Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 20
20 5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR ZTE Blade Samsung Galaxy Y HTC Explorer 1.790 kr. 2.090 kr. 2.690 kr. Ódýr en flottur Android sími Nettur snjallsími á frábæru verði Flottur Android sími Inneignin gildir fyrir eitt símanúmer siminn.is E N N E M M / S ÍA / N M 5 1 2 8 5 500 kr. inneign á mánuði í 6 mánuði fylgir 500 kr. inneign á mánuði í 6 mánuði fylgir 500 kr. inneign á mánuði í 6 mánuði fylgir á mánuði í 12 mánuði* á mánuði í 12 mánuði* á mánuði í 12 mánuði* Staðgreitt: 19.990 kr. Staðgreitt: 22.990 kr. Staðgreitt: 29.900 kr. ... og auðvitað sími svo að fermingarbarnið geti hringt í þig til að segja „takk“! Fermingargjöfin er stereógræja, GPS-tæki, 4GB minniskort fylgir * Greiðslugjald 325 kr. bætist við mán. gjald Síðustu 2 til 3 ár hafa verið mjög hagfelld fyrir rekstur flestra sjávarútvegsfyrirtækja þótt afkoma sé nokkuð mismun- andi eftir því hvers eðlis þau eru. Ytri aðstæður hafa á heildina litið verið hagfelldar frá árinu 2009. Þrátt fyrir miklar sveifl- ur á erlendum mörkuðum hefur verð á sjávarafurðum, mælt í erlendri mynt, haldist hátt í flest- um afurðaflokkum. Þorskstofninn er á uppleið eftir mögur ár og eins er ástand uppsjávarfiskstofna gott en þar vegur þungt góð makríl- og loðnuveiði. Vegna góðrar afkomu sem og skuldaúrvinnslu margra sjávar- útvegsfyrirtækja horfir til betri vegar í skuldamálum sjávarút- vegsins. Þannig hefur sjávarút- vegurinn skapað sér svigrúm til fjárfestinga og frekari nýsköpun- ar og markaðssóknar. Árið 2012 mun enn frekar styrkja athafna- möguleika sjávarútvegsins og raunar hagvaxtarhorfur lands- ins í heild enda gæti það orðið eitt besta ár í íslenskum sjávarútvegi í langan tíma. Þetta skýrist af mikl- um veiðum á uppsjávarfiski, þar munar mest um loðnu og makríl. Einnig er gert ráð fyrir aukn- um þorskkvóta og svo áfram háu afurðaverði á flestum sjávaraf- urðum. Við þessar aðstæður er eðlilegt að gera kröfur til sjávarútvegs- ins um að hann skili meiru í sam- eiginlega sjóði landsmanna. Rík- issjóður hefur tekið á sig miklar byrðar eftir hrun við að halda inn- viðunum í samfélaginu gangandi. Að sama skapi hefur almenning- ur þurft að þola niðurskurð á opin- berri þjónustu, hærri álögur og högg vegna falls krónunnar. Ekki er sanngjarnt að hann taki á sig frekari byrðar. Framkvæmdastjóri Deloitte á Íslandi, sem jafnframt virð- ist vera eins konar talsmaður útgerðarmanna, telur að þær til- lögur sem sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra hefur sett fram um veiðigjald feli í sér ofurskatt- lagningu á útgerðina. Ljótt ef satt reynist. Það dró þó verulega úr trúverðugleika fullyrðinga fram- kvæmdastjórans að í kynning- unni var reynt að ýkja upp raun- álögur fyrirtækjanna. Meðal þess sem benda má á er að áhrif veiði- gjalda á tekjuskattsgreiðslur, þ.e. væntanleg lækkun þeirra, er ekki metin en hún ætti til lengri tíma litið að vera 20% af veiðigjaldinu. Það er allavega ljóst að það myndi að hluta til skýra hversu há niður- staða Deloitte er. Auk þess er ein meginforsenda þess sem Deloitte gengur út frá að útgerðaraðilar eigi kvótann og eigi þar af leiðandi hagnað af nýt- ingu fiskveiðiauðlindarinnar án tillits til þess hve mikið þeir hafa lagt fram. Taka veiðigjalds sé því skattlagning hagnaðar en ekki greiðsla fyrir afnot af auðlindinni jafnvel þótt þjóðin eigi þessa auð- lind í raun. Með þessu er þó auð- velt að reikna sig upp í himinhá skatthlutföll. Hið eðlilega væri að líta á veiðigjöldin sem endur- greiðslu á kostnaði og leigu fyrir heimild til nýtingar á eign sem ekki tilheyrir útgerðinni. Ekki kom heldur fram í kynn- ingunni hvort hún væri kostuð af LÍÚ eða útgerðarfyrirtækjum. Slíkt skiptir þó máli enda gæti einhver talið að búið væri að kosta fyrirtækið til áróðursherferðar. Því miður hafa forsvarsmenn útgerða ekki komið með tillögur og rökstuðning fyrir því hvert eðlilegt afgjald af auðlindinni er heldur einbeitt sér að neikvæð- um málflutningi. Við núverandi aðstæður er þó ljóst að verulegt svigrúm er fyrir útgerðina að greiða mun meira fyrir afnot sín af auðlindinni. Á sama tíma hefur staða flestra annarra í þjóðfélag- inu veikst og því sanngirni í því að dreifa byrðunum. Við núverandi aðstæður er þó ljóst að verulegt svigrúm er fyrir útgerðina að greiða mun meira fyrir afnot sín … Útgerðin getur lagt meira af mörkum Sjávarútvegsmál Huginn Freyr Þorsteinsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra Gísli Marteinn Baldursson borg-arfulltrúi ritaði pistil um nýjan Landspítala á bloggsíðu sína 3. apríl sl. Í pistlinum er að finna ýmsar rangfærslur og staðreyndavillur og virðist hann gera sér leik að því að taka tölur úr samhengi. Gísli Mar- teinn heldur því blákalt fram að til standi að byggja 290 þúsund fer- metra spítala og að sameinaður spít- ali verði þrisvar sinnum stærri en núverandi byggingar við Hringbraut og í Fossvogi. Þetta er ótrúlegur málflutningur og hefði sómt sér betur til birtingar 1. apríl. Hið rétta er að áformað er að byggja 76 þús. fermetra í fyrsta áfanga til ársins 2018. Heildarstærð bygginga á Hringbraut að meðtöld- um eldri byggingum sem áfram verða nýttar verður þá 132 þús. fer- metrar eftir þennan áfanga og ráð- gert er að öll starfsemi flytjist úr Fossvogi á þessum tíma. Í síðari áföngum er hugsanlegt að byggja 56 þús. fermetra og gæti mesta byggingarmagn spítalans orðið 188 þús. fermetrar, ef þörf krefur, en aldrei meira en það. Þörf er reyndar lykilhugtak þegar rætt er um endurnýjun Landspítala. Ný tækni, eldri þjóð og nútímasjúkra- húsþjónusta gera nýbyggingar spít- alans bráðnauðsynlegar. Með bygg- ingu fyrsta áfanga spítalans á að sameina á einum stað alla bráða- starfsemi spítalans og verður hver fermetri nýttur. Gísli Marteinn segir í bloggpistli sínum: „Ég skal fúslega játa að það hefur tekið mig tíma að átta mig á ofangreindum staðreyndum.“ Und- arleg töf það, því að staðreyndir málsins liggja skýrt og greinilega fyrir í opinberum gögnum, m.a. hjá skipulagsráði sem Gísli Marteinn situr sjálfur í, og á vef Nýs Landspít- ala (http://www.nyrlandspitali.is). Hið sorglega er að eftir hina löngu yfirlegu Gísla Marteins er niður- staða hans röng og þar af leiðandi villandi. Það er áhyggjuefni þegar stjórn- málamenn keppast við að gera stærstu mál þjóðarinnar að póli- tískum bitbeinum og gera sér leik að því að fara rangt með staðreynd- ir. Með pistli sínum sýnir Gísli Mar- teinn að hann tekur fullan þátt í þessari vafasömu íþrótt, væntan- lega í þeirri von að komast á verð- launapall. Slíkur leikur má ekki tefja brýnt framfaramál þjóðarinn- ar sem endurnýjun Landspítala er. Það er áhyggju- efni þegar stjórn- málamenn keppast við að gera stærstu mál þjóðarinnar að pólítísk- um bitbeinum og gera sér leik að því að fara rangt með staðreyndir. Aprílgabb borgar- fulltrúa Nýr Landspítali Ólafur Baldursson læknir á Landspítala og kjósandi í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.