Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 8
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR8
Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Land-
verndar, tekur undir orð Svandísar varðandi jarð-
varmann. Hann bendir á að áætlanir um mögulega
orku frá slíkum svæðum séu byggðar á tölum frá
orkufyrirtækjunum sjálfum. Þau hafi því talað jarð-
hitann upp með glannalegum spám. „En það er gott að
orkufyrirtækin séu loksins farin að tala um jarðvarmann
af einhverri alvöru eins og Hörður gerir nú. Orð hans
undirstrika bara hversu óskynsamlegt það er að ætla sér
að beisla jarðvarma fyrir stóriðju.“
Guðmundur segir nauðsynlegt að horfast í augu við
það að búið sé að klára hagkvæmustu kostina fyrir
nýtingu vatnsafls. Orkufyrirtækin séu því farin að leita
fyrir sér í byggð með virkjanir. „Þannig að af raunhæfum
kostum í nýtingu vatnsafls eru fáir eftir. Þess vegna
kemur það ekki á óvart að fáir slíkir kostir rati í virkjana-
flokk rammaáætlunar.“
Orkufyrirtækin sjálf að ofmeta
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Grill í Múrbúðinni
– skoðaðu verðið!
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
GAS GRILL
4 ryðfríir brennarar og
hliðarplata. 14 kw/h.
48.000-BTU. Hitamælir.
Kveikja í stillihnapp.
Grillgrind er postulíns-
húðuð. 44x56 cm.
Extra sterk hjól v.gaskút.
Þrýstijafnari og
slöngur fylgja.
59.900kr.
Útboð á lax og silungsveiði
í Gljúfurá í Húnaþingi.
Veiðifélög Gljúfurár og Víðidalsár óska hér með eftir tilboðum í lax- og
silungsveiði í Gljúfurá í Húnaþingi fyrir árin 2013 til 2016, að báðum
árum meðtöldum, samkvæmt meðfylgjandi útboðsskilmálum og
fyrirliggjandi upplýsingum. Eingöngu er heimil fluguveiði. Leyfð er
veiði á tvær stangir, veiðitími er 1.júlí til 20. september.
Útboðsgögn verða afhent frá 4. april á skrifstofu Bændasamtaka
Íslands Bændahölinni við Hagatorg sími 5630300 og hjá formanni
Veiðifélags Gljúfurár.
Tilboðum skal skila til formanns Veiðifélags Gljúfurár Birgis Ingþórs-
sonar Uppsölum 541 Blönduós merkt útboð Gljúfurá Húnaþingi fyrir
kl 13.00 mánudaginn 30. apríl 2012.
Verða tilboðin opnuð sama dag kl 14.00 í viðurvist þeirra bjóðenda
sem þess óska í veiðihúsinu Gljúfurholti.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Formaður Veiðifélags Gljúfurár
Birgir Ingþórsson
Þer
alla sunnudaga klukkan 16.
Njótið vel
Hemmi Gunn
– og svaraðu nú!
Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
UMHVERFISMÁL Svandís Svavars-
dóttir umhverfisráðherra segir
ekki undarlegt að saxist á mögu-
leika til vatnsaflsvirkjana hér á
landi. Tveir þriðju hlutar kost-
anna séu þegar nýttir. Hörður
Arnarson, forstjóri Landsvirkj-
unar, sagði við Fréttablaðið í gær
að sérkennilegt
væri að ekki
væri gert ráð
fyrir vatns-
aflsvirkjunum
svo heitið gæti
í Rammaáætl-
un um vernd og
nýtingu nátt-
úrusvæða.
„Ramma-
áætlun er ekki
hugsuð sem
hlaðborð fyrir orkufyrirtækin.
Hún er tillaga um nýtingu lands-
svæða á grundvelli faglegra
upplýsinga og þekkingar,“ segir
Svandís.
Hún fagnar orðum Harðar um
að jarðvarmann verði að nýta
í skrefum. „Það er mikilvægt
að Landsvirkjun, eins og aðrir
nýtingaraðilar, skipi sér í sveit
með þeim sem hafa efasemdir
um að jarðvarmavirkjanir séu
eins fljótlegur kostur og menn
hafa viljað vera láta til skamms
tíma. Það er rétt hjá honum að
Segir að vatnsaflið
sé að mestu fullnýtt
Umhverfisráðherra segir orð forstjóra Landsvirkjunar sýna að vatnsafl sé að
mestu leyti fullvirkjað hér á landi. Fagnar viðurkenningu fyrirtækisins á því að
jarðvarmavinnsla taki tíma. Vonast til að Rammaáætlun verði samþykkt í vor.
URRIÐAFOSS Á meðal þeirra virkjanakosta sem færðust úr nýtingar- í biðflokk í vinnu við þingsályktunartillögu um Rammaáætlun
eru þrjár virkjanir í Þjórsá. Urriðafossvirkjun er ein þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
GUÐMUNDUR
HÖRÐUR GUÐ-
MUNDSSON
SÝRLAND, AP „Jafnvel þótt þeir
útveguðu sýrlensku uppreisnar-
mönnunum fullkomnasta vopna-
búnað gætu þeir ekki sigrast á
sýrlenska hernum,“ segir Sergei
Lavrov, utanríkisráðherra Rúss-
lands, um stuðning Vesturlanda
og arabaríkja við uppreisnina í
Sýrlandi.
„Blóðbaðið mun standa í mörg
ár,“ bætti hann við.
Rússar hafa staðið gegn öllum
hugmyndum um að styðja stjórn-
arandstöðuna í Sýrlandi með því
að útvega henni vopn. Vesturlönd
hafa ekki heldur stutt þær hug-
myndir, en bæði Sádi-Arabía og
Katar hafa talað fyrir því.
Um síðustu helgi samþykktu
Vesturlönd engu að síður stofn-
un sjóðs, sem notaður yrði til að
styrkja stjórnarandstöðuna í Sýr-
landi, þótt það fé verði ekki notað
til að útvega henni vopn.
Átökin í Sýrlandi héldu áfram í
dag, meðal annars í borginni Homs
þar sem á annan tug almennra
borgara féllu í árásum stjórnar-
hersins.
Sýrlenska stjórnin hefur lofað
því að kalla herlið sitt til baka frá
borgum landsins fyrir 10. apríl, en
uppreisnarmenn telja hana ætla að
nota svigrúmið til að vinna endan-
legan sigur. - gb
Rússar segja uppreisnina í Sýrlandi ekki eiga möguleika gegn stjórnarhernum:
Blóðbað stæði árum saman
HJÁLPARGÖGN TIL SÝRLANDS Starfs-
menn Rauða hálfmánans taka á móti
hjálpargögnum í borginni Daraa, þar
sem uppreisnin hófst. NORDICPHOTOS/AFP
rannsaka beri þessa kosti mjög
vel, meðal annars með tilliti til
sjálfbærni auðlindarinnar og
líka þeirra hliðarverkana sem af
slíkri nýtingu hljótast, eins og til
að mynda brennisteinsáhrifa og
jarðskjálftavirkni.“
Svandís segist ósammála Herði
um að nægar rannsóknir hafi
farið fram varðandi laxastofna í
Þjórsá. „Við teljum að rýna þurfi
í þessi mál miklu betur og höfum
fengið fjölmargar ábendingar þar
um. Í anda Árósasamningsins
viljum við láta umhverfið njóta
vafans og skoða málið betur.“
Umhverfisráðherra vonast til að
mælt verði fyrir þingsályktunar-
tillögu um Rammaáætlun fljótlega
eftir páska. Mikilvægt sé að hefja
nánari úrvinnslu bæði hvað varðar
nýtingu svæða en einnig þar sem
þarf að friðlýsa. Hún vonsast til að
áætlunin verði samþykkt í vor.
„Ég minni hins vegar á að þetta
er ekki áætlun um hvað á að nýta
heldur um hvað má nýta.“
kolbeinn@frettabladid.is