þetta er meðal þess sem kemur fram í áliti á frumvörpunum tveim sem bankinn sendi frá sér síðdegis í gær. Steingrímur J. Sigfússon, sjáv- arútvegsráðherra, kynnti frum- vörpin 26. mars og sagði að valin hefði verið sú leið að hafa tvískipt veiðigjald; annars vegar grunn- gjald sem allir greiddu, og hins vegar tekjutengt gjald eða auð- lindarentu, sem reiknuð væri eftir vissum forsendum. Í áliti Íslandsbanka segir að forsendurnar fyrir auðlindarent- unni, eða sérstaka veiðigjaldinu, standist ekki sökum þess að ekki sé tekið tillit til réttrar skuld- setningar greinarinnar í útreikn- ingi stofnsins. Þessi skekkja veld- ur því, að mati bankans, að lítill hagnaður verður eftir fyrir fyrir- tækin sem jafnvel muni knésetja sum þeirra. Breytingarnar telur bankinn hafa mikil áhrif á sinn rekstur og hinna viðskiptabankanna. Það aftur hafi neikvæð áhrif á fjár- mögnunarleiðir sjávarútvegsfyr- irtækjanna. Því megi búast við því að fjárfestingar dragist saman nái frumvörpin fram að ganga. Birt- ingarmyndin verður eldri skipa- floti og framþróun verður lítil sem engin. Við þetta myndast vítahringur þar sem fyrirtækin hafa síður getu til að standa við núverandi og væntanlegar skuld- bindingar gagnvart sínum lánar- drottnum. Má geta þess að útlán til sjávar- útvegsfyrirtækja vega misþungt í efnahagsreikningi stóru viðskipta- bankanna þriggja. Sjávarútvegur- inn er um 12% af útlánum Íslands- banka, 23% hjá Landsbankanum og um 11% hjá Arion banka (bæði til sjávarútvegs og landbúnaðar). Íslandsbanki telur flækjustig laganna vera „ávísun á þjóðhags- lega sóun“ og að aukin pólitísk aðkoma að úthlutun aflahlutdeilda skref til fortíðar. svavar@frettabladid.is Íslandsbanki óttast áhrif veiðigjaldsins Boðaðar breytingar á stjórnkerfi fiskveiða og sérstakt veiðigjald munu hafa veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf, er mat Íslandsbanka. Afkoma fyrirtækja og sjávarútvegs í heild er undir. Eins verða áhrifin á efnahag bankanna neikvæð. Á LOÐNU 2012 Íslandsbanki birti kolsvarta skýrslu í gær um álit sitt á áhrifum frum- varpa um stjórn fiskveiða og veiðigjald. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Sviptingar á Suðurgötu Fimm ökumenn voru sviptir ökurétt- indum til bráðabirgða á mánudag og þriðjudag eftir að hafa verið staðnir að hraðakstri á Suðurgötu við Skothúsveg í Reykjavík. Lögregla segir bíla fólksins hafa mælst á 66 til 70 kílómetra hraða, en þarna er 30 kílómetra hámarkshraði. LÖGREGLUFRÉTTIR SVÍÞJÓÐ Sex menn hafa verið ákærðir fyrir aðild sína að man- salshring í Svíþjóð. Tíu menn frá Litháen eru taldir hafa staðið að baki mansalinu. Þeir gerðu út að minnsta kosti fimmtán konur frá sama landi, sem þeir fengu til Svíþjóðar á þeim forsendum að þær fengju mjög vel borgað fyrir að vinna sem vændiskonur þar. Þeim var hins vegar haldið nauðugum og fengu aðeins brot af þeim pening- um sem þeim var lofað. Ein fékk ekkert borgað. - þeb Vændi í Svíþjóð: Sex ákærðir fyrir mansal 30 25 20 15 10 5 0 Kaldasti mánuðurinn % Árabilið 1823 - 2011 nóv 15,9 4,8 1,6 23,3 27,027,5 des jan feb mar apr Heimild: Trausi Jónsson SVÍÞJÓÐ Nær 30 farsímum hefur verið stolið frá sænskum þing- mönnum og starfsmönnum sænska þingsins á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur í netöryggis- málum, Robert Malmgren, segir þetta ógn við öryggið, að því er fréttavefurinn Metro greinir frá. Þar segir jafnframt að sænska þingið tilkynni lögreglunni að meðaltali um tvo þjófnaði á snjallsímum á mánuði. Nokkr- um símanna var stolið erlendis. Malmgrein segir auðvelt að komast að öllum upplýsingum í farsímum hafi menn slíka undir höndum. - ibs Öryggismál í brennidepli: Stela farsímum þingmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.